Fréttablaðið - 01.08.2020, Síða 22
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Auðvitað var þetta skellur,“ segir Á rsæll Aða lbergsson, t a ls-maður Skógarmanna KFUM
sem þurfti að aflýsa Sæludögum. „Við
vorum klár, fullt af mat komið á stað-
inn og búið að setja upp hoppkastala og
slíkt. Þó vorum við tvístígandi. Á mið-
vikudagskvöld var róðurinn að þyngj-
ast og á fimmtudagsmorgun vorum við
sannfærð um að ekkert yrði af hátíðinni.
Það kom á daginn.“
Ársæll segir marga gesti hafa mætt á
miðvikudeginum. Þegar við opnuðum
svæðið var biðröð út að Hótel Glym. Fólk
lagði hjólhýsum og fellihýsum og reisti
tjöld en mátti ekki gista þá nótt. Það
mætti svo daginn eftir til að taka allt
niður og setning dagsins var: Svona
fór um sjóferð þá. Það þýðir ekkert að
pirra sig en ég er svekktur fyrir hönd
barnanna sem voru búin að hlakka til í
marga mánuði og undirbúa skemmtiat-
riði. Allir skilja aðstæðurnar, þetta eru
varúðarráðstafanir.“ – gun
Svona fór um sjóferð þá var setning dagsins
Ársæll finnur til með krökkunum.
Það er viss sorg hjá unga fólkinu að þurfa að sleppa Sæludögum en aðstæðurnar eru óvenju-legar,“ segir Dagný Bjarna-dóttir. Fjölskyldan var búin
að tjalda í Vatnaskógi eins og margir
f leiri þegar Sæludögum var aflýst eins
og öðrum viðburðum helgarinnar.
„Það var búið að versla, pakka niður
og reisa tjaldbúðir,“ lýsir Dagný og segir
svæðið hafa verið opnað á miðvikudeg-
inum. „Við vorum með tvö tjöld, tví-
burasysturnar voru með nýtt tjald og
settu það auðvitað upp sjálfar. Samkom-
an byrjar alltaf á fimmtudegi klukkan 19
og stelpurnar langaði að vera eina nótt
einar, við hin ætluðum að koma á föstu-
deginum.“
Á miðvikudeginum kveðst Dagný
hafa séð á svip starfsfólks að eitthvað lá í
loftinu. „En við héldum að gestafjöldinn
yrði innan settra marka. Svo horfði ég
á fundinn á fimmtudeginum og strax á
eftir kom tilkynning um að Sæludögum
væri aflýst þetta árið.“
Dagný segir Sæludaga hafa verið
fastan punkt í tilverunni hjá f jöl-
skyldunni frá því dæturnar, sem nú
eru sautján ára, voru pínulitlar. „Hjá
stelpunum byrjar árið eftir Sæludaga
og endar á Sæludögum, því um leið og
þeim lýkur eru þær farnar að hlakka til
þeirra næstu. Strákurinn okkar var líka
spenntur. Þetta er svo fjölskylduvæn
samkoma, góður félagsskapur, frábær
dagskrá og öruggt umhverfi – það er
hugsað fyrir öllu. Veðrið átti að vera
best á þessu svæði en við erum öllu vön,
eigum góð tjöld og aðstaðan inni er góð.
Þetta hefði orðið mjög gaman.“
Gestir Sæludaga tóku tjaldbúðirnar
niður á fimmtudaginn hægt og rólega.
Við leyfðum krökkunum að vera allan
daginn og hitta fólk í góða veðrinu.
Keyptum svo mat af mótshöldurum
svo það verða litlir sæludagar heima
um helgina, læri og hamborgarar og
grillaðir sykurpúðar úti í garði.“
gun@frettabladid.is
Sælan breyttist í sorg
Sæludagar í Vatnaskógi hafa verið árvissir um verslunarmannahelgi, en sú hefð var
rofin nú vegna COVID-19. Margir voru mættir með viðleguútbúnað og allt var til reiðu.
Alice og Ásta ansi svekktar yfir að þurfa að taka niður nýja tjaldið sitt strax.
Ásta Kent, Freyja Traustadóttir, Alice Kent, Dagný Bjarnadóttir, Sólrún Steinsdóttir, Daníel Kent og Trausti Jónsson í Vatnaskógi.
Hjá stelpunum byrjar árið eftir
Sæludaga og endar á Sæludög-
um, því um leið og þeim lýkur
eru þær strax farnar að hlakka
til þeirra næstu.
Merkisatburðir
1874 Ný stjórnarskrá fyrir Ísland gengur í gildi og sérstakt
stjórnarráð fyrir Ísland er stofnað í Kaupmannahöfn.
1897 Oddfellowreglan á Íslandi er stofnuð með áherslu
á bræðralag og sam-
hjálp.
1904 Embætti amt-
manna eru lögð niður
á Íslandi.
1981 Bandaríska
sjónvarpsstöðin MTV
byrjar útsendingar.
1984 Fjölbrauta-
skólinn í Garðabæ er
stofnaður.
1994 Mikið eyði-
leggst af sögu-
legum skjölum þegar
bókasafn Norwich
brennur.
1996 Menntaskólinn
Hraðbraut er stofn-
aður.
1998 Eitt dýrasta
frímerki heims, Gul tre skilling banco frá 1855, er selt fyrir
14 milljón sænskar krónur.
2016 Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta
Íslands, sama mánaðardag og allir fyrirrennarar hans.
1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT