Fréttablaðið - 01.07.2020, Síða 32
Renata S. Blöndal, yfir-m að u r v ið s k ipt a -þróunar Krónunnar, segir að það verði mikil áskorun að gera netverslun Krónunnar
arðbæra. „Við horfum til þeirra
aðila sem þegar hafa náð því mark-
miði í Evrópu. Mikilvægt er að líta á
stóru myndina, hvernig Snjallversl-
unin getur dregið úr kostnaði ann-
ars staðar í virðiskeðjunni og aukið
tækifæri til markaðssetningar og
dýpkað samtalið við viðskiptavin-
ina,“ segir hún.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Þau eru fjölmörg. Mér finnst mjög
gott að hlaupa til að tæma hugann.
Þó ég hlaupi oftast á malbikinu
á Seltjarnarnesinu f innst mér
skemmtilegast að hlaupa utanvegar,
en þar gæti spilað inn í að ég ólst að
hluta til upp úti á landi, nánar til-
tekið undir rótum Snæfellsjökuls.
Síðustu tvö ár hef ég svo fundið mig
í fjallgöngum og nýt mín best þegar
ég geng á jökla eða há fjöll. Ég fór á
gönguskíðanámskeið í vetur sem
er góð viðbót við skíðaiðkun fjöl-
skyldunnar og svo reyni ég að gefa
mér tíma til að fara út fyrir borgar-
mörkin á fjallahjól. Þess á milli
finnst mér gott að slaka á og lesa eða
hlusta á góða bók. Allra skemmti-
legast er að verja tíma með fjöl-
skyldunni og ferðast innan lands
sem utan.
Nærðu að halda jafnvægi milli
vinnu og fjölskyldulífs?
Já, ég held að umhverfið sé að
breytast hratt hvað þetta varðar.
Atvinnulífið er farið að átta sig á
því að starfsmenn geti á sama tíma
sett fjölskylduna í fyrsta sæti og
staðið sig þrusuvel í vinnunni. Það
eru í rauninni tengsl þar á milli, gott
jafnvægi á heimilinu gerir okkur að
betri starfskröftum.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Áskorun að gera netverslun arðbæra
Nám:
Stjórnun og verkfræði frá Col-
umbia-háskóla í New York.
Starf:
Yfirmaður viðskiptaþróunar hjá
Krónunni. Áður hjá Landsbank-
anum, Meniga og CCP.
Fjölskylduhagir:
Gift Óskari Inga Magnússyni og
saman eigum við Ragnhildi Lilju, 8
ára, og Magnús Inga, 5 ára.
Svipmynd
Renata S. Blöndal
Renata S. Blöndal er að lesa ævisögu Bob Iger, fyrrverandi forstjóra Disney, og tengir mikið við stjórnunarstíl hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þær eru nokkrar, ég er núna að
lesa The Ride of a Lifetime eftir Bob
Iger, fyrrverandi forstjóra Disney. Ég
tengi mikið við hans stjórnunarstíl
en hann leggur mikla áherslu á að
starfsmenn skapi góða fyrirtækja-
menningu og að taka þurfi ákvarð-
anir til langs tíma þó að það feli í
sér aukna áhættu til skamms tíma.
Ég held að allir stjórnendur fái inn-
blástur við lestur þessarar bókar.
Becoming eftir Michelle Obama
hafði einnig mikil áhrif á mig sem
og bókin Thrive eftir Ariönnu Huff-
ington, stofnanda Huffington Post,
en hún skrifar um þá staðreynd að
góð fyrirtækjamenning og áhersla
á mannauð og líðan starfsmanna
hefur jákvæð áhrif á arðsemi fyrir-
tækja, og vísar í rannsóknir þess
efnis.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Þegar COVID-19 skall á vorum við
í Krónunni byrjuð að vinna í Snjall-
verslun Krónunnar, vefverslun í
formi apps, en hún var langt í frá til-
búin. Við vildum gera okkar til þess
að aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum,
en margir gátu ekki farið í verslun til
að sækja sér nauðsynjar. Við settum
því allt í botn ásamt samstarfsað-
ilum okkar og unnum myrkranna
á milli til að koma lausninni út. Það
varð úr að við gátum þjónustað
framlínustarfsmenn, fólk í áhættu-
hópum og fólk í einangrun. Það er
ótrúlegt hvaða árangri hægt er að ná
þegar neyðin kallar og málstaður-
inn er góður.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Helstu áskoranirnar fram undan
í rekstrarumhverfi Krónunnar eru
þær hröðu og miklu breytingar
sem einkenna umhverfi matvöru-
verslana um heim allan og er það
verkefni komandi ára að fjárfesta í
nýjum innviðum og tækni á sama
tíma og við höldum vöruverði lágu.
