Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Page 36
36 FÓKUS 10. janúar 2020 Rausað til skemmtunar með bitrum bótasvindlara n Indíana Jóns og gulu fordómarnir n Kvikmyndin Gullregn kætir en klúðrar lendingunni H efðir eru til þess að brjóta þær, eða í það minnsta endurskoða eftir gefinn tíma. Í Gullregni má finna fyrirmyndar dæmi um það hvernig hugsunar- háttur fólks getur daðrað við hættuleg mörk þegar erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja – og langvarandi afleiðingar þess þegar umræddur hundur hefur varpað sínum áhrifum yfir á einhvern annan. Gullregn segir frá Indíönu Jónsdóttur, öryrkja og bótasvindlara í Breiðholtinu, sem hefur ekki enn tekist að aðlagast samtímanum. Blokkin hennar er að fyllast af erlendum íbúum og þykir henni afleitt að þurfa að þola píanó tímana hjá „þeirri gulu“ á efri hæðinni. Þá kynnumst við einnig Unnari, syni Indíönu, sem hún hefur bæði of- verndað og rakkað niður alla hans ævi. Unnar er það eina sem er Indíönu kært í þessum heimi, auk gullregnsins sem hún gróðursetti fyrir mörgum árum. Því þarf ekki mikið til að setja veröld þessa Breiðhyltings á hliðina, en grunninn að því má rekja til þess þegar Unnar kynnir móður sína fyrir nýrri kærustu. Fréttunum tekur hún fagnandi í fyrstu en svo sýnir málfarið og hreimurinn að konan sé frá Pól- landi. Hvað gerir bitur Breiðhyltingur þá? Ég hef tekið eftir mynstri í ýmsum verkum Ragnars Bragasonar sem snýr að stormasömum tengslum for- eldra við börnin sín – sem yfirleitt jaðra við eitraða stjórn- semi. Við skulum því sem flest faðma hann við gott tæki- færi. Ragnar er þó sennilega á meðal lunknari kvikmynda- gerðarmönnum Íslands, sérstaklega þegar kemur að sög- um sem snúa að fjölskyldudrama, nánar til tekið stirðu og margbrotnu sambandi afkvæmis við foreldra, heml- un gamalla hefða og ekki síður hemlun foreldra sem leyfa uppkomnum börnum ekki að breiða vængi sína út til fulls. Þetta sást í tærri mynd í Vaktarseríunum, Bjarn- freðarson, Börnum, Foreldrum, Málmhaus, Föngum og blasir alveg við í Gullregni, þar sem eitruð móðir hefur reynt eftir fremsta megni að lita son sinn hjálparleysi, niðurrifi og eitruðu hegðunarmynstri. Mannúð og niðurrif Indíana er hin ógeðfelldasta persóna, en sorglega hvers- dagsleg og fyrir suma viðtengjanleg. Hún eyðir taum- lausri orku í að rífa niður son sinn, hugsa um eigin hag og vorkenna sjálfri sér hvað mest. Á blaði verður þó að segjast að þessi lykilpersóna er ekki upp á marga fiska og er þróun hennar ósköp fyrirsjáanleg, en Sigrún Edda Björnsdóttir gæðir hana heilmiklu lífi með takmarka- lausri sannfæringu. Hallgrímur Ólafsson er sömuleiðis tilþrifaríkur sem hjartahlýr en andlega týndur sonur hennar, sem minnir á tíðum óvenju mikið á Jörund Ragnarsson með töktum sínum. Þær Karolina Gruszka og Halldóra Geirharðsdóttir bera annars af í að innleiða hlýju, bjartsýni og mannúð í efnið sem liggur fyrir. Það hefur reyndar verið gegnumgangandi í öllum verk- um Ragnars að ríkjandi traust á milli hans og leikara hans skilar sér í afrakstrinum. Leikhópurinn eins og hann legg- ur sig er lukkulegur og erfitt að segja að nokkur slái feil- nótu, jafnvel þegar kemur að tilfellum þar sem samtöl verða óvenju stíf (dirfist maður að segja „leikhúsleg“?) og oft skrifuð eins og önnur hver setning hafi þurft að vera samþykkt af Árnastofnun. Þótt íslenskan sé vönduð og í fyrirrúmi í öllum orðaskiptum, verða sumar senur veikari fyrir það að sumar einræður virka of slípaðar, ónáttúrulega formlegar og æfðar. Auk þess notast sagan fullmikið við þá aðferð að stafa allt beint út frekar en að leyfa myndmáli eða smáatriðum að segja það sem þarf. Þetta snýr sérstaklega að tengslum Indíönu við móður hennar (sem leikin er af Margréti Helgu Jóhannsdóttur), þar sem allar tilfinningar hennar og tilheyrandi gremja hnoðast upp í einræðu sem er eitt þvingað upplýsingaflóð. Lendingin máttlaus Persónur myndarinnar eru flestar gallaðar og beiskar. Það er sérstök kúnst að segja sögu af hundleiðinlegu fólki þannig að hægt sé að gera hverjum prófíl áhugaverð skil, en meirihluti persónanna í Gullregni er hvorki nógu djúp- ur né bitastæður til að réttlæta skjátímann sem í þær fer. Unnar er sérstaklega gott dæmi; það er í grunninn auð- velt að fyllast samúð og vorkunn með honum en þegar handritið fer loksins að skoða hans gallaðri hliðar, sem eru sennilega langvarandi afleiðingar sambands hans við móður hans, er of lítið eftir af sögunni til að skoða þá marglaga hlið á honum sem hefði getað sett meira fútt í frásögnina. Unnar er harmi sleginn karakter á allan máta, en það er ekki fyrr en á lokametrunum sem áhorfandinn finnur fyrir því að hann er trúlega skemmdari en merkin hafa áður gefið til kynna. Því er synd að sjá hversu lítið er gert úr því athyglisverða sem í boði er með þennan mann. Endir- inn er sömuleiðis aumur, kraftlaus og algjörlega úti á túni. Stóra vending sögunnar undir lokin kemur meira út eins og redding í fljótfærni til að líma eitthvað aftast við frá- sögnina og vekja viðbrögð. Daníela, pólsk kærasta Unnars, er líka stórfínn karakter út af fyrir sig en virðist eingöngu vera þarna til að vera rödd skynseminnar og stafa út þemun (með bjöguðum hreimi sem því miður kallar á aðstoð íslensks texta), sem betur hefðu legið á milli línanna. Á annan veg er útlit myndarinnar í lagi (og hlandgul áferð myndatökunnar styrkir frekar en hitt) og fær Mugison prik fyrir líflega tónlist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Gullregn hið prýðilegasta dæmi um flotta leik- ara í essinu sínu þótt afþreyingargildið svífi mest á prýðis- húmor og fáeinum krassandi uppákomum. Myndin flæðir og talar til okkar flestra með skilaboðum sínum en inni- haldið ristir grunnt við nánari skoðun, ekki síst í ljósi til- finningasúpunnar sem hér á við. Fáir munu þó þverneita að þetta dýrindis raus í Sigrúnu Eddu og félögum feli ekki í sér hið saklausasta skemmtanagildi. Ragnar hefur aftur á móti tekið sterkari vaktir á sínum ferli. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Í stuttu máli: Vel leikin og kostuleg dramedía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.