Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 25
Land Rover hefur ákveðið að seinka frumsýningu styttri gerð- ar Defender- jeppans um meira en sex mánuði vegna framleiðslutafa vegna COVID-19 faraldursins. Til stóð að hefja forsölu á Defender 90 núna í vor en á heimasíðu Land Rover stendur einfaldlega að hægt verði að panta hann snemma í september, og að uppgefin verð séu aðeins til viðmiðunar. Báðar gerðir Defender eru smíðaðar í verksmiðju Land Rover í Slóvakíu, en sú verksmiðja er nú rekin á einni vakt eins og er. Von er á að f leiri útgáfum nýs Defender muni einnig seinka eitthvað. Land Rover seinkar frumsýningu Defender 90  Subaru BRZ og Toyota GT86 eru systurbílar japönsku framleið- andanna en vélbúnaðurinn í bíl- unum kemur frá Subaru meðan mest annað kemur frá Toyota. Subaru hefur tilkynnt að ekki verði lengur hægt að panta BRZ- sport- bílinn hjá merkinu og aðeins verði seldir þeir bílar sem þegar eru til á lager. Sambærileg tilkynning hefur ekki komið frá Toyota eins og er, en systurbíllinn Toyota GT86 er fram- leiddur í sömu verksmiðju og BRZ í Gunma í Japan. Arftaki þessara bíla er væntanlegur á næsta ári og verður hann með 252 hestafla 2,4 lítra boxervél með forþjöppu. Hjá Toyota fær hann nafnið GR86 og verður hann seldur samhliða GR Supra. Subaru hefur ekki tilkynnt enn þá hvort að nýi bíllinn muni bera BRZ-nafnið áfram. Bílarnir verða byggðir á TNGA-undirvagn- inum sem er einnig hannaður með afturhjóladrif í huga. Subaru hættir framleiðslu á BRZ-sportbílnum  Subaru BRZ af eldri gerðinni er nú ekki hægt að sérpanta lengur en von er á nýjum bíl á næsta ári. Ekki þarf að bíða lengi í viðbót eftir að hægt verði að panta nýjan Defender 90. arionbanki.is Græn bílafjármögnun Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir græna framtíð. Allt skiptir máli, stórt og smátt. Þess vegna fellum við niður lántökugjöld á lánum vegna kaupa á umhverfisvænni bílum. Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. BÍLAR B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 7Þ R I Ð J U D A G U R 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.