Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 16
6
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Alb ert Gnðmnndsson
Frægasti knattspyrnnmaðnr Islands
Efnilegur íþróttamaður.
Þegar á barnaskólaárum Alberts
iruðmundssonar, kom það í lj;\'\ að
iíonum voru meðfæddir frábærir eig-
inleikar til iðkunnar hverskonar í-
þrótta, Var því nær sama hvað hann
lagði fyrir sig, allsstaðar komu liinir
einstöku hæfileikar skýlaust fram. ■—
„Það var engu líkara, en að hann hefði
ekkert fyrir hinum erfiðustu viðfangs-
efnum, hinna ýmsu íþrótta.“ Leik-
bræður hans sem og aðrir, er honum
voru kunnugir, voru þvi nær allir
sammála um það, að ef Albert veldi
einhverja vissa íþróttagrein, sem liann
svo helgaði krafta sina, — þá liði
eigi á löngu, þar til hann yrði sér-
stakur í sinni röð.
Fimleikar urðu Albert kærir.
,Á þjessum árum varð' Albert svo
heppinn að njóta kennslu hins ágæta
og stranga fimleikakennara Vignis
Andréssonar. Og einmitt á þeim tima
stofnaði Vignir, drengja fimleikaflokk,
og varð Albert einn meðal hinna út-
völdu meðlima flokksins. Albert fylgdi
svo flokknum sem sagt sleitulaust,
fram til hinna síðari ára, og var meira
að segja virkur meðlimur í honum,
þótt flokkurinn gengi í K. R. En sem
kunnugt er, er uppruna hins nafn-
togaða fimleikaflokks K. R. að finna
í framangreindum drengja úrvalsflokk
Vignis Andréssonar.
Er ekki nokkur vafi á þvi að á-
rangur sá, er Albert náði i fimleika-
flokki Vignis Andréssonar á mikil-
vægan þátt i gengi Alherts á knatt-
spyrnuvellinum.
Alli í Val.
Það fór þó svo, að knattspyrnan,
iþrótt sú, er eigi enn hefir verið tekin
upp meðal skólaíþrótta, þótt dáð sé
af meginþorra landsmanna, jafnt ung-
um sem gömlum, varð sú iþróttagrein,
er Albert fékk mestar mætur á.
Eftir Á. Á.
Þaö eru eigi nema rösk Jtrjú ár síðan
Albert byrjaði aö leika knattspyrnu er-
lendis, en þó er hann í dag í hópi hinna
frœgustu núlifandi fslcndinga. Hann er
elskaður og dáöur af milljónum manna
í MiÖ-Evrópu, og af mörgum tekinn í
dýrlingatölu. Hér verður í stórum drátt-
um fylgt knattspyrnuferli Alberts, sem
er ein óslitin frœgöarbraut.
Albert valdi knattspyrnufélagið Val,
og byrjaði þegar á 4. fl. aldri að leika
með því félagi, og lék síðan með Val
allt til þess er hann fór utan og gerði
knattspyrnuna að atvinnugrein sinni.
Murdo og AIli.
Sumrin 1937 og 1939 starfaði skozk-
ur maður, að nafni Murdo McDougall,
sem knattspyrnuþjálfari hjá Val. Mur-
do, sem þá var mjög frægur knatt-
spyrnumaðiir, og leikið hafði við hinn
bezta orðstír, ineð hinu fræga skozka
atvinnuliði Glansgow Rangers, sýndi
strax i starfi sínu að knattspyrnan var
hans „annað líf“, og lagði liann frá
byrjun sérstaka áherzlu á að innræta
hið rétta eðli knattspyrnunnar, hjá
hinum yngri meðlimum félagsins. Al-
bert Guðmundsson varð einn þeirra
drengja, sem Murdo McDougall lagði
mikla rækt við og urðu þeir þegar mjög
samrýmdir
Albert eigi sterkur fyrir liðið í heild:
Albert Guðmundsson byrjaði eins og
áður er sagt að leika, með félagi sínu
„Val“, er hann var í 4. aldursflokki.
Síðan eftir því, sem árin liðu lék Al-
bert í 3., 2. og 1. flokki, þar til að lokum
að hann varð fastur meistaraflokks-
maður. Mörg þessara ára lék Albert
með tveimur og þremur aldursflokk-
um yfir sumartímann
Þótt Albert hafi, eftir þvi sem árin
liðu, betur og betur sýnt það í leik sín-
um, að hann liafði yfir að ráða hinum
beztu eiginleikum, sem einn knatt-
spyrnumaður getur haft, er það þó langt
frá því að vera rétt hermt, ef sagt yrði,
að hann hafi ávallt verið talinn bera
höfuð og herðar yfir meðleiksmenn
sína. — Sannleikurinn er sá að Alli var
alla tíð mjög umdeildur knattspyrnu-
maður, og ekki hvað sizt af mörgum
ineðleiksmönnum sínum. Aðalgalli Al-
berts var talinn vera sá að hann sýndi
of mikinn „egoisma" í leik sínum, sem