Fréttablaðið - 01.07.2020, Side 46

Fréttablaðið - 01.07.2020, Side 46
FÓLK GETUR FARIÐ Á FLOTTA TÓNLEIKA MEÐ FYRSTA FLOKKS FLYTJ- ENDUM EN HÁTÍÐIN Á AÐ SKILA MEIRU OG ÞAÐ GERA NÁM- SKEIÐIN. Sönghátíð í Hafnarborg er haldin í fjórða sinn, hefst 2. júlí og stendur til 12. júlí. Guðrún Jóhanna Ólafs-dóttir mezzósópran er list-rænn stjórnandi og stofn- andi hátíðarinnar, ásamt Francisco Javier Jáuregui gítarleikara. „Við stofnuðum þessa hátíð árið 2017. Ég hafði verið að stjórna Kammertónleikum á Kirkjubæjar- klaustri í ellefu ár og langaði til að skapa eitthvað nýtt sem væri á mínu áhugasviði, sem er söngurinn,“ segir Guðrún Jóhanna. „Þetta er ekki bara tónlistar hátíð með tónleikum heldur eru þar líka haldin námskeið. Fólk getur farið á f lotta tónleika með fyrsta f lokks f lytjendum en hátíðin á að skila meiru og það gera námskeiðin. Haldinn er masterclass og söng- námskeið fyrir byrjendur og einnig námskeið fyrir börn 6-18 mánaða með foreldrum og börn 3-5 ára með foreldrum og námskeið fyrir börn 6-12 ára þar sem blandað er saman myndlist og tónlist, þau börn taka síðan þátt í fjölskyldutónleikum.“ Guðrún Jóhanna tekur viðtöl við söngvara sem koma fram á hátíðinni og þau er að finna á You- tube. Átta tónleikar eru á dagskrá hátíðarinnar. „Þetta eru fjölbreyttir tónleikar: óperugala, ljóðatón- leikar, fjölskyldutónleikar, endur- reisnar- og barokktónleikar og kór- tónleikar,“ segir Guðrún Jóhanna. Hetjutenór á hátíð Þrír söngvarar sem sungið hafa á Metropolitan í New York koma fram á hátíðinni. „Kristinn Sig- mundsson heldur masterclass og syngur, ásamt fjórum söngvurum, á tónleikum til heiðurs Jóni Ásgeirs- syni. Dísella Lárusdóttir sópran, sem hefur sungið mikið á Metropo- litan síðustu ár, syngur á óperugala- tónleikum uppáhaldsóperuaríur sínar ásamt Bjarna Thor Kristins- syni. Stuart Skelton er mikill hval- reki fyrir okkur. Ég kalla hann tengdason Íslands en hann er giftur Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur fiðlu- leikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stuart er mikil stjarna í óperuheim- inum, hetjutenór, með eina stærstu Kröftug tónlistarhátíð með meiru Sönghátíð í Hafnarborg er haldin í fjórða sinn. Átta tónleikar á dagskrá. Fyrsta flokks flytjendur og námskeið, þar á meðal fyrir börn 6-18 mánaða með foreldrum. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran er listrænn stjórnandi og stofnandi hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is TÓNLIST Ævitún. Tveir flokkar ljóðalaga eftir Jón Hlöðver Áskelsson Flytjendur: Hulda Björk Garðars- dóttir, Kristinn Sigmundsson og Daníel Þorsteinsson Útgefandi: Tölvutónn ehf. Ulysses S. Grant, hershöfðinginn knái sem leiddi her sinn til sigurs í amerísku borgarastyrjöldinni á nítjándu öld og varð síðar forseti, sagði eitt sinn: „Ég þekki bara tvö lög. Annað þeirra er Yankee Doodle. Hitt er það ekki.“ Ef þetta væri heim- fært yfir á íslenska fagurtónlist, gæti maður sagt: „Ég þekki bara tvö lög. Annað þeirra er Draumalandið. Hitt er það ekki.“ Lögin sem finna má á geisla- diskinum Ævitún eru býsna ólík Draumalandinu, og Yankee Doodle er þar víðsfjarri. Tónlistin er eftir Jón Hlöðver Áskelsson og samanstendur af tveimur lagaflokkum. Flytjendur eru Hulda Björk Garðarsdóttir og Kristinn Sigmundsson en Daníel Þorsteinsson leikur á píanó. Þrungið tilfinningum Ljóðin í fyrri f lokknum eru eftir ýmis skáld en í þeim síðari eru þau öll eftir Böðvar Guðmunds- son. Tónlistin er skemmtilega fjöl- breytt, laglínurnar eru oft f lóknar og ómstríðar, en þó aldrei þannig að það sé tilgerðarlegt. Þvert á móti eru þær þrungnar tilfinningum. Rödd píanósins er tær og hófsöm, og saman myndar söngur og píanó fallega heild sem skapar seiðandi andrúmsloft. Eitt áhrifamesta lagið er Vinir kveðja, sem er úr fyrri lagaflokkn- um. Ljóðið er eftir Sverri Pálsson sem orti það eftir dauða vinar síns. Það er stutt, en stílbragð í lokin myndar úr því heila eilífð. Endur- teknar píanónótur í talsvert langan tíma stöðva tímann; útkoman er dáleiðandi. Þetta stílbragð er notað á f leiri stöðum. Þar má nefna lagið Febrúar, í seinni f lokknum, sem er helgaður mánuðunum. Febrúar er „stystur... [sinna] ellefu bræðra, en þeirra lengstur samt.