Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Qupperneq 29
PRESSAN 2910. janúar 2020
land varð til. Þá tilheyrði þorp-
ið Austurríki. Þá blossuðu fjöl-
skyldudeilur upp í tengslum
við bandalög tengd trú. Þær
enduðu með því að þorpshöfð-
ingjanum, sem hallaðist að kaþ-
ólskri trú, var rænt. Frændur
hans rændu honum og fluttu til
bæjarins Schaffhausen í Sviss,
sem var mótmælendatrúar, þar
sem hann var dæmdur í ævi-
langt fangelsi. Hann var þó lát-
inn laus eftir sex ár, eftir að Aust-
urríkismenn hótuðu að ráðast á
Schaffhausen.
Nokkrum áratugum síðar seldi
Austurríki eigur sína og jarðir í
Sviss til kantónunnar Zürich en
hélt þó Büsingen am Hochrhein
eftir. Íbúar bæjarins eru sagðir
hafa þverskallast við að ganga
Sviss á hönd og sagt að það myndu
þeir aldrei gera. Þegar hluti af aust-
urríska keisaradæminu lenti undir
þýskri stjórn á nítjándu öld fylgdi
Büsingen am Hochrhein með.
Svisslendingar reyndu að koma
skikki á þessi mál 1919 og blésu til
atkvæðagreiðslu meðal þorpsbúa
um hvort þeir vildu yfir gefa Þýska-
land og ganga Sviss á hönd. Um
96% þeirra samþykktu að segja
skilið við Þýskaland. En stjórnvöld
í Berlín höfðu engan áhuga á að
gefa þorpið upp á bátinn, kannski
sérstaklega vegna þess að Sviss
bauð ekkert í skiptum fyrir það.
Eins ótrúlegt og það virðist
þá hélt staða Büsingen am
Hochrhein sér óbreytt í gegnum
síðari heimsstyrjöldina. Þýskir
hermenn, sem voru frá þorpinu,
urðu að sýna skotvopn sín og taka
skotfæri úr þeim á landamærum
Þýskalands og Sviss og hylja ein-
kennisbúninginn áður en þeir
gátu haldið áfram för sinni þessa
700 metra heim. Að stríði loknu
var staða þorpsins öllu flóknari
en áður og ferðir á milli þess og
Þýskalands kröfðust þolinmæði
og mikillar pappírsvinnu. En 1967
komust Þýskaland og Sviss að
samkomulagi um að Büsingen am
Hochrhein skyldi tilheyra sviss-
nesku tollsvæði og þar með var
hægt að leggja landamæraeftirlit
og tolleftirlit við þorpið niður.
Stærsta vandamál samtímans
Í dag er stærsta vandamál íbú-
anna skattar, sem eru hærri í
Þýskalandi en Sviss, og framfær-
slukostnaður, sem er hærri í Sviss
en Þýskalandi. Íbúarnir eru flest-
ir með hærri laun en samland-
ar þeirra því þeir starfa í Sviss en
vegna þess að þeir greiða skatt til
Þýskalands eru ráðstöfunartekj-
ur þeirra minni en ráðstöfunar-
tekjur Svisslendinga. En það eru
líka kostir við að búa í þorpinu
því þar er leiguverð mun lægra
en í Sviss. Þorpið laðar einnig
að sér svissneska eftirlaunaþega
því samkvæmt þýskum lögum
fá eftirlaunaþegar góðan skatt-
afslátt. Þetta hefur þó þær nei-
kvæðu afleiðingar að meðalaldur
þorpsbúa fer hækkandi, því eldra
fólk flytur í þorpið en ungt fólk
flytur á brott. n
Þýskt yfirráða-
svæði, en umluk-
ið svissnesku
yfirráðasvæði.
Mikaelskirkjan frá 11. öld er vin-
sæll viðkomustaður í þorpinu.