Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 22

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Síða 22
Fögur og helllandi og setur markið hátt Hér segir frá Colotte Besson, frönsku stúlkunni, sem varð Olympíumeistari í 400 metra hlaupi og setti heimsmet á Evrópumeistaramótinu í Aþenu. Áhorfendur á Evrópumeistaramótinu í Aþenu trúðu varla sínum eigin augum, þegar frönsku stúlkurnar Colette Besson og Nicle Duclos geystust áfram í úrslitum 400 metra hlaupsins með svo miklum hraða, að aðrir keppendur virtust ekki þátttakendur í hlaupinu, svo langt voru þeir á eftir. Hraðar, hraðar og áhorfend- ur tóku þátt í hlaupinu með hvatningarhrópum. Og þegar þær stöll- ur slitu marksnúruna, hnífjafnar, duldist engum, að nýtt heims- met hafði séð dagsins ljós. Enda varð raunin sú. Báðar hlutu tím- ann 51,7 sekúndur, en fyrra metið átti Sim Kin Dan frá Norður- Kóreu, 51,9 sekúndur, sett 1962. Kvikmynd varð að skera úr um, hvor hlyti gullverðlaun og var Duclos dæmdur sigurinn, en Besson, Olympíumeistarinn frá Mexico-leikunum varð að láta sér nægja silfurverðlaun. Auðvitað hefði Besson fremur kosið að hljóta gull- ið, en þessi geðþekka, dökkleita stúlka, sem við ætlum að kynna í þessu blaði, lét eins og ekkert væri. Hún setti jú heimsmet — og Frakkland hlaut tvöfaldan sigur — og það, sem er þýðingar- mest, þetta frábæra hlaup er ekkert lokatakmark fyrir Colette Besson, aðeins áfangi á lengri leið. Óvenju fagurt andiit, umluk- ið dökku, síðu hári, stór, fjörleg dökk augu og vöxtur eins og á sýningarstúlku. Þannig lítur Col- ette Besson ut og þar til í októ- ber 1968 er óhætt að segja, að hún hafi frekar vakið athygli áhorfenda og fréttamanna fyrir útlit sitt, en árangur á hlaupa- brautinni. í fyrstu var ekki talið, að Col- ette mundi endast til að hlaupa lengi. Allir voru vissir um, að svona falleg stúlka hlyti að eiga sér önnur áhugamál en frjáls- íþróttir. En vikurnar liðu og Col- ette hélt fast við ásetning sinn, að teljast á heimsmælikvarða, hvað hún sannarlega sýndi í Mexico og síðar á Evrópumeist- aramótinu í Aþenu. Þegar hún varð Frakklands- meistari í fyrsta sinn í júlí 1968, er hún sigraði harðan keppinaut sinn, Monique Noirot, var það aðeins kallað tilviljun, og þegar Colette sigraði í annað sinn, var talið að Noirot væri að fara aft- ur. En það var mesti misskiln- ingur. Colette hafði sett sér tak- mark, sem hún var að nálgast, hægt, en örugglega. Hinn ítarlegi undirbúningur Colette undir Mexico-leikana, 46 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.