Fréttablaðið - 01.07.2020, Side 36

Fréttablaðið - 01.07.2020, Side 36
30.06.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 1. júlí 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Ég held að Björn Þorvalds- son, sem er búinn að fá ansi marga bankamenn dæmda í fangelsi, eftir að hafa saumað að þeim, mætti nú alveg prófa að vera einu sinni spurður spjör- unum úr og hafi nú bara gott af því. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX Svana Gunnarsdóttir, Kristín Friðgeirs­dóttir og Frosti Ólafsson voru kjörin ný í stjórn hjá Controlant í síðustu viku. Þau taka sæti Eggerts Claessen, sem er fjár­ festingastjóri Frumtaks, Baldurs Guðlaugs­ sonar og Bessa Gíslasonar. Svana, sem verður stjórnarformaður Controlant, er framkvæmdastjóri Frumtak Ventures. Félagið rekur Frumtakssjóðina, sem eru stærstu hluthafar í Controlant. Kristín er stjórnendaráðgjafi, prófessor við London Business School og fyrrverandi stjórnarformaður Haga. Frosti Ólafsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Orf líftækni og Viðskiptaráðs, en starfar í dag sem sjálf­ stæður ráðgjafi, auk þess að sitja í stjórn Íslandsbanka og Háskólans í Reykjavík. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Ingi Guð­ jónsson, lyfjafræðingur og fjárfestir, og Trausti Þórmundsson, einn stofnenda Contr olant. Controlant er hátæknifyrirtæki sem vakt­ ar hitastig og staðsetningu lyfja og annarra viðkvæmra vara í flutningi milli landa. – hvj Svana nýr formaður Controlant Svana Gunn- arsdóttir, framkvæmda- stjóri Frumtaks Fylgstu með á Hringbraut 21 frétta- og umræðuþáttur með áherslu á pólitík, þjóðmál, menningu og lífsreynslu. Bærinn minn Þáttaröð um þá töfra sem bæjarfélögin á Íslandi hafa upp á að bjóða. Bílalíf Fjörlegur og fjölbreyttur þáttur um bílana okkar í leik og starfi. Eldhugar Færir viðmælendur út á jaðar hreysti, hreyfingar og áskorana lífsins. Fasteignir og heimili Upplýsandi og fróðlegur þáttur um fasteignir, heimili og húsráð af öllu tagi. Helgarviðtalið Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fer dýpra í efnistök blaðsins. Hugleiðsla Auður Bjarnadóttir leiðir kennir lands- mönnum að anda léttar, slaka á, njóta stundarinnar fólk í þá líðan sem það á skilið. Mannamál Einn sígildasti viðtalsþátturinn í íslensku sjónvarpi, opinskár og hispurslaus. Suðurnesjamagasín Skoðar mannlífið, atvinnulífið og íþróttirnar suður með sjó. Saga og samfélag Fer með áhorfendur fram og aftur tímann í íslenskum fræðum og menningu. Undir yfirborðið Varpar ljósi á allt það sérstæða í lífinu sem stundum er falið og fordæmt. Viðskipti með Jóni G Fréttatengdur þáttur sem tekur púlsinn á íslensku viðskiptalífi. FRÉTTAUMRÆÐA, MENNING, HEILSA, LÍFSREYNSLA OG NÁTTÚRA Kynntu þér alla dagskrána á hringbraut.is Inngrip stjórnvalda í atvinnulífið eiga það til að hafa ófyrirséðar af leiðingar. Og ekki til góðs. Þingsálykt­ unartillaga Pírata, um að inn­ kalla af laheimildir á 20 árum og bjóða þær aftur til sölu, er gott dæmi um það. Mikil hætta er á að ef öf lugs sjávarútvegs myndi ekki njóta við, myndi halla undir fæti í nýsköpun hér á landi. Samkeppnisforskot þjóðarinnar í tækni liggur í þjónustu við sjávarútveg. Þannig er mál með vexti að mörg af okkar glæsilegustu nýsköpunarfyrirtækjum starfa í sjávarútvegi. Þau hafa getað þróað vörur í samstarfi við útgerðir sem eru öf lug útf lutn­ ingsfyrirtæki. Án nálægðar við öf lug sjávarútvegsfyrirtæki sem kaupa tækni til að bæta reksturinn, þökk sé kvótakerf­ inu, hefðu þau aldrei orðið jafn myndarleg og raunin er. Stjórnmálamenn verða að hafa grundvallarskilning á aðstæðum í atvinnulífinu og rífa ekki niður þá styrk­ leika sem fámennt eyríki býr að. Ekki er hægt að ganga að þróttmiklum hagkerfum vísum, jafnvel þótt þau byggi á náttúruauðlindum. Alþekkt er að mörg hagkerfi sem búa yfir miklum auðlindum vaxa hægar, en önnur búa ekki jafnvel hvað það varðar. Það er kallað auðlindabölvunin. Þess vegna má ekki ganga að því vísu að á Íslandi sé hagsæld þökk sé silfri hafsins. Kvóta­ kerfið, sem leiddi til mikillar hagræðingar í rekstri sjávar­ útvegsfyrirtækja, hefur meðal annars leitt til þess að hag­ vöxtur var engu að síður mikill hér á landi um árabil. Auðlindir munu ekki knýja hagkerfið áfram á næstu ára­ tugum, heldur þurfa tækni­ greinar að draga vagninn. Þess vegna þarf að skapa tækni­ fyrirtækjum góðar aðstæður. Margir þurfa að sætta sig við að leiðin fram á við er að tryggja getu sjávarútvegs til að fjár­ festa ríkulega í tækni. Missi útgerðir af laheimildir á næstu tveimur áratugum, mun það draga úr vilja þeirra til að fjárfesta í nýjum tækjum. Ef útgerðirnar þurfa að kaupa á nýjan leik af laheimildir, munu þær hafa minna úr að moða til að fjárfesta í rekstr­ inum. Tillaga Pírata mun því draga úr nýsköpun á þessu sviði. Hér er horft fram hjá því að sjávarútvegur er undirstöðu­ atvinnuvegur hér á landi og þingmennirnir kjósa að sækja að honum í mestu kreppu í hundrað ár. Að sjálfsögðu mun frum­ varp Pírata hvorki komast lönd né strönd. Það er aftur á móti mikilvægt að benda á hætt­ urnar sem í því felast. Gæti farið illa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.