Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 17

Fréttablaðið - 01.08.2020, Page 17
EN HJÁ MÉR VAR ÞAÐ EIN- HVERN VEGINN ALDREI VESEN AÐ VERA SAMKYN- HNEIGÐUR Í FANGELSI. ÞANNIG AÐ ÉG GET SAGT ÞAÐ AÐ EF ÞESSIR RÁÐ- HERRAR KOMA EKKI OG VIÐ GERUM EITTHVAÐ, ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ BJÓÐA MIG FRAM. þessum málum. Hann er náttúrlega frá Rúmeníu og þar eru öðruvísi viðhorf og hann er kannski meira sammála mörgum sem hafa verið að gagnrýna að fang- elsin eru kannski meira eins og hótel. En það er náttúrlega fólk sem gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvernig er að vera í fang- elsi,“ segir Guðmundur „Ég ætlaði að fara til Rúmeníu núna um miðjan ágúst. Að hitta tengdaforeldrana og fjölskylduna. Ég var á leiðinni þangað þegar ég var handtekinn, þannig að ég hef aldrei komið þangað þannig að ég hlakka mikið til.“ Ástandið í heiminum er hins vegar þannig að Guðmundur Ingi telur öruggast að bíða með utan- landsferðir í bili. Jafnvel til næsta árs, þrátt fyrir að hann hafi lengi þráð að hoppa upp í f lugvél. „Ég veit ekkert um það en ég væri alveg til í að fara þangað, en maður verður bara að vera ábyrgur og ég get alveg þolað að fara ekki í f lugvél aðeins lengur,“ segir Guðmundur og hlær. Grátt á svart „Frelsissviptingin sem fylgir því að fara í fangelsi er ákveðið áfall sem í f lestum tilfellum kemur á eftir ein- hverju öðru áfalli sem varð til þess að menn fóru í neyslu og enduðu síðan í fangelsi. Það hefur eitthvað gengið á á undan og til þess að ná bata, eða til að þessi endurhæfing virki, þarf ein- mitt að vinna í fyrra áfallinu og líka því seinna, sem er fangelsisvistin sjálf. Þetta er eitthvað sem menn eru kannski að átta sig á í dag en það er ekkert verið að gera í því,“ segir formaður Afstöðu og bætir við að í þessum efnum séu Íslendingar langt á eftir til dæmis Norðmönnum og Dönum. „Það er svo margt í boði sem hægt er að gera, en vandamálið er að stjórnmálamennirnir hugsa bara alltaf fjögur ár fram í tímann. Það er ekkert tuttugu ára plan til eins og í Noregi eða Danmörku og við höfum engan rétt á því að bera okkur saman við þessi lönd. Við erum bara ekkert þar. Fólk sér þetta kannski ekki en ég veit það vegna þess að ég hef verið þar.“ Eitruð menning Guðmundur Ingi segir andrúmsloft- ið innan fangelsisveggja eðli máls- ins samkvæmt þrungið spennu. „Það er álag að vera í fangelsi. Allan tímann sem þú ert inni. Það er hávaði. Það eru slagsmál. Það eru læti. Fólk grætur. Jafnvel á nóttunni. Það er súr húmor þarna sem getur hreinlega verið skaðlegur andlegri heilsu. Sérstaklega til lengdar og oft… Ég veit ekki hvað ég á að fara djúpt í það,“ segir Guðmundur og stynur eftir nokkurt hik. „En kynferðisleg áreitni er dag- legur hlutur þarna. Þetta er í raun og veru menning sem þarf að snúa við í fangelsunum. Vegna þess að ef þú ert alinn upp á Litla Hrauni í svona menningu þá vitum við alveg hvað er að fara að gerast þegar þú kemur út. Og það á enginn að þurfa að sitja undir því að vera í fangelsi og vera stöðugt hræddur.“ Hvernig er að vera samkyn- hneigður í svona súrri menningu sem ætla má að sé þrungin eitraðri karlmennsku? „Það var allt í lagi og aldrei vesen. Allavegana ekki fyrir mig. Auðvitað er fangelsi þannig að þú mátt ekki sýna tilfinningar. Þú mátt ekki… Þú veist. Allir að æfa, lyfta og allt svo- leiðis. Ég tók alveg sjálfur þátt á sínum tíma. Skaut á fólk með sama súra húmorinn og var að lyfta, verða sterkur og allt svoleiðis. Og sýndi ekki tilfinningar og allt það. En hjá mér var það einhvern veginn aldr- ei vesen að vera samkynhneigður í fangelsi. Ég efast líka um að ég hafi verið fyrsti samkynhneigði maðurinn í fangelsi, en það var ekkert algengt að menn viðurkenndu það að vera samkynhneigðir í fangelsi. Þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir fanga- vörðunum á þeim tíma sem ég var þarna fyrst. Ég hef síðan alveg séð fleiri koma inn og fangaverðir hafa tekið svo vel á þeim málum en auð- vitað fer það bara eftir hverjum og einum og menn geta alveg lent mjög auðveldlega í einelti í fangelsi hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða ekki.“ Ungur og vitlaus Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsunum sem vilji ekki breytast og snúa lífi sínu við, en stuðninginn vanti sárlega. „Margir sem eru þarna inni hafa í raun og veru aldrei haft neitt annað val. Þeir alast upp eða eru fæddir inn í neyslu, barsmíðar, upptökuheimili og alls konar hluti. Það hefur verið farið illa með marga og sumir eru ólæsir. Þetta er allt fólk sem þarf bara smá aðstoð og það er ekki verið að veita neina aðstoð í fangelsunum. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og það bitnar í raun og veru bara á föngunum sjálfum, sem síðan bitnar á samfélaginu. En þú sjálfur. Hvernig leiddist þú út á þessa braut? „Ég held að þetta hafi bæði verið djamm og að maður hafi verið að gangast upp í einhverri ímynd. Ég náttúrlega f lutti á sínum tíma til Spánar og það má segja að neyslan hafi byrjað þar. Ég var þar með bar og hann fór náttúrlega illa út af rugli. Þannig að þetta byrjar í raun og veru þar og þeir sem eru í neyslu þurfa að viðhalda lífsstíl sínum og neyslu,“ segir Guðmundur og bætir við að í hans tilfelli hafi ekki bætt úr skák að hann fari alltaf alla leið. Og ef til vill aðeins lengra. „Maður gerði hluti sem maður myndi aldrei gera í dag og maður hugsar bara öðruvísi, og ég get alveg viðurkennt það að mér fannst bara ekkert að því að gera þetta og í raun veru sá ég bara eftir því að ég var tekinn. Við erum líka að sjá unga stráka sem eru að koma núna og finnst þetta bara fínt. Það er ferlega sorglegt að horfa upp á það.“ Annað tækifæri Guðmundur Ingi segir margt hafa breyst til hins betra síðan fyrsti langi dómurinn var felldur yfir honum og honum var fyrst stungið inn. „Það var bara allt grátt. Ekkert nám af viti. Engin sálfræðiaðstoð og engar meðferðir í gangi. Það var ekkert. Ég var náttúrlega ungur, 25 ára og það kom enginn til mín og spurði hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Eða bauðst til að hjálpa mér að verða trésmiður, bakari eða hvað sem er. Ég veit heldur ekkert hvernig ég hefði tekið því þá, vegna þess að mér fannst ég vera með allt á hreinu og eiga nóg af pening og ætlaði bara að fara út og halda áfram. Það var bara mitt viðhorf. Mér fannst þetta bara í lagi. Maður var bara fastur einhvern veginn í þessu og búinn að vera í neyslu í nokkur ár og maður vildi ekkert endilega breyta. En auðvitað var þetta erfitt tímabil og ég hefði viljað að maður hefði valið aðra leið inni í fangelsinu á þeim tíma, en það var ekkert í boði.“ Guðmundur Ingi breytti um stefnu á seinni hluta fangelsis- vistarinnar og einbeitti sér að námi, með það markmið að ljúka tveimur háskólagráðum, í spænsku og lögfræði. „Ég lærði ekkert í fyrsta skiptið,“ segir Guðmundur sem fékk góðar móttökur og skilning hjá Verzlunarskóla Íslands. „Ég fékk ótrúlega f lotta hjálp í Verzló og kláraði hann á tveimur árum. Ég náði samt aldrei markmiðum mínum sem voru að taka BA í spænsku og BA í lögfræði, til þess að ég ætti meiri möguleika í lífinu þegar ég kæmi út. Ég sá þarna að ég varð að læra eins mikið og ég gat, en það voru miklar hindranir á veginum, en auðvitað hefði verið betra fyrir samfélagið ef ég hefði náð því og mig, fjölskyld- una og alla,“ segir Guðmundur Ingi sem er með BA-próf í spænsku en náði ekki að klára lögfræðina. Glæpamaður á þing Guðmundur Ingi segir breytt við- horf og nýja nálgun algert grund- vallaratriði. „Með því að breyta þessum málaf lokki og taka upp raunverulega endurhæfingarstefnu getum við skilað betri mönnum út í samfélagið aftur og lækkað kostnað hjá lögreglu, dómstólum, fangelsiskerfinu, heilbrigðiskerf- inu og almannatryggingakerfinu,“ segir Guðmundur og nefnir einnig lækkaða glæpatíðni og færri endur- komur í fangelsin. „Og kannski það sem skiptir mestu máli er að við fækkum brotaþolum. Það hlýtur að skipta mestu máli. Það er að segja, við getum kannski ekki komið í veg fyrir fyrsta brot en við getum svo sannarlega komið í veg fyrir annað, þriðja og fjórða. Og ef fólk áttar sig ekki á þessu þá erum við í slæmum málum, en við höfum svo sem verið það.