Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 44

Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 44
 Genesis® II E-415 GBS Verð: 208.500 kr. Síðasta laugardagskvöld fóru fram útgáfutónleikar Emmsjé Gauta fyrir nýj-ustu plötu hans, Bleikt ský. Mögnuð stemning mynd-aðist en Gauti hafði staðið lengi að undirbúningi tónleikanna og breytt sviðinu í Gamla bíói til að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. Gauti fékk nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins með sér upp á sviðið, þá Birni, Aron Can, Króla og Flóna, en upphitunin var í höndum þess síðastnefnda. „Kvöldið gekk framar vonum. Það er auðvitað smá prufutími í gangi með að halda stóra tónleika „post COVID“. En ég gæti ekki verið sáttari. Ég var með svakalegt teymi sem setti upp giggið með mér, það þýðir ekkert að spara þegar maður er að halda tónleika fyrir sjálfan sig,“ segir Gauti. Næst á dagskrá hjá honum eru tónleikar á Egilsstöðum um versl- unarmannahelgina. „Svo er það Innipúkinn og eftir það fer ég norður með útgáfutónleikana. Ég verð með þá þann 22. ágúst á Græna hattinum,“ segir Gauti. Miða á þá er hægt að nálgast á tix.is. Emmsjé Gauti fagnaði útgáfu Á laugardaginn fóru fram útgáfutónleikar Emmsjé Gauta vegna nýjustu plötu kapp- ans, sem ber nafnið Bleikt ský. Gamla bíó troðfylltist af aðdáendum tónlistarmanns- ins og myndaðist gríðarleg stemning. Eitt vinsælasta lag síðasta árs, Malbik, fékk svo góðar viðtökur að Gauti spilaði það tvisvar. Gauti segir mikla vinnu hafa farið í að gera tónleikana sem flottasta. MYNDIR/ÓMAR SVERRISSON Rapp- arinn segir að kvöldið hafi gengið vonum framar. Einstaklega góð stemning myndaðist á tón- leikunum en Gauti hafði breytt sviðinu í Gamla bíói til að gera tónleikana sem flottasta. Platan Bleikt ský kom út í byrjun mánaðar og hefur fengið góðar viðtökur. Þann 22. ágúst fer Gauti svo með útgáfutónleika sína norður á Akureyri. Tónlistar- maðurinn Birnir var meðal þeirra sem steig á svið á laugardaginn. MYND/BERGLAUG PETRA 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.