Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 6
DÓMSMÁL Alvar Óskarsson hefur
óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæsta-
réttar vegna dóms Landsréttar frá
26. júní síðastliðnum. Þar var hann
ásamt tveimur öðrum sakfelldur
fyrir stórfellt fíkniefnabrot.
Með beiðninni ætlar Alvar Hæsta-
rétti að kveða upp fordæmisgefandi
dóm vegna ákvörðunar refsinga
fyrir fíkniefnaframleiðslu og hvað
sé framleiðsla.
Í beiðninni er vísað til þess að
Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni
kveðið upp dóm um framleiðslu
amfetamíns. Það var í máli tveggja
manna sem sakfelldir voru fyrir
að hafa komið á fót sérútbúinni
verksmiðju í iðnaðarhúsnæði með
mikilli afkastagetu og staðið þar að
stórfelldri amfetamínframleiðslu.
Fyrir það brot fengu mennirnir átta
og tíu ára fangelsisdóma.
Mál Alvars og félaga er fyrsta mál
sinnar tegundar frá því fyrrnefndur
dómur Hæstaréttar féll árið 2010.
Málið er fordæmisgefandi um sak-
fellingu og refsingu, þrátt fyrir að
ætluð framleiðsla sé smærri í snið-
um. Ekki er um að ræða framleiðslu
frá grunni, og ljóst af vettvangi að
aðstaðan bauð ekki upp á fram-
leiðslu fíkniefna í mörgum lotum.
Alvar hlaut sex ára fangelsi í
Landsrétti. Refsingin er í miklu
ósamræmi við dóma fyrir innflutn-
ing á sambærilegu magni efna. Vísað
er til þess að í júlí var kveðinn upp
dómur í þriðja framleiðslumálinu.
Þar voru sex menn dæmdir í þriggja
og fjögurra ára fangelsi fyrir amfeta-
mínframleiðslu. Flestir þeir sem þar
voru dæmdir hafi áfrýjað dómi til
Landsréttar. Í því ljósi er brýnt að
Hæstiréttur taki af skarið um túlk-
un ákvæðis almennra hegningar-
laga um stórfelld fíkniefnabrot.
Ákvæðið er frá árinu 1974 og
komið til ára sinna. Gerð er athuga-
semd við þá réttarframkvæmd sem
myndast hafi um ákvæðið á sama
tíma og miklar breytingar hafi orðið
í samfélaginu. Hæstiréttur þurfi að
taka af skarið um hvort ákvæðið geti
staðið undir mismunandi refsingum
vegna ólíkra brota sem öll séu heim-
færð á sama ákvæðið.
Í dómi Landsréttar er því haldið
fram að ein tegund brots sé alvar-
legri en önnur. Í ákvæðinu sjálfu er
ekki gerður greinarmunur á fram-
leiðslu fíkniefna, innflutningi eða
sölu og dreifingu og hvort einn
þáttur eigi að varða þyngri refsingu
en annar.
Í beiðni Alvars eru gerðar alvar-
legar athugasemdir við meðferð
málsins. Málið hafi verið illa rann-
sakað. Þannig hafi DNA fundist í
andlitsgrímum frá vettvangi sem
var ekki úr neinum þeirra sem
sakfelldir voru. Ekki liggi fyrir úr
hverjum það DNA er.
Þá var byggt á því að hrærivél sem
meðákærði keypti í Elko hafi verið
notuð til framleiðslunnar, þrátt
fyrir að sannað væri að hrærivélin
hafi verið gefin í brúðargjöf. Sú vél
bar ekki sama framleiðslunúmer
og vélin sem haldlögð var í sumar-
bústaðnum. Bar brúðguminn vitni
um gjöfina við aðalmeðferð málsins.
Í dómsforsendum hafi framburð-
ur lögreglumanna sem staðhæfðu að
þeir hafi verið í sjónlínu við sumar-
húsið, verið lagður til grundvallar.
Lögreglumennirnir neituðu að gefa
upp hvar þeir voru staðsettir við eft-
irlitið og báru við mikilvægi leyndar
um rannsóknaraðferðir lögreglu.
