Fréttablaðið - 01.08.2020, Qupperneq 16
Í RAUN OG VERU ER ÉG
BÚINN AÐ FÁ 24 ÁRA FANG-
ELSISDÓM FYRIR OFBELD-
ISLAUSA GLÆPI FRÁ
ALDAMÓTUM.
Þetta eru sextán ár sem ég er búinn að vera í fang-elsiskerfinu og í raun og veru er ég búinn að fá 24 ára fangelsisdóm fyrir of beldislausa glæpi frá
aldamótum,“ segir Guðmundur Ingi
Þóroddsson, sem losnar úr ökkla-
bandi í dag og tekur sín fyrstu skref
sem frjáls maður, eftir að hafa eytt
drjúgum hluta síðustu tuttugu ára
í fangelsi.
Guðmundur Ingi var stórtækur
í fíkniefnasmygli til og frá landinu
en er í seinni tíð þekktastur sem
formaður Afstöðu, félags fanga, sem
hann hefur sinnt um árabil af eftir-
tektarverðri einurð og festu.
„Ég held að það sé voðalega lítið
að fara að breytast hjá mér þannig
lagað. Ég er náttúrlega giftur þann-
ig að ég er alveg undir jafn miklu
eftirliti,“ hlær frjálsi maðurinn sem
þakkar þrepaskiptri afplánun að
lífið haldi bara áfram, ef svo má að
orði komast.
Draumur frjálsa fangans
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, losnar úr ökklabandi í dag og verður
þar með frjáls maður eftir að hafa frá aldamótum verið sextán ár í fangelsi. Hann íhugar
þingframboð ef löggjafinn fer ekki bráðum að taka hressilega við sér í fangelsismálum.
Guðmundur Ingi Þóroddsson er frelsinu feginn eftir að hafa afplánað meira eða minna frá aldamótum og ætlar hamingjusamur að halda baráttunni með Afstöðu áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Ég er náttúrlega í raun og veru
búinn að vera að vinna utan fang-
elsis í þrjú og hálft ár í þessari
þrepaskiptingu sem fangelsisafpl-
ánun er í dag,“ segir Guðmundur,
sem er búinn að vera í ökklabandi
í eitt ár eftir að hafa verið sextán
mánuði á áfangaheimilinu Vernd.
„Þetta er auðvitað of boðslega
f lott þrepaskipting. Þetta hefur
náttúrlega breyst á síðustu árum
og er mjög gott þótt það vanti enn
hinn helminginn af kerfinu. Það er
að segja að fangavistin hafi inni-
hald og menn fari í endurhæfingu á
meðan þeir eru í afplánun. Þetta er
ekki að virka af því að við erum ekki
með heildarkerfi í raun og veru,“
segir Guðmundur Ingi, sem stofnaði
Afstöðu ásamt fleirum 2005.
Óbreytt afstaða
„Ég er mjög hamingjusamur í dag.
Ég er giftur og ég ætla að halda
áfram í Afstöðu. Við erum með fullt
af verkefnum og ég vil sjá ákveðna
drauma sem við erum með rætast,“
segir Guðmundur Ingi sem ætlar að
halda réttindabaráttu fanga áfram
sem frjáls maður.
„Þetta er það sem ég vil gera og
starfa við. Ég þarf reyndar að finna
mér eitthvað hobbí og einbeita mér
að því að slaka á,“ segir Guðmundur
Ingi sem er og hefur verið vakinn og
sofinn á fangavaktinni.
Draumur fangans
Hann segist þó aðspurður reyna
að hlífa eiginmanni sínum við
áreitinu og þótt málefni fanga
brenni á honum komist f leira að í
huga hans. „Ég tala aldrei um þetta
heima vegna þess að hann er í raun
og veru ekkert alveg sammála mér í
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð