Fréttablaðið - 01.07.2020, Qupperneq 50
AÐ KOMAST Í ÁLNIR
ER AUÐVITAÐ BARA
AÐ EIGA ÓGEÐSLEGA MIKIÐ AF
TWEEDI. ÞAÐ ER BARA SVO-
LEIÐIS.
Fyrsta pælingin var í rauninni bara þessi ga m l i d r au mu r hjá okkur öllum í hópnum, sérstaklega Kormáki og Skildi, að búa aftur til
íslenskt tweed“, segir Gunnar Hilm-
ars, yfirhönnuður hjá framleiðslu-
deild Kormáks & Skjaldar, og bendir
á að framleiðsla á vaðmáli hafi legið
niðri á Íslandi í tæp 50 ár.
Kormákur & Skjöldur hafa um
langt árabil verið leiðandi í tweed-
tískunni á Íslandi og þá ekki síst í
herrafatnaði. „Við höfum haft það
markmið að snúa þróuninni við
þegar kemur að vefnaði úr íslenskri
ull,“ segir Gunnar um tilraun þeirra
til að koma iðnaðarvefnaði úr
íslenskri ull aftur á laggirnar hér á
landi.
Sixpensarar og sófar
Kormákur & Skjöldur hafa hannað
sínar eigin fatalínur frá 2010 og „þar
sem viðtökur hafa verið frábærar
teljum við að nú sé tímabært að
fara skrefi lengra og hanna fatalínu
úr íslenskri ull, íslensku tweedi.
Við viljum að fatalínan okkar verði
ekki bara íslensk hönnun heldur
einnig úr íslenskum efnivið. Það
var upphafið að þessari vöruþróun
okkar,“ heldur Gunnar áfram um
framleiðsluna sem var aðeins hugs-
uð sem efni í jakkaföt, sixpensara
og aðrar flíkur sem framleiddar eru
undir merki Kormáks & Skjaldar.
Ullin spannst síðan í óvæntar
áttir undir lok þróunarvinnunnar
þegar „samstarfsmenn okkar í
Austurríki segja bara við okkur að
við eigum að átta okkur á því að
þetta er náttúrlega tilvalið efni í
húsgögn. Stóla og sófa og svoleiðis
vegna þess að íslenska ullin er svo
svakalega sterk og endingargóð.
Og kemur svakalega vel út úr öllum
prófunum,“ segir Gunnar um hús-
gagnagerðina sem bættist óvænt við
klæðskurðinn.
„Þannig að við heyrðum í Epal
og sá bolti byrjaði í rauninni bara
að rúlla og framleiðsla hófst líka
á þessu íslenska tweedi fyrir hús-
gögn. Það eru náttúrlega miklir
möguleikar í því enda framleiddir
sófar og stólar úti um allan heim á
hverjum einasta degi úr alls konar
efnum sem við getum alveg farið í
smá slag við.“
Tweed-nördarnir
Þótt það sé hugur í íslenska tweed-
genginu með tilheyrandi trú á
efninu segir Gunnar þó að ekki sé
hægt að tala um stórfengleg útrás-
aráform í þessum efnum. „Kannski
ekki beint útrás en við myndum
örugglega svara símanum. Hlutirnir
gerast nú hægt í kjallaranum, eins
og við segjum stundum, en sígandi
lukka er best.
Við erum búnir að nördast í þessu
í einhver þrjú, fjögur ár núna og það
er f lókið mál að þróa þetta. Líka að
ná svona góðri vöru í svona háum
gæðum. Það var svo eiginlega bara
óvæntur bónus að þetta hentaði
vel fyrir húsgögn,“ segir Gunnar og
viðurkennir að þeir félagar séu á
mörkum einhvers konar þráhyggju
í tweedinu.
Ull er gull
„Ull er gull, eins og Kormákur segir
réttilega, og það er líka svo mikil
rómantík í þessu. Við hittum ein-
mitt iðnaðarráðherra um daginn
Ull er gullfótur vaðmálshagkerfisins
Skjöldur og Kormákur láta gamlan draum um framleiðslu á tweed-efni rætast. Íslenska ullin þykir svo góð að
verslunin Epal stökk til og íslenska tweedið er ekki aðeins notað í jakka og sixpensara heldur sófa og stóla.