Í beiðninni segir að óviðunandi sé
að byggja á framburði sjónarvotts
sem neiti að tilgreina hvar hann var
þegar hann sá eða heyrði það sem
hann beri vitni um. Rétt hefði verið
að fara á vettvang við meðferð máls-
ins til að sannreyna vitnisburð lög-
reglunnar. adalheidur@frettabladid.is
Hæstiréttur Íslands leggi nýja
línu í stórum fíkniefnamálum
Óskað hefur verið eftir nýju fordæmi Hæstaréttar um ákvæði hegningarlaga um stórfelld fíkniefna-
brot. Tvívegis hefur verið sakfellt fyrir framleiðslu fíkniefna á þessu ári og vísað í fordæmalausan dóm
Hæstaréttar frá 2010. Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti vill fá málið fyrir Hæstarétt.
Hæstiréttur hefur einu sinni kveðið upp dóm um framleiðslu amfetamíns,
árið 2010. Þá voru tveir dæmdir í átta og tíu ára fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stefán Karl er verjandi Alvars
Óskarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVÍÞJÓÐ Tólf ára stúlka sem skotin
var til bana í Norsborg í Svíþjóð á
sunnudag var úti að ganga með
heimilishundinn er hún lenti í eld-
línu stríðandi fylkinga glæpagengja
sem áttu í átökum um fíkniefna-
markaðinn.
Fréttastofa Sænska ríkissjón-
varpsins segir á vef sínum, svt.se,
að klofningur hafi orðið meðal
umrædds hóps glæpamanna fyrir
um hálfu ári síðan. Einn með-
limurinn var þá myrtur á heimili
sínu. Samkvæmt heimildum hafi
skotmark byssumannsins á sunnu-
dag verið hópur manna sem báru
skotheld vesti og voru á bílastæði
sem stúlkan gekk yfir. Nokkrir
hafa verið yfirheyrðir vegna þessa
atburðar. – gar
Tólf ára skotin
í stríði dópsala
Beðið eftir vagninum
Íbúar Manilla, höfuðborgar Filippseyja, röðuðu sér upp í gær og biðu þess að vagninn kæmi. Í dag taka á ný gildi strangar tveggja vikna takmark-
anir í borginni og nágrenni hennar til að sporna við útbreiðslu kórónaveirunnar. Alls hafa greinst í landinu yfir 100.000 tilfelli veirusýkingarinn-
ar. Forseti landsins, Rodrigo Duterte, lét loks undan ákalli 80.000 lækna og yfir milljón hjúkrunarfræðinga um að grípa til lokananna. MYND/GETTY
NEW YORK Eigendur og skipstjóri
f ljótabátsins The Liberty Belle
voru handteknir um helgina fyrir
að brjóta gegn reglum um varnir
gegn COVID-19.
Að sögn BBC var The Liberty Bell,
sem tekur alls 600 farþega, með 170
gesti um borð og vínbarina opna í
óleyfi. Íbúar New York, sem voru
gríðarhart leiknir af kórónavírusn-
um, standa nú frammi fyrir auknu
smiti. Um það bil 650 hafa greinst
þar með smit á hverjum degi undan-
farna viku. – gar
Handtökur
á fljótabáti
The Liberty Belle. MYND/EMPIRE CRUISES
SPÁNN Ósk hefur komið frá Spáni
um lánafyrirgreiðslu til að mæta
erfiðleikum í atvinnulífinu af völd-
um COVID-19. Um eitt þúsund ný
tilfelli hafa greinst daglega á Spáni
að undanförnu.
Efnahagslíf Spánar hefur orðið
fyrir einna mestu skakkaföllunum af
völdum kórónaveirunnar af löndum
ESB. El País segir að á þeim 40 dögum
sem liðnir séu frá því neyðarástandi
var aflýst í landinu hafi fjöldi stað-
festra smita áttfaldast, farið úr 334
þann 20. júní síðastliðinn í 2.789
þann 30. júlí. Sérstaklega hefur orðið
aukning í Aragón, Madríd og Kata-
lóníu þar sem yfirvöld tilkynntu í
gær að fjöldi smitaðra væri kominn
yfir eitt hundrað þúsund. – gar
Spánn biður um
fjárhagsaðstoð
Í Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Talvert há glæpatíðni
er í Norsborg í Botkyrka
þar sem gengi hafa hreiðr-
að um sig.
4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð