Fréttablaðið - 01.07.2020, Page 29
Í Evrópu er litið á
verðbréfalán sem
hluta af skilvirkri eignastýr-
ingu, á meðan túlkunin hér
snýr frekar að áhættustýr-
ingu. Það er rakið mál að
lífeyrissjóðir og verðbréfa-
sjóðir geti lánað bréf
En það getur samt
ekki verið heilbrigt
að það séu svona fáir
ákvörðunaraðilar á verð-
bréfamarkaði. Með umfangi
þeirra á markaði eru mikil
völd sem safnast á fárra
hendur. Þetta er ekki bara
spurning um markaðinn,
heldur líka mögulega
samkeppnissjónarmið og
valddreifingu.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að bæta þurfi lagalegt umhverfi og svigrúm markaðsaðila til verðbréfalána. Slíkt sé mikilvægt fyrir eðlilega verðmyndun á markaði og stuðli að betri eignastýringu.
Skattalegir hvatar verðbréfafjárfestinga einstakl-
inga á Norðurlöndunum
Á hinum Norðurlöndunum er einstaklingum heimilt að færa hluta
tekna inn á sérstaka fjárfestingareikninga. Í einhverjum tilfellum er
heimilt að færa fé inn á þessa reikninga fyrir tekjuskatt og skattlagt
er við úttekt. Í Svíþjóð og Noregi getur hver einstaklingur átt marga
reikninga, en í Danmörku og Finnlandi er hverjum einstaklingi heimilt
að opna einn reikning.
Svíþjóð (lögfest 2012)
n Heimilt að fjárfesta í skráðum verðbréfum
n Kaup og sala verðbréfa er skattfrjáls
n Sérstakur eignaskattur, í stað fjármagnstekjuskatts. Sá skattur mið-
ast við áhættulausa ávöxtun ríkisbréfa, auk lágs álags ofan á hana.
Skatt þarf að greiða óháð ávöxtun
n Einstaklingar eru beinir eigendur bréfa og geta kosið á hluthafa-
fundum
n Tap af fjárfestingareikningi er frádráttarbært frá skatti
Noregur (lögfest 2017)
n Heimilt að fjárfesta í skráðum verðbréfum og verðbréfasjóðum
n Kaup og sala verðbréfa og hlutdeildarskírteina er skattfrjáls
n Hagnaður er ekki skattlagður nema við úttekt og tap ekki frádrátt-
arbært frá skatti, nema þegar reikningnum er lokað. Hægt er að taka
út skattfrjálst, upp að því marki sem hefur verið lagt inn
n Skattur var 31.68% árið 2019 að frádreginni áhættulausri ávöxtun
n Frá árinu 2019 eru arðgreiðslur ekki skattlagðar fyrr en við úttekt
Danmörk (lögfest 2019)
n Heimilt að fjárfesta í skráðum verðbréfum og verðbréfasjóðum
n Einstaklingar geta lagt fyrir ríflega 7 þúsund evrur (1,1 m.kr) á ári inn
á fjárfestingareikninga. Að hámarki fjórfalda þá upphæð má leggja
inn
n Hægt að leggja inn á reikninga á árunum 2019-2022
n Skattlagt 17% á ári, samkvæmt lögum um óinnleystan hagnað
hlutabréfa
n Skattfrjálsar úttektir
Finnland (lögfest 2020)
n Heimilt að fjárfesta í skráðum verðbréfum
n Að hámarki 50 þúsund evrur (7,8 m.kr) á hverjum reikningi
n Engin skattlagning á meðan fjármunir eru ekki hreyfðir af reikningi
n 30% skattur á hagnað, ef hagnaður meiri en 30 þúsund evrur þá er
skattur 34%
Vildu útvíkka fjárfestingaumboð Kríu
Ríkisstjórnin kynnti nýlega til
sögunnar nýtt fjárfestinga-
verkefni, sem ætlað er að styðja
við nýsköpun og frumkvöðla-
starf. Verkefnið er í formi sjóðs
sem ber heitið Kría og byggir á
því að ríkið leggur til fjármagn í
nýsköpunarverkefni, gegn því að
einkafjármagn komi inn á móti.
