Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 10
Við erum klárlega ekki við stjórn- völinn á þessum tíma- punkti. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Í grein Carl Bernstein segir að Trump hafi dregið herlið frá Sýrlandi eftir símtal frá Tyrklandsforseta. Aukning er í 36 af 50 fylkjum Bandaríkjanna og meira en 40 þúsund tilfelli greinast á dag Frakkar fá 70 prósent af raforku úr kjarnorkuverum. Það er langhæsta hlutfall heimsins. COVID-19 Mikil fjölgun COVID- 19 tilfella í Bandaríkjunum frá miðjum júní, skýrir ákvörðun Evr- ópusambandsins um að hleypa Bandaríkjamönnum ekki inn fyrir ytri landamærin að svo stöddu. Evr- ópusambandið hefur útbúið lista yfir 14 örugg ríki, sem inniheldur meðal annars Kanada, Ástralíu, Japan, Taíland og Suður-Kóreu. Nærri 2,7 milljónir tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum, tvöfalt f leiri en í Brasilíu, þar sem næst- flest tilfelli hafa greinst. Dauðsföll eru nú tæplega 130 þúsund talsins, þau langflestu í heiminum. Faraldurinn skall um tveimur vikum seinna á Bandaríkjunum en Evrópu, og eins og í Evrópu byrjaði hann að dala í apríl og maí, en þó ekki jafn hratt. Ólíkt Evrópu, þar sem ákveðið jafnvægi hefur náðst, hefur nýjum, bandarískum tilfell- um nú snarfjölgað í júní og nýjum toppi verið náð, um 44 þúsund til- fellum á dag. Er þessi toppur mun hærri en toppurinn í vor. Sérfræðingar á sviði heilbrigðis- vísinda í Bandaríkjunum, vöruðu við því að takmörkunum og lok- unum væri af létt allt of skarpt í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Þá hefur Donald Trump forseti ekki þótt taka faraldurinn nægi- lega alvarlega. Alls er aukning tilfella í 36 af 50 fylkjum Bandaríkjanna og sums staðar er verið að loka veitinga- stöðum, skemmtistöðum og vin- sælum baðströndum. Bakslag hefur vissulega átt sér stað í Evrópu, til dæmis í Þýska- landi og á Spáni. En þá staðbundið og brugðist við því á mjög afgerandi hátt. Aflétting takmarkana og lok- ana hefur heilt yfir gerst mun hægar og af meiri ígrundun en vestra. – khg Nýr toppur skýrir ákvörðun ESB Ursula von der Leyen forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. MYND/EPA FR AKKL AND Fessenheim, elsta kjarnorkuveri Frakklands, var lokað á mánudag og til stendur að loka tólf verum til viðbótar. Verið er staðsett við landamæri Þýska- lands og var tekið í notkun árið 1977. Forsetinn Francois Hollande hafði það á stefnuskrá sinni að loka Fessenheim, en það var núverandi forseti, Emmanuel Macron, sem tók í gikkinn. Frakkland er sú þjóð í heiminum sem notar hlutfallslega langmest af kjarnorku. Rúmlega 70 prósent af heildarraforkunni kemur úr tvenns konar kjarnorkuverum. Til samanburðar fá Bandaríkjamenn og Rússar tæplega 20 prósent af sinni raforku frá kjarnorkuverum, Bretar 15 prósent, Þjóðverjar 10 og Kínverjar 5. Eftir lokun Fessenheim eru enn eftir 74 ver í Frakklandi. Stefna ríkisstjórnarinnar er að koma hlutfallinu niður í 50 prósent á næstu 15 árum. Eiga endurnýjan- legir orkugjafar að brúa þetta 20 prósenta bil. Þau tólf kjarnorkuver sem stendur til að loka á komandi árum, eru öll komin yfir, eða að nálgast, fjörutíu ára notkun. Umhverfisverndarsinnar fagna lokuninni, en þeir hafa haft horn í síðu versins um áratuga skeið. Hafa þeir meðal annars haft áhyggjur af staðsetningunni, með tilliti til sögu jarðskjálftavirkni á svæðinu. Einn- ig þá hættu að flætt gæti inn í verið. Öryggismál í verinu voru tekin til endurskoðunar eftir kjarnorkuslys- ið í Fukushima í Japan árið 2011, en þrátt fyrir það hafa öryggisbrestir orðið síðan þá. Meðal annars þurfti að loka verinu tímabundið árið 2014 eftir að kælitankar flæddu yfir. Að loka kjarnorkuveri er hins vegar ekki eins og að taka ristavél úr sambandi. Byrjað var að slökkva á kjarnaofnunum fyrir fjórum mán- uðum síðan, en á mánudag var verið alfarið tekið úr sambandi við dreifi- kerfið. Kælingin mun taka nokkra mánuði til viðbótar, og þá fyrst verður hægt að fjarlægja þær geisla- virku málmstengur sem orkan er unnin úr. Áætlað er að þetta klárist árið 2023, en rif versins sjálfs ekki fyrr en 2040. Um eitt þúsund starfsmenn unnu