“ Eftirspil píanóleikarans er langt og endur- tekningarsamt, en á góðan máta. Stemningin er kynngimögnuð og sýnir berlega hve febrúar getur verið langdreginn. Söngur Huldu Bjarkar er glæsileg- ur, blæbrigðaríkur og nákvæmur, brothætt stemningin skilar sér full- komlega í túlkun hennar. Röddin er tær og falleg, lögin eru unaðsleg áheyrnar í meðförum hennar. Hrjúf rödd, mjóróma píanó Frammistaða Kristins er nokkuð síðri, rödd hans er orðin hrjúfari með aldrinum og hún hreinlega hentar ekki viðfangsefninu. Hann hefur vissulega mikið „karisma“ á sviði, en nakin röddin á upptöku viðkvæmra laga er ekki líkt því eins sjarmerandi. Einnig má finna að hljómi pían- ósins, þótt leikur Daníels á það sé vandaður og fagmannlegur. Píanóið sjálft er bara ekki bitastætt, það er mjóróma og grunnt. Geisladiskur- inn er hljóðritaður í Víðistaða- kirkju; spurning er hvort ekki hefði átt að leita eitthvert annað með upptökurnar. Tónlistin sjálf er engu að síður hrífandi, þetta eru heillandi tón- smíðar; vonandi eiga þær eftir að heyrast á tónleikum sem oftast. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Falleg tónlist, en misjafn söngur og hljómur píansóins er rýr. Seiðandi andrúmsloft en rangur maður rödd sem ég hef hlustað á og er magnaður Wagner-söngvari. Hann verður með ljóðatónleika.“ Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur lútusöngva og ég mun syngja með honum á tónleikum með endur- reisnartónlist, barokkaríum og fornum þjóðlögum. Hann syngur og leikur á barokkflautu, en hann er bæði lærður f lautuleikari og söngvari.“ Styrkir bönd Þar sem vel er hugað að börnum á þessari hátíð er Guðrún Jóhanna spurð hvað hún haldi að tón- Stuart Skelton, stjarna í óperuheiminum, verður með ljóðatónleika. Menningarhelgi verður í Alþýðuhúsinu á Siglu-firði 3. til 5. júlí. Þar koma saman ellefu listamenn sem bjóða upp á tónlist, myndlist og spjall. Viðburðirnir verða allir á heimilis- legu nótunum og fjöldi gesta tak- markaður. Tekið verður við frjáls- um framlögum við innganginn. Menningarhelgi á Siglufirði Tumi Magnússon sýnir á Siglufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Föstudaginn 3. júlí klukkan 20.00 til 22.30 verða tónleikar þar sem fram koma listamennirnir Plasmabell, rafnar, Framfari og Kraftgalli. Laugardaginn 4. júlí klukkan 14.00 til 17.00 er opnun í Kompunni. Þar verður sýning Tuma Magnús- sonar, Almenningssamgöngur. Á sama tíma flytur Línus Orri Gunn- arsson tónlist innan og utan dyra. Um kvöldið klukkan 20.00 - 21.30 verða tónleikar þar sem fram koma listamennirnir Þórir Hermann Óskarsson og Söngelsku leður- blökurnar frá Reykjavík. Sunnudaginn 5. júlí klukkan 14.30 til 15.30 verður sunnudags- kaffi með skapandi fólki. Umsjón hefur Unnur María Máney Berg- sveinsdóttir. Kraftgalli verður á staðnum. list færi börnum. „Ég get talað frá eigin reynslu því ég er tveggja barna móðir og við maðurinn minn höfum alltaf sungið mikið fyrir börnin okkar og sérstaklega á kvöldin. Það styrkir bönd milli barna og foreldra að upplifa tónlist saman. Það er mikilvægt að börn komist í snertingu við tónlist mjög snemma. Því yngri sem þau eru, því móttæki- legri eru þau. Þau eiga að hafa tæki- færi til að þróa tónlistina með sér, bæði sem hlustendur og sem ger- endur.“ Dagskrá hátíðarinnar er öll hin glæsilegasta en hana má finna á songhatid.is. 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.