Nasdaq Iceland sendi inn um-
sögn til Alþingis um frumvarpið
og lagði til útvíkkun úrræða í
frumvarpinu, til að ná fram sam-
bærilegum markmiðum og frum-
varpið. Tillögur Kauphallarinnar
sneru að sprota- og nýsköpunar-
fyrirtækjum sem eru tilbúin að
sækja sér fé á hlutabréfamarkaði.
„Það hefði verið gott að frum-
varpið hefði verið útvíkkað,
þannig að fjárfestingarstefnan
gæti líka tekið til félaga sem
væru komin aðeins lengra í sinni
uppbyggingu, það er fyrirtæki
sem eru komin aðeins lengra
í sínu ferli. Kría tekur til fyrir-
tækja sem eru komin af frum-
stigi og þurfa fjármögnun til að
taka næsta skref. Við vildum að
frumvarpið tæki líka til fyrir-
tækja sem eru á næsta stigi eftir
það, kannski komin með 10-20
starfsmenn, góðan viðskipta-
mannahóp, gott vöruframboð og
þurfa kannski fjárfestingu upp
á 200-300 milljónir til að færast
áfram,“ segir hann.
Magnús bendir á að í Svíþjóð
geta slík fyrirtæki oft sótt sér
fjármögnun á hlutabréfamarkaði
og fjármögnun þar er borin
uppi af einstaklingum: „Þetta
vantar svolítið hér, en í Svíþjóð
eru skattalegir hvatar fyrir ein-
staklinga til að fjárfesta í hluta-
bréfum.“
í stærri kantinum gæti haft mikið
að segja. Skráningar Íslandsbanka
og Landsbanka skiptu þar mestu
máli. „Að fá inn þessa stóru bita í
Kauphöllina myndi breyta ásýnd
markaðarins, enda byrja f jár-
festar oft á því að fjárfesta í þessum
stærri fyrirtækjum, eins og Marel
og Arion banka. Þegar fjárfestarnir
eru komnir inn eru þeir miklu lík-
legri til að auka sínar stöður í minni,
skráðum fyrirtækjum. Ég held að
skráningar ríkisfyrirtækja á borð
við Isavia myndu líka hjálpa.“
Íslandsbanki hafði fyrirhugað
skráningu í lok þessa árs eða byrjun
þess næsta. „Það gæti frestast um
allt að ár, en það er líka hægt að
horfa til markaðsvirðis Arion banka
til að gera sér betur grein fyrir hve-
nær Íslandsbanki gæti komið inn á
markað,“ segir Magnús.
Þegar gengi Arion banka er komið
nálægt því sem var fyrir krísuna
sem hófst í mars, þá gætu hags-
munaaðilar séð fyrir sér að tækifæri
væri að myndast til að skrá Íslands-
banka, bætir hann við.
Hvað varðar aðrar skráningar
en Íslandsbanka, segir Magnús
að öll slík plön séu á ís um þessar
mundir. Á það einkum og sér í lagi
við fyrirtæki tengd ferðaþjónustu.
„Þó verður líka að nefna fyrirtæki
sem koma sterk eða jafnvel sterkari
út úr COVID-krísunni, til að mynda
fyrirtæki á sviði líftækni, heilbrigð-
isþjónustu og rekstur sem snýr að
fjarþjónustu og tæknilausnum af
ýmsu tagi. Þar gætu leynst tæki-
færi.“
Skortsala nauðsynleg
Samkvæmt túlkun Fjármálaeftir-
litsins frá árinu 2007, er lífeyris-
sjóðum óheimilt að lána verðbréf,
þar sem slík aðgerð er ekki tiltekin
sem heimil fjárfesting samkvæmt
lögum um lífeyrissjóði. „Ég er ekki
sammála þessari afstöðu, þar sem
verðbréfalán er ekki fjárfesting,
en þetta er staða mála í dag,“ segir
Magnús.
