Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 6
24. APRÍL 2020 DV A nna Aurora Waage Ósk­arsdóttir komst í frétt­irnar fyrr í mánuðinum eftir að hún var handtekin í Bolungarvík grunuð um að hafa villt á sér heimildir til að starfa réttindalaus sem sjúkraliði í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vest­ fjarða, auk þess sem hún var sökuð um lyfjastuld. DV hafa undanfarnar vikur borist hátt í hundrað ábendingar frá fólki sem segir Önnu Auroru hafa leikið tveim skjöldum, logið til um starfstitla eða menntun eða boðið fram sérfræðiþjón­ ustu á ýmsum sviðum, svosem lögmannsþjónustu og skatta­ ráðgjöf, án þess að hafa til­ skilin réttindi. Úr Mosfellsbænum Anna Aurora Waage Óskars­ dóttir er fædd 7. júlí 1983. Samkvæmt heimildum DV er fæðingarnafn hennar Anna Jóna Óskarsdóttir. Mun hún hafa notað fæðingarnafn sitt fram á unglingsaldur en síðan bætt við eftirnafninu Waage. Anna Aurora ólst upp í Mos­ fellsbæ og er yngst þriggja systkina. Samkvæmt heimildum DV gekk Anna Aurora í Varmár­ skóla í Mosfellsbæ. Að loknu grunnskólaprófi stundaði um tíma nám við Fjölbrautaskól­ ann í Ármúla og Borgarholts­ skóla en engar heimildir eru til staðar um að hún hafi lokið stúdentsprófi frá íslenskum eða erlendum skóla. Sambýlismaður Önnu er Hreinn Heiðar Oddsson, fædd­ ur 24. janúar 1974, og eiga þau fimm börn á aldrinum 8­15 ára. 2007-2010 Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum var einka hlutafélagið LF verk ehf. stofnað í júní 2007 og starfsemin flokkuð undir leigu atvinnuhúsnæðis. Í mars 2009 var fyrirsvarsmönnum fyrirtækisins, Önnu Auroru (þá Anna Jóna Óskarsdóttir) og Hreini Heiðari Oddssyni, stefnt fyrir dóm af tveimur verktökum sem störfuðu hjá fyrirtækinu árið 2007 og fram í ársbyrjun 2008. Kröfð­ ust þeir vangoldinna vinnu­ launa, sem dómurinn féllst á að hluta. Annar starfsmaðurinn staðfesti í samtali við DV að hann hefði á sínum tíma verið ráðinn í verktakavinnu fyrir fyrirtækið til að sinna framkvæmdum á Litlu Fells­ öxl í Hvalfjarðarsveit, þar sem reisa átti sumarbústaði. LF verk ehf. var úrskurðað gjaldþrota í janúar 2010. Sam­ kvæmt opinberum gögnum var Anna Jóna Óskarsdóttir skráður þinglýstur eigandi að Litlu Fellsöxl 4, ásamt Hreini Heiðari Oddssyni. Í mars 2011 var eignin auglýst á nauðung­ aruppboði. 2012 DV hefur heimildir fyrir að minnsta kosti tveimur kærum sem lagðar hafa verið fram á hendur Önnu Auroru vegna fjársvika. Sú fyrri var lögð fram árið 2013 en í samtali við DV bað kærandinn um nafnleynd. Hann segir Önnu Auroru hafa verið kallaða inn í skýrslutöku vegna málsins á sínum tíma. Engin ákæra hafi þó verið gefin út. „Í kringum 2012 kynnist ég henni einhvern veginn á netinu og hún þykist vera lögfræðingur. Ég átti í hálf­ gerðum útistöðum við lög­ fræðistofu sem mér fannst ekki standa sig gagnvart mér. Hún þóttist geta leyst öll mín vandamál og ég lagði ein­ hvern 40 þúsund plús inn á hana. Hún tók við persónuupp­ lýsingum frá mér og fleirum. Já, hún ætlaði að sækja eitt­ hvert skjal sem kostaði 25.000 minnir mig. Svo þegar ég fór að ýta á hana þá þóttist hún vera upptekin við önnur mál,“ segir kærandinn sem á þessum tíma bjó í sama bæjar­ félagi og Anna Aurora. „Eftir að ég kærði og gekk á hana fluttu þau héðan. Ég var í rauninni í afneitun. Því ég beit á agnið, lét hana hafa pening og persónulegar upplýsingar. Ég vildi ekki trúa því að þetta væru tómar blekkingar. Þetta eru vondar minningar að rifja upp.“ Þess ber að geta að í tölvu­ póstsamskiptum Önnu Auroru og kærandans frá þessum tíma, sem DV hefur afrit af, titlar Anna Aurora sig sem „hdl og löggildan verðbréfa­ sala“. Þá titlar hún sig einn­ ig sem stjórnarmann í stjórn Samherja á Íslandi og Sam­ skipta ltd. 2013 Árið 2013 var Anna Aurora búsett í Mosfellsbæ. DV og fleiri fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að árið 2013 hefði hún sótt um fjárhagsað­ stoð úr neyðarsjóði Lágafells­ kirkju í Mosfellsbæ en á þeim tíma þjónaði Skírnir Garðars­ son þar sem prestur. Skírnir grunaði hana um græsku og spurðist fyrir um gögn þau er hún lagði fram til stuðnings umsókninni. Í kjölfarið kærði Anna Aurora Skírni fyrir persónuverndarbrot vegna þessarar eftirgrennslanar og leiddi það til þess að honum var sagt upp störfum. Í febrúar 2013 var Anna Aur ora, þá Anna J. Waage, kjörin formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leik­ skólabarna í Reykjavík. Á heimasíðu samtakanna kom fram að hlutverk þeirra væri að „standa vörð um hags­ muni og velferð leikskóla­ barna á leikskólum Reykja­ víkurborgar“. Í tengslum við það sat Anna meðal annars fundi í skóla­ og frístundaráði Reykjavíkurborgar. Samtökin voru lögð niður í ágúst sama ár. Í samtali við RÚV á sínum HVER ER ANNA AURORA WAAGE? Anna Aurora var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sinna starfi bakvarðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. MYND/ANTON Hér gefur að líta hluta af ferli Önnu Auroru í gegnum árin. Þess ber að geta að stuðst er við opinber gögn og staðfestar heimildir. Framhald á síðu 8 ➤ Ritstjórn dv@dv.is 6 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.