Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3
Ritstióraspial 1 Þegar mest á reynir er ávallt hægt að treysta á stuðning íslendinga og þess vegna leikur enginn vafi á því að hjörtu landsmanna munu slá sem eitt þegar Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst á íslandi 7. maí næstkomandi. Þetta verður mesti íþróttaviðburður íslandssögunnar og af þeim sökum munu allra augu beinast að þeim leikmönnum sem hafa verið valdir til að halda merki íslands sem hæst á lofti. Landsliðsþjálfarinn og ýmsir aðstandendur liðsins hafa látið hafa það eftir sér að hafni ísland í einu af sjö efstu sætunum sé markmiðinu náð. Markmið þeirra er því að tryggja íslandi þátttökurétt á Ólympíuleikun- um í Atlanta á næsta ári. Náist þetta markmið mun landsliðið væntan- lega leika um 45 landsleiki á næstu leiktíð því næg verkefni eru framund- an. í raun má segja að gríðarlega mikið sé í húfi fyrir íslenskan hand- knattleik í Heimsmeistarakeppninni því ef ísland hafnar ekki meðal sjö efstu þjóða verður næsta stórmót væntanlega ekki fyrr en eftir fjögur ár. Að sama skapi getur það varla talist fýsilegur kostur að taka við starfi landsliðsþjálfara þegar fá spennandi verkefni eru framundan. Það hang- ir því margt á spýtunni varðandi frammistöðu landsliðsins en hið nýja fyrirkomulag keppninnar getur gert mörgum þjóðum skráveifu. Um útsláttarfyrirkomulag verður að ræða frá og með 16 liða úrslitum og fá liðin ekki annað tækifæri eigi þau einn slakan leik. Það eru viss hyggindi í því að setja markið á eitt af sjö efstu sætunum en það fer enginn að segja mér að landsliðsþjálfarinn verði fyllilega sáttur við sjöunda sætið. Fyrir það fyrsta varð Island í 4. sæti á síðustu Ólympíuleikum, núna leikur landsliðið á heimavelli og mun væntanlega fá byr undir báða vængi með dyggum stuðningi áhorfenda og síðast en ekki síst hefur landsliðshópurinn sjaldan eða aldrei verið eins öflugur. Vissulega eiga nokkrir leikmenn við meiðsli að stríða en þeir munu án efa harka af sér þegar út í alvöruna er komið. Ekki má gleyma því að margar þjóðir hafa átt erfitt uppdráttar í handboltanum síðastliðin ár og ættum við að nýta okkur það til hins ýtrasta. Að mínu viti verður erfitt að sætta sig við það ef ísland leikur ekki um verðlaunasæti á Heimsmeistaramótinu. Það er raunhæft markmið og menn eiga ekkert að fara í felur með það þótt það sé gott að negla ákveðinn varnagla með því að setja sér lægra markmið. ísland mun blómstra á margvíslegan hátt meðan á Heimsmeistara- keppninni stendur og hvet ég landsmenn til að sameinast um að leggja landsliðinu, og okkur öllum lið, með því að mæta á leiki og láta vel í sér heyra. Áfram ísland! Þorgrímur Þráinsson ritstjóri Hafsteinn Viðar auglýsingastjóri 1. tbl. 1995 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 678938 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson og Kristján Einarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 875380. Fax 879982 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.293,00 (1/2 ár) ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 1.437,00. Hvert eintak í áskrift kr. 431,00 ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 479,00. Hvert eintak í lausasölu kr. 599,00. Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. - Edda prentstofa hf. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.