Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 13
skautaíþrótta minni en áætlað var. Veður mun ráða þar um æf- ingar, einnig um keppni á sjálfri hátíðinni. Þá er einnig útilok- að að hægt sé að koma upp sýningum og öðrum atriðum með þátttöku útlendinga í skautaíþróttum. Bæjaryfirvöld hafa samþykkt eftir tillögu íþróttaráðs Akur- eyrar að fram fari endurbætur á akveginum upp í Hlíðarfjall og mun það verða mjög til bóta og koma að góðum notum um vetrariþróttahátíðina. Af ofangreindum ástæðum hefur undirbúningur hátíðarinn- ar tafizt ver'ulega, en nefndin vonar að hér eftir gangi undir- búningur samkvæmt áætlun miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Nú eru 30—40 manns í starfi og verður reynt að hafa Vetrar- íþróttahátíð Í.S.Í. sem f jölbreytt- asta. Á sjálfri hátíðina má bú- ast við, að 150 manns verði við störf. Setning hátíðarinnar mun fara fram 28. febrúar á íþróttaleik- vangi bæjarins og er þess vænzt að allir keppendur og hátíðar- gestir verði þá komnir til Akur- eyrar. Verður vandað til setn- ingarhátíðarinnar svo sem unnt er m. a. mun íþróttafólk, gestir Jens Sumarliðason, form. undirbúningsnefndar, fyrir framan „Strýtu“, en það er lítil bygging í Hlíðarf jalli, sem notuð verður fyrir starfsfólk skíðamótsins. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 69

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.