Fullur sófi af tweed-fólki. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, klæðskerarnir Birna Sigurjónsdóttir og Rakel Ýr Leifsdóttir, Magnús Pétur Lýðsson, hjá
Kormáki og Skildi, Skjöldur Sigurjónsson kaupmaður og Gunni Hilmarsson, hönnuður hjá Kormáki og Skildi og tónlistarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Íslenska tweed-
ið nýtur sín
betur á sígildum
Erik Jörgensen
sófanum þegar
Skjöldur situr
einn á honum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
og vorum að stinga upp á því við
hana að við ættum bara að taka upp
tweed-hagkerfið eins og við gerðum
í gamla daga,“ segir Gunnar.
„Krónan er alveg jafn verðlaus
núna og hún var 1550 og við not-
uðum sko tweed í gamla daga til
þess að kaupa, þú veist, sykur og salt
og allt það. Vaðmálið var í rauninni
bara hagkerfið. Tweedið er líka
alveg laust við verðtryggingu. Við
ÍSLENSKA TWEEDIÐ
Kormákur og Skjöldur hafa í
nokkur ár verið að undirbúa
framleiðslu á tweedi, eða vað-
máli úr íslenskri ull, og fögnuðu
verkefninu á HönnunarMars
enda varan ekki verið framleidd
hérlendis síðan á sjöunda áratug
síðustu aldar. Sú var tíðin að
íslenskt tweed-efni var framleitt
hérlendis. Öll stig framleiðslunn-
ar voru unnin hér. Allt frá því að
bóndinn afhenti hráa ullina, ullin
var hreinsuð og þvegin, kembd
og spunnið úr henni ullarband.
Bandið var svo ofið í tweed-efni
sem var notað í fatnað, teppi,
áklæði og margs konar aðra hluti.
Gamla Álafoss-úlpan er gott
dæmi um fatnað sem íslenskt
tweed var nýtt í.
„Sumar aðferðir við vinnslu
textílefna hafa þó viðhaldist
betur hér á landi en aðrar,“ segir
Gunnar. „Prjón og hekl eru aðal
vinnsluaðferðir okkar. Vefnaður-
inn er talinn gera textílefnið
sterkara en við erum ekki að
framleiða ofin textílefni lengur
og hefur vefnaður úr íslensku
ullinni horfið að mestu leyti. Sá
tækjakostur og þekking sem var
til hérlendis er því miður horfin
og því enginn iðnaðarvefnaður til
staðar lengur. Textílframleiðslan
á ullinni er því frekar einhæf hér
á landi.“
ætlum ekki að blanda henni inn í
tweedið.
Það mætti náttúrlega upphefja á
ný frasann um að „komast í álnir“
og fara að nota hann meira. Ef þú átt
mikið af vaðmáli þá ertu náttúrlega
ríkur maður og að komast í álnir er
auðvitað bara að eiga ógeðslega
mikið af tweedi. Það er bara svo-
leiðis.“
Fjölbreyttir sauðarlitir
Ullin í tweedinu kemur frá öllum
hornum landsins og er í grunnlit-
unum fjórum: mórauðum, hvítum,
gráum og svörtum. „Það er ótrúlegt
hvað það er hægt að gera margt úr
þeim fjórum litum þegar þeim er
blandað saman í alls konar hlut-
föllum og mynstrum og dóti.“
Ístex í Mosfellsbæ spinnur ullar-
bandið sem Gunnar segir síðan ofið
í tweed í einni af bestu millum í Evr-
ópu, Seidra í Austurríki. „Draumur-
inn er að geta gert allt ferlið ein-
göngu hérlendis en til þess vantar
enn tæki og þekkingu sem hefur
með tímanum tapast að hluta.“
Nú haf ið þið auðvitað langa
reynslu og samanburð við annað
tweed. Er það íslenska í alvörunni
svona gott?
„Okkur finnst þetta vera pinku-
lítið betra heldur en Harris-Tweed,“
svarar Gunnar að bragði. „Aðeins
betra. Gæðin eru svipuð og útlitið
er það sama en við höfum náð ein-
hvern veginn að gera ullina þannig
að íslenska tweedið er pinkulítið
mýkra heldur en Harris-Tweedið
og þá auðvitað pinkulítið betra.
Sjón er svolítið sögu ríkari,“ segir
yfirhönnuðurinn, tilbúinn til þess
að leggja íslenska vaðmálið í dóm
neytenda. toti@frettabladid.is
1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