Við höfum komið til móts við aukna
kröfu um þjónustu og hraða af hálfu
viðskiptavina meðal annars með
innleiðingu sjálfsafgreiðslukassa
í verslanir og nú síðast með útgáfu
Snjallverslunarinnar.
Það verður mikil áskorun að gera
Snjallverslunina arðbæra en við
horfum til þeirra aðila sem þegar
hafa náð því markmiði í Evrópu.
Mikilvægt er að líta á stóru mynd-
ina, hvernig Snjallverslunin getur
dregið úr kostnaði annars staðar í
virðiskeðjunni og aukið tækifæri
til markaðssetningar og dýpkað
samtalið við viðskiptavinina. Svo
erum við spennt að leyfa fólki að
skanna beint í körfu með símanum
í verslunum okkar, vonandi á þessu
ári. Þá er greitt með appinu að inn-
kaupum loknum og því engin þörf
að fara á kassa. Þetta sparar við-
skiptavininum mörg handtök við að
tína vörur í og úr körfu, og svo verða
raðir úr sögunni!
Það er ekki hægt að ræða áskor-
anir án þess að minnast á faraldur-
inn sem nú geisar. Helsta áskorunin
þessa stundina verður að hemja
útbreiðslu COVID-19 án þess að
það hafi of skaðleg áhrif á hag-
kerfið. Mörg heimili hafa misst að
hluta til eða allar tekjur sínar í kjöl-
far faraldursins og það er mikilvægt
að koma til móts við þann hóp. Mín
skoðun er sú að það sé ekki ein-
göngu á borði stjórnvalda, fyrir-
tækjum, sem hafa bolmagn til, ber
skylda til að sýna ábyrgð í verki.
Við í Krónunni höfum brugðist
við með því að halda vel utan um
okkar starfsfólk sem hefur verið
undir miklu álagi síðan faraldur-
inn hófst, meðal annars með því
að bjóða því upp á sálfræðiaðstoð.
Við höfum lagt mikla áherslu á að
gera verslanir okkar eins öruggar
og kostur er meðal annars með því
að sótthreinsa snertif leti og bjóða
upp á hanska. Við höfum einnig lagt
okkur fram um að auka enn meira
við úrvalið á nauðsynjavöru í lægsta
verðflokki og styrktum Fjölskyldu-
hjálp og Hjálpræðisherinn til mat-
arúthlutana.
Faraldurinn svipti hulunni af
því hvað hagkerfi heimsins eru
viðkvæm fyrir tímabundnu hruni
í eftirspurn, nokkuð sem kemur
kannski ekki á óvart en flækir enn
meira baráttuna við umhverfis-
vána. Það verður áskorun næstu
áratuga að breyta neysluvenjum
þannig að þær gangi ekki svona
nærri auðlindum jarðar.
Flest viljum við geta gengið frá kaupum á bíl, leigutryggingu eða greiðslumati hratt og vel.
Fengið bílalán eða leigutryggingu
stafrænt og í rauntíma. Til þess að
það sé hægt þarf að byggja upp traust
á milli skuldara og lánveitanda hratt
og örugglega. Þetta traust byggist á
fjárhagsgögnum svo sem greiðslu-
sögu og skilvísi, fyrri vanskilum og
góðri viðskiptasögu við aðra lánveit-
endur.
Sæki einstaklingur um lán, ber
lánveitandanum, samkvæmt lögum
um neytendalán, að meta lánshæfi
viðkomandi. Þannig hvílir sú skylda
á lánveitendum að skoða gögn um
einstaklinginn sem skuldara og meta
Hlutverk fjárhagsupplýsingastofu í ábyrgum lánveitingum
getu hans á að standa í skilum, eða
óska eftir tryggingu fyrir greiðslum.
Í samræmi við lög um neytendalán
byggir lánshæfismat á viðskiptasögu
og/eða upplýsingum úr gagnagrunn-
um um fjárhagsmálefni og lánstraust.
