Íþróttablaðið - 01.12.1969, Síða 5

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Síða 5
„Pósthólf Iþróttablaðsins. Okkur langar til að skrifa íþróttablaðinu með von um, að það gefi okkur greið svör. Við erum nokkrir 13 ára piltar, sem spilum knattspyrnu með einu Reykjavíkurfélaganna í 4. fl., og erum mjög óánægðir með það, hve forustumenn knatt- spyrnumálanna sinna yngri flokkunum lítið. Ef við vinn- um mót, t. d. Reykjavíkur- eða haustmót fáum við ekki afhenta bikara strax eftir mótið eins og gert er í meistaraflokki. Við fáum yfirleitt mjög lélega dóm- ara á leikina, sem sumir hverj- ir kunna miklu minna en við í reglunum. Svo er sárasjaldan minnzt á það í blöðunum hvern- ig leikirnir í yngri flokkunum enda. Þetta er ekki til að örfa áhug- ann hjá yngri flokkunum. Hinir eldri eru alltaf að heimta meiri og betri árangur, en skipta sér ekkert af yngri flokkunum. Úr því að þeir sýna þessum mál- um ekki meiri skilning er ekki von til þess, að vel gangi. Svo skorum við á íþróttafréttaritara „ískomfrð 5K05ÖLUHNI Ldcgdveoi! að skýra alltaf frá úrslitum í yngri flokkunum. Virðingarfyllst Helgi Pétursson“ Svar: Það er hverju orði sannara, að yngri flokkunum er ekki sýnd sú ræktarsemi sem skyldi. Það virðist t. d. ekkert vera því til fyrirstöðu, að þið fáið afhent sigurlaun strax að keþpni lok- inni. Er þeirri beiðni hér með komið á framfæri. Varðandi skrif dagblaðanna um úrslit í yngri aldursflokk- unum er það að segja, að mjög erfitt og tafsamt er að afla sér upplýsinga um úrslitin. Sum blöð hafa reynt að gera þetta, en gefizt fljótlega upp. Hins vegar hafa blöðin það fyrir venju að birta myndir af sigur- vegurum yngri flokkanna og skýra um leið frá úrslitum í við- komandi móti. Er það ágætur siður, sem ekki má leggjast nið- ur. Ung handknattleiksáhuga- stúlka hefur skrifað blaðinu og beðið um upplýsingar um Norð- urlandamót kvenna í handknatt- leik, sem haldið var á íslandi. Hún spyr í fyrsta lagi hvenær mótið hafi verið haldið. í öðru lagi um úrslit leikja. Og í þriðja lagi hver hafi verið fyrirliði ís- lenzka liðsins. Svar: Mótið var haldið dagana 26.- 30. júní 1964 á Laugardalsvell- inum. Því miður höfum við ekki við hendina úrslit í öllum leikjum mótsins, en úrslit í leikjum íslenzka liðsins urðu þessi: ísland — Svíþjóð 5 : 4 Island — Finnland 14 : 5 ísland — Danmörk 8 : 8 ísland — Noregur 9 : 7 Fyrirliði íslenzka liðsins var Sigríður Sigurðardóttir, hin góð- kunna handknattleikskona úr Val, sem enn leikur handknatt- leik við góðan orðstír. H.S. skrifar blaðinu bréf, sem við birtum örlítið stytt: „Ég hef lengi verið áskrifandi að íþróttablaðinu. Ég er ánægð- ur með þær breytingar, sem gerðar hafa verið á því og finnst betur hæfa að birta viðtöl og greinar en skýrslur, þar sem þurrar tölur eru alls ráðandi. En vel að merkja! Hvernig stendur á því, að við áskrifend- urnir fáum blaðið seinna í hend- ur en þeir, sem kaupa það 1 lausasölu? Ég gat keypt síðasta blað í lausasölu löngu áður en mér barst það sem áskrifanda. Er ekki hægt að kippa þessu í lag? H.S.“ Svar: Það voru mistök af okkar hálfu, að blaðið skyldi fara í lausasölu, áður en það var sent til áskrifenda. Mun séð til þess, að slíkt endurtaki sig ekki. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 61

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.