Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Síða 35
PRESSAN 356. mars 2020
landi er ekki hægt að skilgreina
á einn hátt en birtingarmynd
ir þeirra eru margvíslegar. Það er
þjóðerni, kynþáttur eða uppruni
sem sker úr um hvers virði fólk
er,“ segir í nýlegri skýrslu Verfass
ungsschutz sem telur að um
12.700 Þjóðverjar séu reiðubúnir
til að grípa til ofbeldis í nafni
öfgahægrimálsstaðar en 60.000
eru taldir taka þátt í uppákom
um öfgahægrisamtaka, til dæmis
tónleikum eða mótmælum. Fyrir
áramót ákvað Horst Seehofer
innanríkisráðherra að ein deild
leyniþjónustunnar eigi að ein
beita sér að öfgahægrimönnum.
Christine Lambrecht dómsmála
ráðherra sagði í kjölfar hryðju
verksins í Hanau að raunveruleg
hætta sé á hryðjuverkaárásum
öfgahægrimanna.
En það er víðar sem yfirvöld
óttast öfgahægrimenn. Í nóvem
ber á síðasta ári lét ítalska lög
reglan til skarar skríða gegn hópi
sem lengi hafði verið fylgst með.
Hann skilgreindi sjálfan sig sem
þjóðernissinnaðan verkamanna
flokk og var í nánum tengslum við
hægrihreyfingar víða í Evrópu,
þar á meðal Nova Ordem Social í
Portúgal. Margir þeirra sem voru
handteknir í aðgerðinni höfðu
skotvopn og sprengjuefni í fórum
sínum. Meðlimir hópsins notuðu
hið leynilega samskiptaforrit Mil
itia til að eiga samskipti.
Norðurlöndin
Í hættumati frá sænsku öryggis
lögreglunni Säpo frá því á síðasta
ári kemur fram að hún óttast að
hryðjuverk öfgahægrimanna víða
um heiminn auk aukins áróð
urs á þeim væng stjórnmálanna
geti orðið sænskum öfgahægri
mönnum hvatning til að fremja
hryðjuverk í Svíþjóð. Säpo segir
að líklegt megi teljast að fólk,
sem tengist þeim hópi sem trú
ir á yfirburði hvítra, muni fremja
hryðjuverk. Í heildina telur Säpo
þó að aðsteðjandi hætta sé „lítil“.
Hvað varðar öfgavinstrimenn tel
ur Säpo að engin hryðjuverkaógn
stafi þaðan en hins vegar sé fólk á
þeim væng reiðubúið til að beita
ofbeldi.
Í Danmörku fylgist leyniþjón
ustan vel með öfgahægrimönn
um og íslamistum. Hætta er talin
stafa af báðum hópunum en þó
meiri af íslamistum enn sem
komið er. Þar, eins og í Noregi og
Svíþjóð, virðist starfsemi öfga
hægrimanna hafa farið vaxandi á
undanförnum misserum og hafa
samtök öfgahægrimanna verið
meira áberandi en oft áður. Ekki
hefur þó enn sem komið er komið
til þess að öfgahægrimenn fremji
hryðjuverk.
Norska leyniþjónustan birti
nýlega áhættumat sitt fyrir 2020.
Þar kemur meðal annars fram
að hættan á hryðjuverkaárás
um, byggðum á grunni öfga
hægriskoðana, sé meðal mestu
ógnanna. Margir Norðmenn eru
sagðir styðja hryðjuverk öfga
hægrimanna. Leyniþjónustan
telur að jafn miklar líkur séu á að
öfgahægrimenn og öfgasinnað
ir íslamistar fremji hryðjuverk í
Noregi. Telur leyniþjónustan að
líklegt sé að öfgahægrimenn reyni
að fremja hryðjuverk á þessu ári,
annaðhvort með skotvopnum,
sprengiefni eða bíl. Auknum sjón
um var beint að öfgahægrimönn
um í kjölfar hryðjuverks Breivik
2011 en þrátt fyrir það slapp hinn
21 árs Philip Manshaus fram
hjá eftirlitinu. Hann réðst inn í
mosku í útjaðri Ósló í ágúst á síð
asta ári og hugðist fremja hryðju
verk þar. Hann var þó yfirbugað
ur af gestum moskunnar áður en
hann náði að valda þeim skaða.
Áður en hann lagði upp í þessa
för hafði hann myrt 17 ára, ætt
leidda systur sína á heimili þeirra.
Hann skaut hana þar sem hún lá
í rúmi sínu. Hún var ættleidd og
var gul á hörund. Talið er að upp
runi hennar og hörundslitur hafi
verið ástæða þess að Manshaus
skaut hana. Þegar hann kom fyrir
dómara heilsaði hann að nasista
sið. Manshaus er talinn hafa ver
ið undir áhrifum af árás Brentons
Tarrant á mosku í NýjaSjálandi
á síðasta ári en þar varð hann 52
að bana. Tarrant var undir áhrif
um frá Breivik. Því er ljóst að
öfgahægriskoðanir eiga sér engin
landamæri.
Hér á landi er það greiningar
deild Ríkislögreglustjóra sem
annast mat á hættunni á hryðju
verkum. Nýjasta beina mat
deildarinnar á hættunni er frá
2017. Þar kemur fram að hættu
stigið sé í meðallagi en það þýð
ir að ekki sé hægt að útiloka
hættu á hryðjuverkum vegna
ástands innanlands eða í heims
málum. Einnig segir að Vestur
löndum stafi mikil og viðvarandi
ógn af hryðjuverkasamtökum og
einstaklingum og hópum sem
þeim tengjast. Í skýrslunni er að
allega rætt um þá ógn sem kunni
að stafa frá íslömskum öfga
mönnum og stöðunni á Norður
löndum en öfgahægrimenn eru
ekki nefndir.
„Lögreglu er ekki kunnugt um
að á Íslandi hafi myndast hópar
eða samfélög sem aðhyllast her
skáan íslamisma eða annars kon
ar ofbeldisfulla öfgahyggju. Sú
hætta er fyrir hendi á Íslandi sem
annars staðar að áróðursmenn
hryðjuverkasamtaka reyni að fá
fólk til liðs við þau og hvetji til
óhæfuverka. Í því samhengi skal
bent á að greiningardeild hef
ur í fyrri skýrslum um mögulega
hryðjuverkaógn hér á landi frem
ur horft til einstaklinga sem sækja
innblástur til öfgasamtaka en til
skipulagðra hópa.“
Ekki er skilgreint nánar hvaða
öfgasamtök geti átt í hlut en
væntanlega er ekki hægt að úti
loka að um öfgahægrisamtök geti
verið að ræða til jafns við herskáa
íslamista. n
„Sú hætta er
fyrir hendi á
Íslandi sem annars
staðar að áróðurs-
menn hryðjuverka-
samtaka reyni að
fá fólk til liðs við
þau og hvetji til
óhæfuverka
Öfgahægri-
maður Tobias
banaði níu manns,
skaut móður sína
og loks sig sjálfan.
Hafði áhrif Hryðju-
verk Breivik í Noregi
árið 2011 eru enn í
fersku minni.
Hættustig í meðallagi
Íslendingar þurfa ekki að óttast
hópa öfgahægrimanna.