í Fessenheim og aðeins tæplega 300 manns munu hafa störf við lokun versins. Lokunin hefur alls áhrif á afkomu 2500 manns á svæðinu og CGT, stærsta verkalýðsfélag lands- ins, hefur harmað ákvörðunina. „Þetta er sárt, það er ómannlegt það sem er að gerast,“ sendi félagið frá sér á samfélagsmiðlum. Ríkis- stjórnin hefur hins vegar gefið það út að starfsmönnum Fessenheim muni bjóðast störf hjá öðrum raf- orkuverum landsins. Óvíst er hvað verður reist á staðn- um í staðinn fyrir kjarnorkuverið, en rætt hefur verið um að koma þar upp endurvinnslustöð fyrir geisla- virka málma eða gas og jarðgerðar- stöð. Myndi það skapa hundruð starfa og létta áfallið fyrir atvinnu- lífið á svæðinu. kristinnhaukur@frettabladid.is Frakkar loka kjarnorkuveri og hyggjast loka tólf í viðbót Elsta kjarnorkuver Frakklands hefur verið tekið úr sambandi við raforkudreifikerfið en lokunin mun taka mörg ár. Stefnt er á að loka tólf verum til viðbótar á komandi árum og umhverfissinnar fagna. Stærsta verkalýðsfélag landsins harmar hins vegar ákvörðunina sem kostar þúsund manns atvinnuna. Fessenheim er elsta kjarnorkuver landsins og þar störfuðu þúsund manns. MYND/EPA Allt fyrir veisluna og búningapartýið á tveimur hæðum Opið alla daga vikunnar Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á BANDARÍKIN Heimildamenn CNN og New York Times fullyrða að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið upplýsingar frá leyni- þjónustu Bandaríkjanna, um að Rússar hefðu boðið talibönum fé fyrir að drepa bandarískan her- mann, þrátt fyrir að Trump neiti því. Kayleigh McEnany, upplýsinga- fulltrúi Hvíta hússins, sagði við blaðamenn á mánudag að upplýs- ingarnar hefðu aldrei ratað til for- setans, þar sem leyniþjónustustofn- anir Bandaríkjanna væru ósammála um áreiðanleika upplýsinganna. Samkvæmt heimildum NYT fékk Trump upplýsingar um málið í Segja óhugsandi að forsetinn fái ekki mikilvægar upplýsingar Bandaríkjaforseti segist ekki hafa fengið upplýsingarnar. MYND/EPA COVID-19 Andrew Cuomo, ríkis- stjóri New York, hefur skipað að allir sem koma frá sextán öðrum ríkjum Bandaríkjanna þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Er þetta gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónaveirunnar í ríkinu. Samkvæmt USA Today nær skyldan til rúmlega helmings íbúa Bandaríkjanna. Í gær greindust rúmlega 40 þús- und tilfelli COVID-19 í landinu. Anthony Fauci, ráðgjaf i ríkis- stjórnarinnar í sóttvörnum, sagði við þingið að það kæmi ekki á óvart ef tilfellin yrðu fleiri en 100 þúsund daglega. „Við erum klárlega ekki við stjórnvölinn á þessum tímapunkti,“ sagði Fauci við Bandaríkjaþing í gær. Vísaði hann þar til þeirra fjölmörgu Bandaríkjamanna sem virða sóttvarnir að vettugi. Fauci sagði að Flórída, Arizona, Texas og Kalifornía væru ríkin sem ættu í hvað mestum vanda á þessum tímapunkti. New York-borg, sem hefur orðið illa úti í faraldrinum, tilkynnti í gær að flugeldasýningar á þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna næstkomandi laugardag verði ekki tilkynntar fyrirfram, til að koma í veg fyrir að fólk safnist saman til að fylgjast með þeim. – ab Klárlega ekki við stjórnvölinn Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, óttast aðra bylgju í ríkinu. febrúar. Þá segja nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustunnar við CNN það óhugsandi, að Bandaríkja- forseti hafi ekki fengið upplýsing- arnar, þó að ekki séu allar stofnanir sammála. Í grein sem Carl Bernstein skrifar fyrir CNN, hefur hann eftir hátt- settum embættismönnum að Trump hafi sjálfur verið ógn við þjóðar- öryggi, með framkomu sinni í sím- tölum við ýmsa þjóðarleiðtoga. Á Trump að hafa látið Recep Erdogan Tyrklandsforseta og Vla- dimír Pútín Rússlandsforseta spila með sig. Meðal annars hafi hann ákveðið að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi eftir símtal við Erdogan. Á sama tíma hafi hann verið dóna- legur við leiðtoga vinaþjóða. Mun hann hafa kallað Angelu Merkel Þýskalandskanslara heimska og kallað Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, flón. – ab 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.