Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 60
Patrekur Jóhannesson, leikmaður KA, skorar með skemmtilegum „break-
dans" sporum í bikarúrslitaleiknum gegn Val.
spaug!
Velgengni KA í handboltanum í
vetur hefur verið dyggustu stuðn-
ingsmönnum liðsins æði kostnaðar-
söm en þeir hafa ekki látið það á sig
fá. KA lék 7 leiki á útivöllum í úrslita-
keppninni, gegn Víkingi, Stjörnunni
og Val og ætla má að flug frá Akur-
eyri ásamt aðgöngumiðum hafi kost-
að um 50.000 krónur. Þá er ekki
meðtalinn hugsanlegur kostnaður
vegna leigubíla, fæðis, vinnutaps og
fleira. Gróft reiknað nemur heildar-
kostnaður þeirra, sem sóttu alla leik-
ina, um 70.000 krónur.
KRISTJÁN SKARPHÉÐINSSON,
annar eiganda Amaro á Akureyri, var
einn af dyggustu stuðningsmönnum
KA íveturen hann hófekki aðfylgjast
með handbolta af neinu viti fyrren 10
ára gömul dóttir hans byrjaði að æfa
með KA í nóvember 1993. „Ég hef
fylgst með fótboltanum undanfarin ár
en aðeins séð handbolta í sjónvarp-
inu. Dóttir mín vildi endilega að ég
kíkti á leiki með sér í vetur og í kjölfar
byrjaði þessi skemmtilegi „sjúkdóm-
ur". Veturinn er búinn að vera ein
skemmtun frá upphafi til enda að
menn muna vart annað eins. En bar-
áttan hefur kostað hæsi, svita, tár og
æðislega spennu."
Kristján gat ekki séð alla útileiki
KA í úrslitakeppninni en þegar bikar-
Kristján Skarphéðinsson hefur ekki
látið sitt eftir liggja hvað varðar
stuðning við KA.
úrslitaleikurinn gegn Val fór fram var
hann staddur í Bretlandi. „Ég hringdi
heim annað slagið á meðan á leikn-
um stóð til að hlera stöðuna en þegar
framlengingin hófst sá ég mér ekki
annað fært en að hlusta á lýsinguna í
símanum. Ég sat því einsamall og
kófsveittur uppi á hótelherbergi og
skemmti mér konunglega."
Kristján lét ekki sitt eftir liggja í
stuðningi við félagið því hann
„keypti" 19 manna rellu fyrir stuðn-
ingsmenn KA liðsins þegarein barátt-
f'kur^- |#y
an fór fram fyrir sunnan. „Nei, það er
ekki uppgefið hvað þetta kostaði,"
segir kappinn. „Það var þess virði."
„Jú, ég kalla mikið í leikjum en það
heyrist lítið í mér. Ég er ekki eins og
Þorsteinn Már Baldvinsson einn af
eigendum Samherja. Mér er sagt að
það þurfi 3-4 menn í kringum hann
þegar hann verður hvað æstastur."
En hvert ætli eftirminnilegasta
— Velgengni KA í hand-
boltanum kostaði
dyggustu stuðningsmenn
liðsins um 70.000. —
Rætt við KRISTJÁN SKAR-
PHÉÐINSSON, eldheitan
KA mann
Texti: Þorgrímur Þráinsson
augnablik vetrarins hafi verið. „Þegar
Valurjafnaði í síðasta leiknum þegar
rúm sekúnda var til leiksloka. Við í
stuðningsmannaliðinu vorum reynd-
ar búin að ákveða að standa upp og
klappa fyrir leikmönnum beggja liða,
burtséð frá því hvort liðið yrði ís-
landsmeistari. Við erum afskaplega
sátt við árangur KA í vetur og ég er
ekki frá því að maður sé stundum
þreyttari en leikmenn að leik lokn-
um. Það var mjög gaman að upplifa
það hvernig þjóðin fylgdist með
leikjunum og þeir sem voru ekki
rauðklæddir héldu með KA. Vegna
starfsins átti ég samtöl við fólk víða
um land og allir minntust á viður-
eignirnar og hversu skemmtilegt
þetta væri.
Maður er strax farinn að hlakka til
næsta tímabils en þá ætlum við að
geraenn betur. Mérsýnistalltstefna í
að það þurfi eina til tvær breiðþotur
undir stuðningsmenn KA þegar liðið
tekur þátt í Evrópukeppninni næst-
komandi haust. Við höfum þegar rætt
við Akureyringinn Arngrím Jóhanns-
son eiganda Atlanta, og hann hefur
tekið því vel enda verður pílagríma-
fluginu lokið um það leyti."
60