Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2020, Qupperneq 40
40 FÓKUS 6. mars 2020 n Leikverkinu Útsending er ábótavant en er skrautlegt n Pálmi brillerar sem skopmynd L eikritið Útsending, sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu, byggir á kvikmyndinni Network frá árinu 1976 í leikstjórn meistarans Sidneys Lumet. Nánar til tekið er um að ræða íslenska aðlögun á Broadway-leikriti sem byggt er á hinni þrusugóðu ádeilu eftir Paddy Chayefsky, en þar segir frá fréttaþul sem hægt og ró- lega missir vitið og þá yfirleitt í beinni út- sendingu. Umræddum fréttalesara, Howard Beale (leiknum af Pálma Gestssyni), er sagt upp eftir 25 ára starf vegna dvínandi áhorfs. Þá tilkynnir hann áhorfendum sínum að hann hyggist svipta sig lífi og rjúka þá áhorfstölur upp. Í kjölfarið er staða hans endurskoðuð og breytist Howard í eins konar reiðan spá- mann, sem öðlast gífurlega frægð fyrir að tjá sig um alls konar þjóðfélagsmál og ekki síður hræsni og blekkingarvefi yfirvalda. Það verður að segjast að eitt sem ger- ir kvikmyndina Network að dúndurflottu og skemmtilegu verki er hvernig Chayef- sky hugsaði hana á sínum tíma sem ýkta ádeilu, en í gegnum þau fimmtíu ár sem hafa liðið frá tilurð upprunalega handrits- ins er með miklum ólíkindum hvernig höf- undurinn varð sjálfur að þeim sannspáa rausara sem sagan fjallar um. Gamla og uppfærða handritið snertir á umræðum um hjarðhegðun almúgans, samkeppni miðla, siðferði eða jafnvel hlut- leysi fréttamanna og taumlausa leit að áhorfstölum. Á þeim nótum er það athygl- isverð skoðun á hegðun Howards hvern- ig geðheilsa hans fer smám saman suður, sem yfirmenn hans velta sér að sjálfsögðu lítið upp úr, svo framarlega sem fólkið skiptir ekki um stöð. Burt með kamerumennina Þegar svo litlu hefur verið breytt frá strúktúr eða kjarna upprunalega verks- ins erfast ákveðnir gallar líka. Eins og Út- sending flæðir í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar (Góa) verður Beale fljótt að skopmynd þegar hann hefur fundið sitt hlutverk í lífinu og atburðarásinni. Þetta endurspeglar vissu- lega viðhorf þeirra sem yfir honum ráða, en þetta rífur bítandi persónuþróun í burtu frá athyglisverðustu persónu sögunnar. Um leið og Howard er settur í hlutverk „reiða spámannsins“ firnist allur vottur af persónusköpun hjá Howard og kemur hann einfaldlega og fer þegar kemur að út- sendingu. Þýðir þetta þá að sagan fer í stað- inn að einblína á leynilegt ástarsamband annarra persóna, stjóranna og fundarhald þeirra, sem nær aldrei fullu flugi. Sýningin er þó lifandi og fangar kaos ljósvakamiðilsins með glæsibrag, og gaman að sjá innskot gamalla auglýsinga og fleiri bragða sem undirstrika tímabil- ið. Að þessu sögðu hefði leikverkið get- að grætt ýmislegt á því að stíl- og stað- færa söguna yfir í íslenskt umhverfi. Þarna hefði líka gefist gullið tækifæri til að skjóta inn gömlum, íslenskum auglýsingum til að lífga upp á heildarsvipinn. Slík nálgun hefði þó krafist meiri metnaðar en liggur í augum uppi með tilþrifum leikaranna og þýðingarvinnu upprunalega efnisins. Þetta skrifast líka eflaust á minniháttar fælni hjá undirrituðum þegar íslenskir leikarar kalla hver annan háamerískum nöfnum. Erfitt er að sjá því nokkuð til fyrirstöðu að að- laga umfjöllunarefnið, þannig að það gæti átt við fantasíukenndan, íslenskan raun- veruleika. Talandi um brot á töfrum, þá verður það fljótt truflandi og bersýnilega óþarft þegar sést hvernig leikverkið styðst oft við stóran skjá og minnst tvo kamerumenn á sviði til að koma ákveðnum „sjónvarps- eða bíó- blæ“ á sýninguna sjálfa. Í miðjum samtals- senum koma tæknimenn eins og kallað- ir og stilla upp vélum sínum og standa oft á miðju gólfinu til að kvikmynda þá leik- ara sem ræða sín á milli. Þetta undirstrik- ar nálgun sem býr yfir léttum ferskleika, en verður einungis brella í stærra sam- henginu. Hasar og innilokunarkennd Útsending er annars vegar stjörnum prýdd og kemur í raun á óvart hve margt fagfólk er þarna einungis til skrauts. Örn Árnason, Siggi Sigurjóns og Steinunn Ólína gera ýmis legt gott úr því litla sem þau fá og tekst m.a.s. Arndísi Hrönn Egilsdóttur að vera algjör töffari þótt hún geri ekkert annað en að standa innan um fjölmennan hóp. Ólafía Hrönn á jafnframt hressandi spretti með það að markmiði að gera áhorfendur í stóra sal Þjóðleikhússins að þátttakend- um í sýningunni. Að vísu rís þetta og fellur með því hversu góð stemning (og mæting) er í salnum. Pálmi Gestsson á þessa sýningu skuld- laust enda fær hann langskemmtilegasta og bitastæðasta hlutverkið. Eins og kom þó fram að framan verður persóna hans þynnri eftir því sem verkinu vindur fram og verður fljótt að bakgrunnskarakter í eig- in sögu. Þröstur Leó er frábær sem fréttastjórinn Max Schumacher og á skotheldan sam- leik með Pálma og enn fremur Birgittu Birgis dóttur, sem upprennandi frama- kona af „sjónvarpskynslóðinni“, sem hand- ritið talar gjarnan niður til. Birgitta er bæði heillandi og fyndin og skrifast nokkrar af betri senum verksins á hana. Það vantar heldur ekki að innkoma Arnars Jónssonar er ómetanleg og bragðbætir hann seinni helming verksins umtalsvert þegar endur- tekningar í sögunni fara að sýna sig. Leikmynd Egils Eðvarðssonar er annars vegar stílhrein, dýnamísk og einföld. Þótt sagan gerist á vissri períódu er uppsetn- ingin nútímaleg og fangar hasar frétta- stöðvarinnar vel, á milli þess að sýna inn- ilokunina og tómleikann utan hennar. Hefði mannlegi þáttur verksins skilað sér með sambærilegum árangri hefðu Guðjón og félagar náð að sigla þessu beint í höfn. En „næstum því“ er ásættanlegt varaval þegar leikararnir fá að vera í svona fínum gír. n Bilun í beinni Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.