“ Þú ert svolítið farinn að hljóma eins og stjórnmálamaður. „Við höfum fengið alls konar loforð frá stjórnmálamönnum og auðvitað er draumur okkar að Ásmundur Einar, vinur minn, félagsmálaráðherra, Áslaug dóms- málaráðherra, Svandís heilbrigðis- ráðherra og Lilja menntamálaráð- herra komi til okkar, eins og þau hafa komið í önnur tískudæmi sem henta þeim, og við vinnum þetta saman. Þetta er bara svo miklu meira virði og þau verða að átta sig á því og ég trúi að þau muni gera það. En ef þau gera það ekki, þá er það bara framboð. Ég yrði langt í frá mesti glæpamaðurinn sem hefur sest á þing,“ segir Guðmundur, hlær og segist í raun ekki hafa haft neinn sérstakan, pólitískan metnað. „Kannski af því að maður hefur ekki viljað að allur skíturinn frá því í gamla daga komi upp, en ég bara sé ekki að það sé nokkuð að fara að gerast í þessum málum. Þannig að ég get sagt það að ef þessir ráðherrar koma ekki og við gerum eitthvað, þá ætla ég að bjóða mig fram. Ég yrði alveg óhræddur við það og myndi taka á þessum málum. Maður hefur orðið svo gífurlega reynslu af þessum málum. Ég hef átt mjög góð samskipti við fullt af ráðherrum, þingmönnum og emb- ættismönnum. Þannig að ég þekki stjórnsýsluna mjög vel og veit hvernig hlutirnir virka og þótt ég verði alltaf mjög bjartsýnn eftir hvern fund, þá veit ég samt alltaf innst inni að það er ekkert að fara að gerast. Þrátt fyrir að þau segi það beint við mann. Þannig að þetta er staðan,“ segir Guðmundur Ingi og íhugar sem frjáls maður bein, pólitískt afskipti af málaf lokknum sem á hug hans allan. „Ég tel mig vera góðan valkost fyrir stjórnmálaflokk sem vill vinna með mér og mun að sjálfsögðu starfa með þeim f lokki sem ég tel að ég muni hafa mest áhrif á velferð og fangelsismál. Ég þarf náttúrlega bara að meta það hvaða f lokkur yrði helst fyrir valinu og hugsa þetta út frá velferðar- og fangelsismálum.“ Pólitísk vonbrigði Örlög frumvarps Pírata um afglæpa- væðingu neysluskammta voru Guð- mundi Inga mikil vonbrigði. „Þetta er brýnt vegna þess að fólk er bara að deyja í hverri viku út af þessu. Skjólstæðingar okkar eru stór hluti þessa fólks og aðeins úr þeim hópi var á tímabili einn að deyja á viku og þeir eru ennþá að deyja. Það er svo erfitt að horfa upp á þetta vegna þess að þetta er fólk sem ég er búinn að vera samferða lengi og sjá koma inn og út úr fang- elsum. Bara vegna þess að það eru ekki til nógu öflugar meðferðir fyrir þennan hóp og ég held að nokkurn veginn allir séu sammála um að það þurfi að breyta þessu. Ég hef talað við marga þingmenn um þetta og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta var ekki samþykkt. Ég get hins vegar verið alveg sammála um að þetta var ekki gallalaust, en ég held það hefði verið minnsta mál að lagfæra það á mjög skömmum tíma. Reyndar er það þannig að það eru þarna ákveðnir þingmenn sem eru líka bara litaðir af ákveðnum svona fordómum og kunnáttuleysi og trúa því virkilega að það sé hættulegt að gera þetta,“ segir Guðmundur Ingi. „Og ég get ekki gert lítið úr því en það er vegna þess að þau eru bara af gamla skólanum og hafa ekki af lað sér nógu góðrar þekkingar á þessum málum. Þau vilja í raun ekkert breyta og hlusta. Það er bara þannig. En það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að þingmenn viti allt, en þegar þeir eru búnir að vera í miklum samskiptum við hags- munaaðila og fara yfir málin og sjá það sjálf að þetta er það besta sem hægt er að gera, þá er mjög sorglegt að sjá þá síðan kjósa öðruvísi.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.