Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 38
„Hvaða litarugl er þetta
nú eiginlega,“ sagði Kata
önug. „Þetta hringsnýst
allt svo það er ekki
hægt að horfa á þessa
litahringi án þess að fá
höfuðverk,“ bætti hún
við og ranghvolfdi í sér
augunum. Lísaloppa las
leiðbeiningarnar. „Hér
stendur, hvaða tveir af
hálfu hringjunum, ef þeir
eru lagðir saman, eru eins
og heili hringurinn efst?“
Þær horfðu á hringina
dágóða stund. „Nei,“
sagði Kata. „Þetta er bara
ein lita hringavitleysa
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
414
Sérð þú hvaða tveir helmingar lagðir saman eru eins og heili hringurinn??
?
?
?
1
5
2
6
3
7
4
8
fyrir mér, þú mátt reyna
að leysa þessa þraut, ég
gefst upp.“ „Gefst upp?“
sagði Lísaloppa glottandi.
„Allt í lagi“, sagði Kata og
dæsti. „Reynum þá að
nna eitthvað vitrænt
út úr þessari þraut.“ Hún
var ekki tilbúin að láta
það fréttast að hún hefði
gest upp svona léttilega
við að leysa einhverja
þraut.
Héraðsbúinn Björg Gunnlaugs-
dóttir var nýorðin 14 ára þegar hún
varð tvöfaldur Íslandsmeistari í
hlaupum 14 ára stúlkna snemma
í júlí, setti mótsmet og var einum
sentimetra frá meistaratitli í lang-
stökki.
Hvað varstu gömul þegar þú byrj-
aðir að æfa hlaup? Ég var fimm ára.
Er góð aðstaða á Egilsstöðum fyrir
æfingar? Já, það er gott að æfa á
Vilhjálmsvelli á sumrin. Hingað
til höfum við frjálsíþróttafólkið
þurft að æfa í íþróttahúsinu á vet-
urna en nú er að koma upp fimleika-
hús og þar er hlaupabraut og lang-
stökksgryfja. Það verður örugglega
byrjað að nota það núna bráðum.
Ertu aðallega í stökkum og hlaup-
um? Já, og fótbolta líka. Ég er að
æfa með liðinu Austurlandi, sem er
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir.
Í hvaða f lokki? Ég er í þriðja flokki
en ætti að vera í fjórða. Ég spilaði
einn meistaraflokksleik í júní, viku
áður en ég varð fjórtán ára. Það
gekk fínt. Við kepptum við Fram og
unnum. Ég gaf tvær stoðsendingar.
Ertu með góða þjálfara? Já, þjálf-
arinn minn í frjálsum heitir Lovísa
Hreinsdóttir. Það er haldið vel utan
um mig. Systir mín, Erla, er mikið
að þjálfa mig líka. Ég á þrjár eldri
systur og þær hafa allar komist í
úrvalshópa í íþróttum. Þetta er eitt-
hvað í genunum.
Eru foreldrar ykkar afreksfólk
í íþróttum? Nei, þau eru aðallega
afreksfólk í að hvetja okkur áfram.
Ertu að æfa alla daga? Ég er líka
í unglingavinnu en fer beint úr
vinnunni á æfingar. En núna er ég í
sumarfríi á ferðalagi með fjölskyld-
unni. Við komum 18. júlí í Borgar-
nes því þar var ég að spila, síðan
fórum við á Rey/Cup og ég spilaði
þar og við höfum farið á fótbolta-
leiki hjá systur minni. Fríið snýst
meira og minna um fótboltann
núna. Svo ætlum við að Stakkhamri
á Snæfellsnesi og hitta ættingja
okkar núna um helgina. Þar verður
örugglega fótboltakeppni líka. Við
ætluðum á unglingalandsmótið en
það fellur niður þetta ár.
Er það ekki spælandi? Jú, ég er
búin að fara á öll unglingalandsmót
síðan ég fæddist. Ég var sex vikna
þegar ég fór fyrst.
Fór á fyrsta
unglingalandsmót sex vikna
Lestrarhestur vikunnar Olivia Slazner
Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í
bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að
gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Lausn á gátunniÞað eru hálfhringirnir númer fimm og sjö?
Björg Gunnlaugsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í hlaupum nýlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
SYSTIR MÍN, ERLA, ER
MIKIÐ AÐ ÞJÁLFA MIG
LÍKA. ÉG Á ÞRJÁR ELDRI SYSTUR
OG ÞÆR HAFA ALLAR KOMIST Í
ÚRVALSHÓPA Í ÍÞRÓTTUM.
ÞETTA ER EITTHVAÐ Í GEN-
UNUM.
Hvernig bækur þykja þér
skemmtilegastar, Olivia?
Ævintýrabækur.
Hvaða bók lastu síðast og um
hvað var hún? Ég las bók sem
heitir Eragon og er ennþá með
hana. Hún er um strák sem
fann stein og út úr honum
klekst dreki sem er alveg eins á
litinn og steinninn var.
Hvaða bók ætlarðu að lesa
næst? Sossa sólskinsbarn eftir
Magneu frá Kleifum.
Ef þú myndir skrifa bók, um
hvað væri hún? Hún væri um
stelpu sem lendir í alls konar
ævintýrum.
Ef þú mættir velja þér persónu úr
bók til að ferðast um Ísland með,
hver væri hún? Frodo, bagginn úr
bókinni Lord of the Rings.
Hvernig munduð þið ferðast?
Við mundum ferðast gangandi
eins og í bókinni.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér?
Ég held að það hafi verið The
book thief.
Ferðu oft á bókasafnið? Já,
eiginlega á hverjum degi, nema
um helgar.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Brasilískt Jiujitsu og klassískur
gítar.
Í hvaða skóla ertu? Ég er í
Ölduselsskóla og á laugar-
dögum í Fellaskóla.
1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR