Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.07.2020, Qupperneq 6
Lagt er til að sérstakt ákvæði um vantraust á ráðherra verði sett í stjórn- arskrá STJÓRNMÁL Kjörtímabil forseta Íslands verður lengt í sex ár en hámark sett á samfellda setu á for­ setastóli, samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á stjórnar­ skrá sem forsætisráðuneytið birti í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Frum­ varpið er samið af Skúla Magnús­ syni, héraðsdómara og dósent, í samráði við formenn stjórnmála­ flokkanna. Frestur til að senda umsagnir um málið rennur út um miðjan júlí. Í frumvarpsdrögunum er miðað við að forseti geti aðeins setið sam­ fellt tvö kjörtímabil á Bessastöðum, eða í alls tólf ár, miðað við sex ára kjörtímabil. Lagt er til að forsetaefni þurfi að hafa meðmæli að lágmarki 2,5 pró­ senta kosningabærra manna en miðað við fjölda á kjörskrá fyrir nýafstaðnar kosningar þyrfti for­ setaefni meðmæli frá um 6.300 einstaklingum til að geta boðið sig fram. Töluverðar breytingar eru einnig lagðar til á ákvæðum um hlutverk forseta, að mestu leyti til samræmis við ríkjandi framkvæmd. Til að mynda verði formleg heimild forseta til að fella niður saksókn felld brott og hlutverk forseta við stjórnar­ myndun skýrt og fært nær ríkjandi framkvæmd eins og það er orðað í frumvarpinu. Lagt er til að Alþingi fái aukið forræði á starfi sínu og hlut­ verk forseta við setningu Alþingis og frestun á fundum þess verði tak­ markað. Þá er lagt til að Alþingi geti fellt úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar til að afstýra þjóðaratkvæðagreiðslu. Að lokum er lagt til að forseti verði ekki lengur ábyrgðarlaus af stjórn­ arathöfnum, nema þeim sem hann framkvæmir að tillögu ráðherra og ráðherra ber ábyrgð á. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á ákvæðum um ráð­ herra og ríkisstjórn. Ákvæðum um ráðherraábyrgð er breytt og kveðið á um að Alþingi geti falið ríkissak­ sóknara að fara með ákæruvald í stað þess að Alþingi sjálft gefi út ákæru. Lagt er til að ekki verði leng­ ur fjallað um Landsdóm í stjórnar­ skrá heldur verði fjallað um með­ ferð mála um ráðherraábyrgð í almennum lögum. Í tilkynningu sem fylgir málinu í samráðsgátt­ inni kemur fram að unnið sé að endurskoðun laga um ráðherra­ ábyrgð og Landsdóm og ráðgert sé að kynna afrakstur þeirrar endur­ skoðunar í haust. Forystuhlutverk forsætisráð­ herra er sérstaklega orðað í frum­ varpsdrögunum og ákvæði um ríkisstjórnarfundi gerð ítarlegri. Í gildandi stjórnarskrá er forsætis­ ráðherra ekki getið að öðru leyti en því að hann stýri ráðherrafundum. Að lokum er í frumvarpsdrögun­ um mælt fyrir um vantraust á ráð­ herra og ríkisstjórn og áhrif þess en gildandi stjórnarskrá hefur ekki að geyma ákvæði þar að lútandi. Lagt er til að Alþingi geti lýst vantrausti á tiltekinn ráðherra og beri honum að láta af embætti strax í kjölfarið. Samþykki Alþingi hins vegar að lýsa vantrausti á forsætisráðherra ber honum að biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina en sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Formenn flokkanna hafa fundað reglulega á kjörtímabilinu undir forystu forsætisráðherra um breyt­ ingar á stjórnarskrá. Þegar hafa verið birt drög að frumvörpum um íslenska tungu, umhverfi og auð­ lindir. adalheidur@frettabladid.is