Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 6

Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 6
Hvar liggur ábyrgð stjórnvaldsins – sveitarstjórnarinnar – þegar upp verður staðið að lokum? Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Páls Guðmundssonar á Húsafelli DÓMSMÁL „Það er afar sérstakt að röð af minniháttar mistökum geti leitt til tugmilljóna tjóns fyrir borg­ arann,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Páls Guðmundssonar á Húsafelli sem dæmdur hefur verið til að fjarlægja legsteinasafn af lóð sinni. Eins og fram hefur komið dæmdi Héraðsdómur Vesturlands Pál á Húsafelli til að fjarlægja byggingu yfir legsteinasafn, sem verið hefur í smíðum á síðustu árum. Var það gert að kröfu Sæmundar Ásgeirs­ sonar, sem á Gamla bæinn svokall­ aða og rekur þar gistiþjónustu. „Málið er auðvitað afar sérstakt,“ segir Ragnar. „Páll byggði sam­ kvæmt byggingarleyfi stjórnvalds, hann byggði aldrei í leyfisleysi: þetta er ekki óleyfisframkvæmd eins og stundum er talað um.“ Ragnar segir að rekja megi málið til mistaka við birtingu auglýsinga sem varði þetta svæði. Það hafi ekki verið hlutverk Páls að annast þær auglýsingar, heldur Borgarbyggðar. Nágranni sem sé ekki sáttur við Pál vegna sameiginlegs bílastæðis þeirra hafi áttað sig á þessu og hrint málinu af stað. „Og það leiðir til þessarar niður­ stöðu, að þrátt fyrir byggingarleyfi, þá eigi byggingarleyfið sér ekki næga stoð í réttilega auglýstu skipu­ lagi. Þetta hefur ekkert með efni máls að gera, þetta er bara eintómt form. Þannig að formið trompar öll réttindi,“ útskýrir Ragnar. Aðspurður hvort til standi að rífa legsteinasafnið, eins og dómurinn kveður á um, segir Ragnar málið allt í athugun hjá aðilum málsins. „Það er enn nægur tími til þess áfrýja,“ segir Ragnar, sem kveðst ekki vita hvort f lötur sé á sáttum í málinu. Spyr um ábyrgð sveitarfélags í málinu um legsteinasafn Páls Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Páls Guðmundssonar á Húsafelli segir Pál hafa reist umdeilt legsteina- safn með byggingarleyfi frá sveitarfélaginu og beri ekki ábyrgð á formgöllum í auglýsingum á skipulagi. Páll var dæmdur til að rífa safnið fyrir miðjan september. Byggðaráð Borgarbyggðar harmar stöðuna. Legsteinasafnið, sem 14. júlí síðastliðinn var dæmt til niðurrifs innan tveggja mánaða, er til hægri. „Svo er það spurning: hvar liggur ábyrgð stjórnvaldsins – sveitar­ stjórnarinnar – þegar upp verður staðið að lokum?“ spyr Ragnar. Málið allt mun leggjast þungt á sveitarstjórnarmenn í Borgar­ byggð. Á síðasta fundi sínum kvaðst byggðarráð harma þá stöðu sem komin sé upp varðandi fyrirkomu­ lag bygginga á Húsafelli. Ráðið sagðist um leið árétta þá stefnu sem miði að því að á Húsafelli verði veitt fjölbreytt þjónusta. „Mikilvægt er að eigendur lands og fasteigna komi sér saman um fyrirkomulag bygg­ inga og tengdrar aðstöðu, með gerð deiliskipulags og hvetur byggðaráð þá til að láta á það reyna áður en núverandi fyrirkomulagi mann­ virkja er breytt. Sveitarfélagið hefur boðist til að hafa frumkvæði að gerð deiliskipulagsins og það stend­ ur enn til boða,“ segir byggðarráðið. gar@frettabladid.is Fauci sat fyrir svörum Dr. Anthony Fauci og aðrir heilbrigðissérfræðingar sátu fyrir svörum í bandaríska þinginu í gær, en þeir voru kvaddir fyrir sérnefnd sem hefur við- brögð ríkisstjórnar Donalds Trump við heimsfaraldri kórónaveirunnar til rannsóknar. Fauci fjallaði um mikilvægi þess að vísindaleg þekking um veiruna og gæði greininga verði bætt. Hann er hóf lega bjartsýnn á að öruggt bóluefni við COVID-19 verði til reiðu fyrir lok þessa árs. MYND/GETTY HONG KONG Stjórn völd í sjálfs­ stjórn ar héraðinu Hong Kong hafa frestað þing kosn ing um, sem áttu að fara fram í sept em ber, um eitt ár. Yfir hundrað smit á dag hafa greinst í Hong Kong undanfarna tíu daga. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið undanfarna sjö mánuði,“ sagði Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar. Stjórnarandstaðan sakar yfirvöld um að nota kórónaveirufaraldurinn sem afsökun til að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa. – bþ Kosningunum frestað um ár Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sætir harðri gagnrýni. SPÁNN Heilbrigðisyfirvöld á Spáni hafa varað við því að nú sé verið að leggja  yngra fólk inn á gjörgæslu vegna bráðatilfella af COVID­19, en ekki aðeins eldri sjúklinga. El País vitnar til viðvörunar frá Fernando Simón hjá heilbrigðis­ ráðuneyti Spánar, sem biðlar til ungmenna að fara varlega. Þau séu álitin kærulausari gagnvart því að gæta sín og samskipti þeirra séu uppspretta aukningar í smiti. Meðalaldur kvenna sem greinast með COVID­19 á Spáni er 41 ár og karla 45 ár. „En sé eingöngu litið til gagna frá síðustu þremur vikum er meðalaldurinn mun lægri eða 38 ár hjá konum og 36 ár hjá körlum. Í mars og apríl hafi meðalaldur sjúkl­ inga verið yfir 60 ár. – gar Lækkandi aldur sjúkra á Spáni EVRÓPA Evrópusambandið hefur ákveðið að draga til baka styrki til sex bæja í Póllandi, sem höfðu gefið út opinberar yfirlýsingar um að þeir væru LGBT­frísvæði, það er svæði sem væru laus við samkynhneigða og kynleiðrétta einstaklinga. Styrkirnir voru vegna fyrirætlana um vinabæjasamskipti pólsku bæj­ anna við aðra evrópska bæi. Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttis­ mála hjá Evrópusambandinu, segir að grunngildi og réttindi verði að virða og því hefði ákvörðunin verði tekin. Alþjóðlega mannréttindavaktin (International Observatory of Human Rights) upplýsti í mars að þriðjungur pólskra bæja hefði skil­ greint sig sem LGBT­frísvæði síðan 2019. Í byrjun þessa mánaðar ákvað borgin Nieuwegein í Hollandi að slíta vinabæjartengslum sínum við pólsku borgina Pulawy, því að stjórnvöld þar ákváðu að lýsa því yfir að borgin væri LGBT­frísvæði. – bþ Hætt við styrki til pólskra bæja Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttismála ESB. 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.