Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 44

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 44
Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri HM '95. 6.700 iðkendur á Islandi — 3.000.000 í Þýskalandi! Samt eigum við að vinna! ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóra HM '95, að máli þegar 45 dagar voru í fyrsta leik heimsmeistaramótsins og innti hann eftir því hvernig málum væri háttað á þeim tímapunkti. Texti: Þorgrímur Þráinsson „Það koma upp ný vandamál á hverjum degi en þau leysast vitan- lega alltaf. Það sem er hvað erfiðast um þessar mundir er miðaeftirlitið út af nýja leikjafyrirkomulaginu. Við þurfum að taka frá fjölda miða á alla leiki eftir riðlakeppnina fyrir útlend- inga því við vitum ekki hvar og við hverja liðin leika fyrr en úrslitin í riðlunum liggja Ijós fyrir. Við þurf- um að eiga laus sæti fyrir þá útlend- inga sem hafa keypt sér miða á alla leiki síns landsliðs, burtséð frá því gegn hverjum þeir leika. Þetta fyrir- komulag getur valdið því að seldir verði of margir miðar á suma leiki en við ætlum okkur að koma í veg fyrir það. Móttaka þátttökuþjóðanna, skipu- lag leikja, æfingaáætlanir, lyfjaeftir- lit, öryggismál, sjónvarpsútsendingar til 28 landa, blaðaútgáfa meðan á mótinu stendur og annað sem lýtur að keppninni er að mestu klappað og klárt. Það sem ég er hvað ánægðastur með ertöluvinnslan meðan á keppn- inni stendur, bæði í sjónvarpi og fyrir fréttamennina sem verða mörg hundruð á þessu móti. Það er Hewlett Packard á íslandi sem sér um þennan þátt og ég spái því að hún eigi eftir að vekja heimsathygli." — Hvað hefur komið þér mest á óvart í undirbúningnum? „í hreinum barnaskap datt mér ekki í hug að Laugardalshöllin væri ekki boðleg fyrir svona stórmót. Gögnin, sem ísland sendi inn þegar sótt var um, voru fullnægjandi tækni- lega séð en það hefði verið útilokað að halda mótið með sóma í Laugar- dalshölIinni óbreyttri. Slíkt hefði ein- 44

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.