Í þeim tilfellum þar sem lán fer
yfir tvær milljónir ber lánveitendum,
samkvæmt lögum um neytendalán,
að framkvæma greiðslumat til við-
bótar við lánshæfismat. Í greiðslu-
mati er greiðslugeta á mánuði metin
út frá tekjum, skuldbindingum
og kostnaði og tekur lánveitandi
ákvörðun um lánveitingu í kjölfar
greiðslumats. Munurinn á greiðslu-
mati og lánshæfismati er því í grófum
dráttum sá að greiðslumat metur
mánaðarlega greiðslugetu einstakl-
ings á meðan lánshæfismat spáir
fyrir um líkurnar á að einstaklingur
fari í vanskil í náinni framtíð. Vinnsla
lánshæfis- og greiðslumats stuðlar
þannig að ábyrgum lánveitingum,
betri væntum endurheimtum fyrir
lánveitendur og betri kjörum fyrir
skilvísa lántakendur.
Lánveitendur mega samkvæmt
lögum ekki lána ef greiðslugeta, eða
mat á lánshæfi einstaklings, sýnir
fram á að hann sé mögulega ekki
borgunarmaður fyrir skuldinni. Van-
skilaskrá er mikilvæg sýn á umfang
vanskila og er heimilt að skrá vanskil
einstaklinga og fyrirtækja sem staðið
hafa yfir í 40 daga eða meira, þar sem
heimild til skráningar liggur fyrir
eða opinberar innheimtuaðgerðir.
Ef lán væru veitt áhættumeiri ein-
staklingum myndi það hratt skila sér
í verri kjörum fyrir skilvísa skuldara
og mögulega minna framboði fjár-
magns og stífari útlánareglum. Hins
vegar geta góð og traust gögn verið
grundvöllur þess að hægt er að auka
og auðvelda aðgengi að fjármagni á
betri kjörum en ella.
Þróað og vanþróað fjármálakerfi
Í þróuðu fjármálakerfi eru all-
ir lántakar metnir á sömu for send -
um og haldbærum og traust um
gögn um. Í vanþróuðum fjármála-
kerf um eru tengsl við rétta aðila
oft forsenda lánveitinga, en þar
er gjarnan skortur á haldbærum
gögn um. Creditinfo starfrækir 25
fjárhagsupplýsinga stofur (e. cre-
dit bureau) í f jórum heimsálf-
um. Í samstarfi við World Bank
og IFC hefur Creditinfo haf ið
st ar f semi á mörk uðum út um
a ll an heim, meða l annars í
Kenía, Srí Lanka, Óman og Jama-
íka. Félagið vinnur markvisst að
því að auka f járhagslega þátt-
töku (e. financ ial inclusion) minni og
meðalstórra fyrirtækja og einstakl-
inga á jaðar mörkuðum með því að
halda utan um og veita fjár hags- og
viðskipta upplýsingar þar sem þær
hafa verið af skornum skammti.
Sjálfvirknivæðing á ljóshraða
Það er ekki langt síðan það tók
nokkrar vikur og allt upp í mánuði að
fara í greiðslumat. Þá þurfti lántak-
inn að safna gögnum um sig hjá fjölda
fyrirtækja og stofnana og fara með til
viðkomandi lánveitanda. Nú tekur
sama ferli örfáar mínútur og fer fram
rafrænt. Gott aðgengi að miðlægum
gögnum gerir það jafnframt að
verkum að nú er mögulegt að sækja
um fyrirgreiðslu hjá lánveitendum og
fyrirtækjum sem eiga litla eða enga
sögu um einstaklinginn. Þannig má
segja að aðgengileg gögn um lántaka
ýti undir virka samkeppni og betri
kjör á lánamarkaði.
Sjálfsafgreiðsla og sjálfvirkni
er þróun sem hefur verið á ljóshraða á
síðustu árum en við aðstæður eins og
í dag, heimsfaraldur þar sem samko-
mubann er við lýði, er þetta enn
mikilvægara en nokkru sinni fyrr.
Creditinfo hefur sérhæft sig í sjálf-
virknivæðingu ákvarðanatöku við
lánveitingar. Þessar ákvarðanir
byggja á lagalegum grunni, traustum
gögnum og rýndum ferlum. Aðgengi
að góðum og traustum gögnum er
því nauðsynleg forsenda þess að
hægt sé að tryggja aukna sjálfvirkni-
væðingu og ábyrgar lánveitingar.
Dagný Dögg
Franklínsdóttir
forstöðumaður
viðskiptastýr-
ingar Creditinfo
Atvinnulífið er
farið að átta sig á
því að starfsmenn geti á
sama tíma sett fjölskylduna
í fyrsta sæti og staðið sig
þrusuvel í vinnunni.
Ef lán væru veitt
áhættumeiri
einstaklingum myndi það
hratt skila sér í verri kjörum
fyrir skilvísa skuldara.
1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN