Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 9
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Lykillinn
margborgar
sig á Kvikk
stöðvunum*
Þú nálgast lykilinn
í verslunum Kvikk
eða á Orkan.is
Pylsupartí
Pylsa + ½ lítri af gosi að
eigin vali frá Ölgerðinni
499 kr.
Red Bull
Orkudrykkir
199 kr.
Frítt á könnunni
Ókeypis kaffi og kakó
Sbarro tilboð á
Vesturlandsvegi
Sneið + drykkur
690 kr.
OPIÐ
24/7
Kvikk: Dalvegi, Suðurfelli,
Vesturlandsvegi og Fitjum
*G
ild
ir
e
in
g
ö
ng
u
g
eg
n
fr
am
ví
su
n
O
rk
ul
yk
ils
/-
ko
rt
s.
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
til
3
1.
á
g
ús
t 2
02
0.
Covid veiran æðir enn yfir heiminn smýgur inn i æðstu stofnanir og sýkingar aukast
um víða veröld.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur varað við annarri bylgju.
Þetta hefur víða leitt til endur-
skoðunar á fyrri aðgerðum og lok-
unum. Umræður hafa jafnvel heyrst
hér um mögulegar frekari heim-
sóknartakmarkanir á hjúkrunar-
heimili.
Það var lofsvert af Gísla Páli Gísla-
syni, forstjóra Grundar og núverandi
formanni Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu, SFV, að viðurkenna
í útvarpsviðtali að betur hefði átt að
standa að heimsóknarbanni á elli- og
hjúkrunarheimili og gera yrði betur
ef þyrfti að endurtaka, sem gæti
komið til greina.
Þessi viðurkenning var virðingar-
verð þar eð heimsóknarbannið
hafði verið lofað og réttlætt af hjúkr-
unarforstjóra og lækni innan SFV
í tveimur blaðagreinum, og síðar
lofsungið af þingmanni í eldhús-
dagsumræðum.
Forstjórinn afsakaði sérstaklega
að engin fyrirvari hafði verið gef-
inn til undirbúnings og kynningar.
Bannið var algert við heimsóknum
ættingja án nokkurra undantekn-
inga, en ekkert var kynnt varðandi
eftirlit á heilbrigði starfsfólks sem
annast og er í nánasta sambandi við
vistmenn.
Viðurkennt var að þetta hafi
verið erfitt fyrir hjón til margra ára-
tuga þar sem annað var á stofnun,
oft vegna heilabilunar og dvínandi
minnis. Þetta viðurkenndi einnig
landlæknir 78 dögum eftir að bent
var á það.
Ættingjum gafst ekkert ráðrúm til
undirbúnings samskiptaleiða eða
skýra sjúkum vistmönnum fjarveru.
Tæplega níræður maður var rek-
inn burtu eins og rakki þegar hann
kom í sína daglegu heimsókn til
heilabilaðrar konu sinnar til um 70
ára, sem gat ekki einu sinni notað
síma. Þau fengu ekki að hittast í tæpa
þrjá mánuði. Fleiri urðu fyrir svip-
aðri reynslu um leið og starfsmenn
gengu inn og út án eftirlits.
Fjöldi heilabilaðra var þannig
sviptur samskiptum við ættingja
sem þeir enn þekktu og þannig settir
í félagslega einangrun. Slíkt stuðlar
varla að geðheilbrigði. Umhyggju-
samt starfsfólk bætir slíkt ekki.
En hvernig tókst til með megin-
tilgang heimsóknarbannsins sem
átti að vernda gamalmennin fyrir
veirunni?
Forstjóri Karólínska sjúkrahússins
benti á hið augljósa í Silfrinu, að smit
bærust ekki síður inn á elliheimili
með starfsfólki en ættingjum. Þenn-
an möguleika hafði þegar verið bent
á í bréfi til landlæknisembættisins 7.
mars, sem svaraði með bréfi 30. apríl.
Þetta sannaðist heldur betur.
Smit barst fljótlega inn á stofnun
þáverandi formanns SFV sem hafði
lofað öryggi vistmanna og þurfti
smitunin aðgerða við.
Smit barst inn hjúkrunardeild
sjúkrahúss í Reykjavík og olli tals-
verðum veikindum en ekki manns-
láti.
Alvarlegust voru smit inni á elli-
heimili á Vestfjörðum sem ollu
dauða tveggja eða 20% heildar
dauðsfalla vegna kórónaveirunnar.
Þessi smit bárust ekki með ætt-
ingjum.
Ef þyrfti að endurtaka heim-
sóknartakmarkanir ætti að kynna
það betur og gefa ættingjum kost
á undirbúningi. Viðurkenna ætti
þörf á heimsóknum í sérstökum
undantekningartilfellum, til dæmis
gamalla hjóna þar sem annað er inni
á stofnun.
Meginatriði ætti þó að vera að
kanna betur heilsufar starfsmanna
sem annast um vistmenn með til
dæmis skimunum og hitamælingum
sem eru auðveldar.
Ég tel að starf þríeykisins varðandi
skimun og viðbrögð hafi verið vel
heppnað og starfsfólk LSH staðið sig
af burðavel. Sérstaklega er ánægju-
legt að faraldurinn varð ekki neinum
heilbrigðisstarfsmanni að aldurtila
eins og varð í mörgum löndum.
Að halda því fram að vel hafi
tekist til með þetta harkalega heim-
sóknarbann er klassísk fölsk frétt. Ég
voga mér að segja að það var nánast
klúður.
Heimsóknarbann uppgjör
Birgir
Guðjónsson
læknir
Oft heyrist að ferðaþjónusta sé láglaunagrein sem ekki sé rétt að byggja mikið á,
en hvað er ferðaþjónusta? Sam-
kvæmt alþjóðlegri hagfræðilegri
skilgreiningu er ferðaþjónusta
samansafn atvinnugreina sem
selja ferðamönnum afurðir sínar.
Með öðrum orðum, ferðaþjónusta
er ekki ein atvinnugrein heldur
summa atvinnugreina sem selur
misstóran hluta afurða sinna
ferðamönnum. Þær atvinnugreinar
sem selja meirihluta afurða ferða-
mönnum eru í fræðunum kallaðar
einkennandi ferðaþjónustugreinar,
en það eru greinar eins og gisting,
veitingar og samgöngur. Aðrar
atvinnugreinar veita einnig ferða-
þjónustu í mismiklum mæli eins og
verslun, af þreying, menning og svo
framvegis.
Eftirfarandi taf la sýnir sam-
setningu á ferðaþjónustuneyslu
á Íslandi og á Nýja-Sjálandi sam-
kvæmt alþjóðlegum ferðaþjón-
ustureikningum. Fram kemur að
45 prósent af ferðaþjónustuneyslu
á Nýja-Sjálandi tengist öðrum
atvinnugreinum en einkennandi
ferðaþjónustugreinum, en aftur
aðeins 15 prósent hér á landi.
Sóknarfæri – hagstjórnartæki
Líta má á hinn mikla fjölda ferða-
manna sem heimsækir Ísland sem
auðlind sem hægt er að nýta til
frekari virðisauka fyrir land og
þjóð. Í fræðunum segir að megintil-
gangur ferðalaga sé (1) frí/afþreying,
(2) vinir/vandamenn, (3) verslun, (4)
viðskipti, (5) menntun, (6) heilbrigð-
isþjónusta, (7) trúarbrögð, (8) frí-
höfn og (9) annað. Sé horft til ferða-
þjónustu vítt og breitt um heiminn
þá er samsetning hennar afar mis-
munandi, eða allt frá megináherslu
á sól/afþreyingu (Spánn), verslun/
viðskipti (Bretland), menningu
(Frakkland), náttúru (Nýja-Sjáland),
menntun (Bandaríkin), heilbrigðis-
þjónustu (Ungverjaland) og trúar-
brögð (Sádi-Arabía). Hér á landi
hafa til dæmis skapast tækifæri í
ferðaþjónustu tengdri heilbrigðis-
þjónustu með áformum um rekstur
sérhæfðra sjúkrahúsa í Reykja-
nesbæ (2010) og Mosfellsbæ (2016).
Á sviði ferðaþjónustu eru því fjöl-
mörg sóknarfæri, en það er áskorun
okkar að sækja fram og bjóða þær
afurðir sem gefa samfélaginu hvað
mest til lengri tíma litið.
Fyrir stefnumótun og ákvarðana-
töku í ferðaþjónustu til lengri tíma
þarf að styrkja verulega ferðaþjón-
ustuþáttinn í þjóðhagslíkönum
(sem vaxið hefur gífurlega undan-
farin ár). Með slíku skrefi er hægt að
styrkja verulega áætlana- og spágerð
í ferðaþjónustu og meta mun betur
möguleg sóknarfæri og ávinning
fyrir þjóðarbúið.
Virðisauki í ferðaþjónustu –
næstu skref
Framlag (virðisauki) ferðaþjónustu
til landsframleiðslunnar 2019 var
um 240 milljarðar króna eða rúm-
lega 8 prósent af landsframleiðslu.
Rætur virðisaukans eru í vinnu-
afli, fjármagni og auðlindanotkun.
Mikið vinnuaf l starfar í ferða-
þjónustu, en fjármagn er þar einn-
ig mjög mikið í gistingu, veitingum
og samgöngutækjum. Arðurinn
(virðisaukinn) af auðlindanýtingu
er hins vegar að mestu óbeinn en þó
eru dæmi um beina nýtingu eins og
tengt Kerinu og Bláa lóninu.
Fyrir hagvöxt næstu ára og ára-
tuga þarf að líta á ferðaþjónustu
með jákvæðum hætti og skoða vel
hvaða sóknarfæri eru til staðar. Til
að svo verði sem best gert þarf að:
Líta á ferðamenn sem auðlind sem
stækkar til muna efnahagskerfi
okkar með aukinni spurn eftir inn-
lendum afurðum. Styrkja verulega
þátt ferðaþjónustu (hegðunar-
jöfnur) í þjóðhagslíkönum til að
meta nákvæmar breytingar/áhrif
og sóknarfæri á landsframleiðslu
og styrkja til muna áætlana- og
spágerð til lengri tíma. Ef la veru-
lega hagfræðilega þekkingu og
rannsóknir á sviði ferðaþjónustu
á háskólastigi þannig að stefnu-
mörkun í ferðaþjónustu verði með
sem faglegustum hætti.
Ferðaþjónusta – framtíðaratvinnugrein
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
hagfræðingur
Ísland - m.ISK 2016 2017 2018 2019
Neysla í ferðaþjónustu 494.383 528.235 553.459 552.565
Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu, alls 1416.532 445.124 462.930 463.737
Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu, alls 77.851 83.111 90.529 88.828
Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu, % af heild 84,3 84,3 83,6 83,9
Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu, % af heild 15,7 15,7 16,4 16,1
Nýja-Sjáland - m.NZ$ 2016 2017 2018 2019
Neysla í ferðaþjónustu (tourism expenditure) 31.983 32.934 35.580 37.059
Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu, alls 17.347 18.005 19.292 20.188
Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu, alls 14.635 14.928 16.288 16.871
Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu, % af heild 54,2 54,7 54,2 54,5
Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu, % af heild 45,8 45,3 45,8 45,5
✿ Samanburður á neyslu í ferðaþjónustu á Íslandi og Nýja-Sjálandi