Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 44
Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri HM '95. 6.700 iðkendur á Islandi — 3.000.000 í Þýskalandi! Samt eigum við að vinna! ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóra HM '95, að máli þegar 45 dagar voru í fyrsta leik heimsmeistaramótsins og innti hann eftir því hvernig málum væri háttað á þeim tímapunkti. Texti: Þorgrímur Þráinsson „Það koma upp ný vandamál á hverjum degi en þau leysast vitan- lega alltaf. Það sem er hvað erfiðast um þessar mundir er miðaeftirlitið út af nýja leikjafyrirkomulaginu. Við þurfum að taka frá fjölda miða á alla leiki eftir riðlakeppnina fyrir útlend- inga því við vitum ekki hvar og við hverja liðin leika fyrr en úrslitin í riðlunum liggja Ijós fyrir. Við þurf- um að eiga laus sæti fyrir þá útlend- inga sem hafa keypt sér miða á alla leiki síns landsliðs, burtséð frá því gegn hverjum þeir leika. Þetta fyrir- komulag getur valdið því að seldir verði of margir miðar á suma leiki en við ætlum okkur að koma í veg fyrir það. Móttaka þátttökuþjóðanna, skipu- lag leikja, æfingaáætlanir, lyfjaeftir- lit, öryggismál, sjónvarpsútsendingar til 28 landa, blaðaútgáfa meðan á mótinu stendur og annað sem lýtur að keppninni er að mestu klappað og klárt. Það sem ég er hvað ánægðastur með ertöluvinnslan meðan á keppn- inni stendur, bæði í sjónvarpi og fyrir fréttamennina sem verða mörg hundruð á þessu móti. Það er Hewlett Packard á íslandi sem sér um þennan þátt og ég spái því að hún eigi eftir að vekja heimsathygli." — Hvað hefur komið þér mest á óvart í undirbúningnum? „í hreinum barnaskap datt mér ekki í hug að Laugardalshöllin væri ekki boðleg fyrir svona stórmót. Gögnin, sem ísland sendi inn þegar sótt var um, voru fullnægjandi tækni- lega séð en það hefði verið útilokað að halda mótið með sóma í Laugar- dalshölIinni óbreyttri. Slíkt hefði ein- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.