Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 66

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 66
NBA leikurinn Umsjón: Jóhann Ingi Árnason VALGEIR FER TIL NEW YORK Þráttfyrirað enn hafi veriðein um- ferð óspiluð þegar íþróttablaðið fór í prentun er það Ijóst að 16 ára strákur úr Kópavogi, Valgeir Viðarsson, stendur uppi sem sigurvegari og vinnur hann ferð fyrir tvo til New York. Hann fylgist vel með NBA og uppáhaldsliðið hanserSeattleSuper- sonics. Lið Valgeirs hafði nokkrayfir- burði undir lokin en átti hann von á þvf að hann myndi vinna? „Þegar fyrstu tölurnar voru birtar var ég ánægður með að vera í sjöunda sæti, en þegar ég færðist svo nær toppnum var ég frekar bjartsýnn. Undir lokin meiddist hins vegar einn leikmaður minn, Jim Jackson, og þá bjóst ég við að einhver myndi ná mér." - Hvaða lið myndi þig langa að sjá leika gegn New York? „Þar sem Seattle Supersonics eru í vestur-deildinni eru líkurnar á því að þeir leiki gegn New York í úrslitum mjög litlar. Úr austur-deildinni væri skemmtilegast að sjá annað hvort Indiana eða Chicago Bulls." - Hefur þú farið á NBA leik? „Nei ég hef aldrei farið og það er viss spenningur að komast þangað, svo það skiptir kannski ekki öllu hvaða lið verða að spila." - Hverjum spáir þú meistaratitlin- um í ár? „Ég verð að standa með mínum mönnum og segja Seattle Superson- ics en ég held að önnur lið eigi meiri möguleika." - Nú er ferðin fyrir tvo, hverjum á að bjóða með? „Egsendi nú inn þátttökuseðilinn á nafni pabba sem er áskrifandi að íþróttablaðinu. Hann fær þá líklega verðlaunin og við förum svo saman út." 20 STIGAHÆSTU 1. Valgeir Viðarsson 25252 . 2. Atli Sv. Þórarinsson 24410 3. Þorsteinn Gíslason : : 24390 4. Hlynur L.:Leifsson 24280 5. Magnús Hreggviðsson 24270 6. Elvar Oskarsson 24224 7. Magnús MLAuðunsson 23964 8. Péturjóhsson 23879 9. Markús Másson 23869 10. Rúnar Þór BjarnáSpri 23855 11. Agnar Qrn Arason 23789 12. Jón B. Haraldsson 23779 13. Kristín M. AxeisdóUir 23751 14. Þórólfur Sigúrðsson 23717;: 15. Bergsyginn Magnús. 23660 16. Halldór Jóhannsson 23454 17. Sköfri Gfslason 23323 ' 18. Einar Þ: Éyjóífsson 23294 19. Hjálmar Arnason 23290 20. Pétur F. Gísíásön 23275 SIGURLIÐ VALGEIRS Valgeir Viðarsson valdi eftirtalda leikmenn í sitt lið: Miðherji: Shaquille O'Neal Framherji: Karl Malone Framherji: Jamhal Mashburn Leikstjórn: John Stockton Bakvörður: Mitch Richmond Varamenn: Vin Baker, Horace Grant, Detlef Schrempf, Gary Payton og Jim Jackson

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.