„Annað mál er að heimildir verð-
bréfasjóða til að lána bréf eru mun
takmarkaðri en það sem tíðkast
í Evrópu. Að mínu mati þyrfti að
gera bragarbót á þessu þar sem
verðbréfa lán stuðla að betri verð-
myndun á markaði, meðal annars
þar sem þau auðvelda viðskipta-
vakt og greiða fyrir skortsölu. Í
Evrópu er litið á verðbréfalán sem
hluta af skilvirkri eignastýringu,
á meðan túlkunin hér snýr frekar
að áhættustýringu. Það er rakið
mál að lífeyrissjóðir og verðbréfa-
sjóðir geti lánað bréf, þar sem þeir
eru langtímaf járfestar og sitja
gjarnan á þeim bréfum sem þeir
eiga til lengri tíma. Í þóknunum af
verðbréfalánum felast líka tekju-
tækifæri fyrir sjóðina. Svo geta þeir
auðvitað alltaf kallað bréf til baka
úr láni ef aðstæður kalla á það,“
segir forstjórinn.
Magnús nefnir einnig að staða
íslensk ra markaðar ins innan
erlendra hlutabréfavísitalna, mark-
ist meðal annars af lagaumhverfi og
virkni verðbréfalána og skortsölu:
„Þar eru innri skilyrði hjá bæði
FTSE og MSCI um virkni verðbréfa-
lána og skortsölu á markaði. Það
þarf lagabreytingu gagnvart verð-
bréfasjóðunum. Varðandi lífeyris-
sjóðina þarf að mínu mati strangt til
tekið ekki lagabreytingu, en ég held
að það væri æskilegt að búa lífeyris-
sjóðum skilgreindan ramma um
verðbréfalán með lagasetningu,“
segir hann.
Auka þarf hlutdeild heimila
Þegar litið er á beina eigendur
skráðra hlutabréfa á Íslandi eiga
einstaklingar og heimili aðeins
um 4% af heildinni. Í Svíþjóð er
þetta hlutfall margfalt hærra, en
hins vegar er lengri hefð þar fyrir
fjárfestingum einstaklinga í hluta-
bréfum, samanborið við Ísland.
Magnús nefnir að hrun íslenska
fjármálamarkaðarins hafi vissu-
lega ekki aukið áhuga Íslendinga á
hlutabréfafjárfestingum á Íslandi.
Að sama skapi hafa verið skatta-
legir hvatar til að fjárfesta í hús-
næði á síðustu árum með laga-
breytingu um séreignasparnað.
„Svo er líka skattalega hagkvæmt
að borga sem mest í lífeyrissjóði
fyrir þá sem geta notað séreignar-
sparnað til húsnæðiskaupa, en
fjármunir sem einstaklingar hefðu
mögulega ráðstafað í hlutabréfa-
fjárfestingar í eigin nafni enda
þar, í séreignasparnaði lífeyris-
sjóðanna.“
Erlendir fjárfestar hverfa
Á síðustu misserum hefur borið á
því að erlendir fjárfestar hafi selt sig
út úr skráðum félögum á Íslandi, að
Marel undanskildu. Magnús segir
að margþættar skýringar séu á því.
Meðal annars úttektir úr þeim sjóð-
um sem áttu hluti í skráðum félög-
um á Íslandi. Að sama skapi hafi
almennt versnandi efnahagshorfur
dregið úr áhættusækni fjárfesta og
meiri sókn í seljanlegri eignir.
Bandarísk ríkisbréf eru til dæmis
talin seljanlegri og öruggari eign en
íslenskt hlutabréf. Magnús segir að
sérstaklega á undanförnum misser-
um hafi nánast verið órökrétt mikil
sókn í Bandaríkjadali: „Til dæmis
hefur dollarinn haft ákveðna fylgni
við COVID-19, þegar horfur versn-
uðu með COVID-19 á heimsvísu, þá
hækkaði dollarinn.“
Skráningar auki sátt
Sátt um skipan sjávarútvegsmála
á Íslandi, eða öllu heldur skortur á
sátt, er sífellt til umræðu á Íslandi.
Þegar mest var voru 19 sjávarút-
vegsfyrirtæki skráð á markað á
Íslandi. Í dag er Brim eina íslenska
sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð
í Kauphöll.
Magnús nefnir að skráning sjáv-
arútvegsfyrirtækja hefði í för með
sér tækifæri fyrir alla Íslendinga til
að eignast hlut í sjávarauðlindinni.
„Það þýddi að eignarhald á af la-
heimildum myndi dreifast víðar um
þjóðfélagið, sem gæti skapað aukna
sátt um núverandi kerfi.
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 1 . J Ú L Í 2 0 2 0