Forseti fái aðeins tvö tímabil Forsætisráðuneytið birti drög að breytingum á stjórnarskrá í samráðsgátt í gær. Lagt til að kjörtímabil forseta verði sex ár og hann verði aðeins einu sinni í endurkjöri. Fjölga á meðmælendum frambjóðenda. Horft var til niðurstöðu rökræðukönnunar sem efnt var til í nóvember síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ALÞINGI „Það eru ekki liðnir sex tímar frá því að hann samþykkti málið, þegar hann segir þetta. Hann tjáði sig ekki um málið þegar það var tekið fyrir, heldur bara einfaldlega samþykkti það,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars­ dóttir, þingmaður Viðreisnar, um orð sem Bjarni Benediktsson fjár­ málaráðherra lét falla í gær, um að fjármagn hafi ekki fylgt nýju frumvarpi um gjaldfrjálsa sál­ fræðiþjónustu. Bjarni sagði að einungis fyrri hluti málsins hefði verðir afgreidd­ ur í fyrradag þegar málið var sam­ þykkt á Alþingi. „Eitt er að veita ráð herra heimild til að semja við sjúkra tryggingar, en hann verður líka að hafa fjár heimild til að gera það,” sagði Bjarni. Laga breytingin sem um ræðir hefur það mark mið að al menn sál ­ fræði þjónusta og önnur klínísk við­ talsúr ræði falli undir greiðslu þátt­ töku kerfi Sjúkra trygginga Ís lands. Þorgerður segir orð Bjarna bera keim af gamaldags nálgun, en að um forvirkar aðgerðir sé að ræða. „Við skulum ekki gleyma því að það eru 19 milljarðar sem fara í örorku­ bætur vegna andlegrar vanheilsu árlega, svo þó að það væri ekki hægt að spara nema brotabrot af því, þá værum við komin með fjármagnið sem til þarf,“ segir hún. „Ég ætla að vera bjartsýn ég trúi því að allir f lokkar hafi raunveru­ lega meint það sem að þeir sam­ þykktu í gær. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að standa í vegi fyrir því að við höldum áfram með þetta lífsgæða framtíðarmál,“ bætir hún við. -bdj Segir orð Bjarna um fjármagn til sálfræðiþjónustu gamaldags Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningmaður frumvarpsins. COVID-19 Fjöldi útgefinna vegabréfa minnkaði um 89 prósent á milli ára séu bornir saman maí á þessu ári og sami mánuður í fyrra. Í síðast­ liðnum maímánuði voru einungis gefin út 363 íslensk vegabréf, en til samanburðar voru þau 3.247 í maí í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóð­ skrár Íslands. Fjöldi útgefinna vegabréfa hefur dregist verulega saman síðan í febrúar á þessu ári, á sama tíma og fyrsta COVID­19 smitið greindist hér á landi. Þann mánuð voru gefin út 1.580 vegabréf. Í mars voru þau 907 talsins og í apríl 129. – bdj Útgáfa vegabréfa dregst saman SAMFÉLAG Háskóli Íslands (HÍ) er í sjötta sæti yfir fremstu háskóla heims á sviði fjarkönnunar, sam­ kvæmt Shanghaí­listanum sem birtur er árlega. Þá er skólinn einn­ ig í hópi þeirra 40 bestu á sviði raf­ magns­ og tölvuverkfræði. Listinn er annar tveggja virtustu og áhrifa­ mestu matslista yfir bestu skóla heims. Á sviði jarðvísinda og hjúkrunar­ fræði var Háskóli Íslands meðal þeirra 150 bestu, og á sviði lífvís­ inda í sæti 150­200. Enn fremur var skólinn í 201.­300. sæti á sviðum landafræði, líffræði mannsins, stjórnmálafræði og ferðamálafræði. Háskóli Íslands hefur verið á Shanghai­listanum allt frá árinu 2017. – bdj HÍ meðal þeirra bestu í heimi HÍ skorar hátt á Shanghaí-listanum. 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.