Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 2

Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 2
Veður Austlæg átt í dag, 8-15 og rigning SA-lands, en annars víða skúrir. Hiti 9 til 17 stig, svalast og hvassast á Vestfjörðum. SJÁ SÍÐU 28 Grímulaus ruglingur Eftir töluverðan rugling um sóttvarnareglur í strætó tilkynnti Strætó síðdegis í gær að farþegum yrði ekki skylt að bera grímur í strætó. Mælst var hins vegar til þess að farþegar hefðu grímu á sér til að nota á þeim tímum þegar fjölmennast er í vögnum. Tilkynningin dugði þó ekki til að sefa ágreining um grímunotkun og hefur málinu verið skotið til almannavarna. Gert verður út um deiluefnið á upplýsingafundi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FERÐALÖG „Þessi hugmynd hefur blundað í mér í smá tíma en síðustu sumur hafa mögulegir ferðafélagar aldrei verið lausir á sama tíma. Út af faraldrinum voru allir klárir í ár og þess vegna ákváðum við að kýla á þetta,“ segir Geir Gunnarsson meðlimur Geirfuglanna, sem luku á dögunum því afreki að hjóla yfir allt Ísland, horn í horn. „Við byrjuðum á Reykjanestánni og hjóluðum síðan á ská yfir allt landið og enduðum yst á Langanesi. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið gert áður á hjóli og það væri áhuga­ vert ef einhver getur leiðrétt okkur með það,“ segir Geir. Ásamt honum hjóluðu tveir bræður hans, Magnús og Pétur Már Gunnarssynir, með honum, sem og vinur hans Krist­ ján Guðni Bjarnason sem slóst með með í för. „Við erum vanir hjólamenn og höfum talsverða reynslu af útivist og fjallgöngum. Þannig að við höfð­ um góðan grunn og höfðum einnig undirbúið okkur vel,“ segir Geir. Alls tók leiðangurinn tólf daga og reyndi töluvert á, eins og gefur að skilja, enda einsettu leiðangurs­ menn sér að hjóla sem minnst á til­ búnum vegum, heldur frekar um fjöll og firnindi. „Það kom okkur í opna skjöldu að fyrsta dagleiðin á Reykjanesinu var ein sú erfiðasta. Við lentum í miklu roki og vorum ansi framlágir eftir þann dag. En á móti vorum við heppnir með veður á hálendinu. Fyrir fram hafði maður mestar áhyggjur af nokkrum dag­ leiðum þar,“ segir Geir. Eftir fyrsta daginn gistu þeir heima hjá sér á höfuðborgarsvæð­ inu, en það sem eftir var ferðarinnar fylgdi þeim trússbíll. „Það var mik­ ill lúxus. Bjarni Sighvatsson, faðir Kristjáns Guðna, keyrði bílinn og þar var nóg af vistum og búnaði auk þess sem við gátum tekið tjöld með.“ Ferðin gekk að mestu stóráfalla­ laust þó að einstaka fall eða aumir vöðvar og liðir hafi stundum valdið tímabundnum vandræðum fyrir einstaka Geirfugla. Fjórmenning­ arnir luku því allir leiðangrinum erfiða. „ Maður var f urðu góður í skrokknum á meðan á þessu stóð. Þetta er gríðarlegt álag og brennsla, en það er eins og líkaminn venjist því f ljótt eða slökkvi á sársauka­ skynjurunum,“ segir Geir. Hann segist helst hafa fundið fyrir verkjum í rassinum, enda talsvert álagssvæði í langri hjólaferð, en skellurinn hafi eiginlega komið þegar púlinu var lokið. „Daginn eftir, þegar ég vaknaði upp í heitu rúmi þá var ég alveg ónýtur. Skrokkurinn er bara f lak. En ég vona að það jafni sig f ljótt og vel,“ segir Geir og hlær. bjornth@frettabladid.is Geirfuglarnir hjóluðu þvert yfir allt Ísland Fjórir félagar, sem nefna sig Geirfuglana, unnu það afrek á dögunum að hjóla þvert yfir Ísland, frá Reykjanestá og yst út á Langanes. Ferðin tók tólf daga og gekk að mestu stórslysalaust enda vanir hjóla- og útivistarmenn á ferðinni. Geirfuglarnir við upphaf leiðangursins á Reykjanestánni. MYND/AÐSEND Daginn eftir, þegar ég vaknaði upp í heitu rúmi þá var ég alveg ónýtur. SAMFÉLAG Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti í annað sinn í dag, en samkvæmt stjórnarskrá hefst kjörtímabil forseta 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Athöfnin fer fram á Alþingi venju samkvæmt, en verður minni í sniðum að þessu sinni en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana. Þess er einnig minnst í dag að 40 ár eru liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti í fyrsta sinn árið 1980. – aá Forseti settur í embætti í dag Forsetahjónin voru hyllt á Austur- velli árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is SAMFÉLAG Óvissa ríkir um örlög Reykjavíkurmaraþonsins sem fara átti fram 22. ágúst. Fyrir helgi stóð enn til að hlaupið færi fram þrátt fyrir heimsfaraldurinn, en með breyttu sniði í samráði við almannavarnir. Til greina hefur meðal annars komið að skipta þátt­ takendum í hópa. Í ljósi þeirra takmarkana á sam­ komum sem tóku gildi í gær, gæti þurft að endurskoða ákvörðun um að halda hlaupið. Samkvæmt upplýsingum frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem heldur utan um hlaupið, hefur verið boðað til fund­ ar með helstu forsvarsmönnum þess á þriðjudaginn. Fjölmörg góðgerðafélög njóta góðs af hlaupinu og verði því aflýst mun það hafa áhrif á fjárhag þeirra vegna styrkja sem komið hafa í gegnum áheit á hlaupara. – aá Örlög hlaupsins rædd eftir helgi Maraþonið fer fram í ágúst á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMFERÐ Umferð á Suðurlands­ vegi var tæplega þriðjungi minni í gær en í upphafi verslunarmanna­ helgarinnar á síðasta ári. „Ég sá hjá Vega gerðinni í gær að það óku um 19 þúsund bílar um Geit háls í fyrra en þeir eru um níu þúsund það sem af er degi núna,“ segir Aðal steinn Guð­ munds son, varð stjóri hjá um ferðar­ deild lög reglunnar, síðdegis í gær. Umferðin út úr bænum gekk vel að hans sögn, ökumenn stilltu hraða í hóf og fáir fengu sektir. – aá Minni umferð en á síðasta ári 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.