Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 24
MG er nýtt merki á Íslandi sem er í mikilli sókn á mörkuðum erlendis. Hefur framkvæmda- stjórn MG einsett sér að kynna merkið í 100 löndum á næstu árum og því þarf engan að undra þótt bílar þessarar gerðar reki á fjörur okkar. Svona til að byrja með er gott að útskýra aðeins hvað nafnið MG ZS EV stendur fyrir. MG er merki framleiðanda sem var betur þekktur fyrir framleiðslu sportbíla á sjöunda áratugnum. Merkið er nú í eigu kínversku samsteypunnar SAIC sem að hefur hafið mikla markaðsherferð með nafnið í Evrópu. ZS er upphaflega bíll með brunahreyfli og varla einu sinni jepplingur því að hann er aðeins boðinn með framdrifi. EV viðbótin kemur þegar bílnum er breytt í hreinræktaðan raf bíl á grunni gamla bílsins. Þar sem að hann er nánast óbreyttur í útliti þýðir lítið hjólhafið það að raf- hlaðan er aðeins 44,5 kWst sem að dugar honum fyrir 263 km akstur. Vel búinn en … Það vakna blendnar tilfinningar við að setjast undir stýri á þessum nýja bíl. Auðvitað er spennandi að fá nýtt merki á markaðinn en um leið setur maður upp betri gleraugun enda margt sem er ekki kunnuglegt eins og hjá öðrum merkjum. Fyrir það fyrsta er um vel búinn bíl að ræða í MG ZS EV og þá sérstaklega Luxury-útgáfunni. Má þar nefna rafdrifið ökumanns- sæti, opnanlegt glerþak, bakk- myndavél, fjarlægðarskynjara og umferðarmerkjalesara. Hann er dálítið klunnalegur í stjórn- tækjum og hefur bílablaðamaður Fréttablaðsins ekki séð skriðstilli sem er jafn fyrirferðarmikill og í þessum bíl. Það er ágætis upp- lýsingakerfi í bílnum með Apple Carplay en þar sem að hita- stig er aðeins sýnt á skjánum í miðjustokki, dettur það út þegar kviknar á Apple Carplay. Miðstöð- in er eins og í 50 ára gömlum bíl að því leyti að maður sér rauðan og bláan borða á upplýsingaskjánum þegar hún er stillt, en aftur ekkert hitastig. Loks er eins og bíllinn sé einu númeri of lítill fyrir einhvern Bíllinn með skrýtna nafnið Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is KOSTIR OG GALLAR MG ZS EV Grunnverð: 3.990.000 kr. Hestöfl: 143 Tog: 353 Newtonmetrar 0-100 km/klst: 8,5 sek Hámarkshraði: 140 km/klst. Rafhlaða: 44,5 kWst Drægi: 263 km L/B/H: 4.314/2.048/1.620 mm Hjólhaf: 2.579 mm Farangursrými: 470 lítrar Eigin þyngd: 1.502 kg n Verð n Farangursrými n Búnaður n Hitamælir n Miðstöð n Enginn aðdráttur á stýri KOSTIR GALLAR Kostir: Verð, farangursrými, búnaður Gallar: Hitamælir, miðstöð, enginn aðdráttur á stýri Grunnverð: 3.990.000 kr Hestöfl: 143 Tog: 353 Newtonmetrar 0-100 km/klst: 8,5 sek Hámarkshraði: 140 km/klst Rafhlaða: 44,5 kWst Drægi: 263 km L/B/H: 4.314/2.048/1.620 mm Hjólhaf: 2.579 mm Farangursrými: 470 lítrar Eigin þyngd: 1.502 kg Útlit MG ZS EV er nánast eins og á fyrri útgáfu með brunahreyfli og því er skögun meiri og hjólhaf í minna lagi. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Búnaður er veglegur í Luxury útgáfu en ökumaður þarf að teygja sig í stýrið. Rafmótorinn er aðeins 143 hestöfl og sá eini sem er í boði eins og er. Farangursrýmið er rúmgott og einn- ig djúpt og frekar aðgengilegt. sem er meðalmaður að stærð, og finnst það vel á sætum sem eru með bríkum á köntunum, og eru aðeins of mjó. Eins þarf að teygja sig í f lest, meira að segja rafmagns- rúður þegar búið er að stilla sæti í hentuga stillingu meðalmannsins. Loks er enginn aðdráttur á stýri sem er mikill ókostur í þessum bíl. Bíllinn er samt rúmgóður og höfuðrými ágætt sem og útsýni, en síður í aftursætum. Farangursrými er mjög gott eða 470 lítrar og ekki hægt að kvarta yfir því. Hefðbundið upptak Ólíkt mörgum raf bílum er MG ZS EV enginn kraftabíll og upptakið svipað og í meðal fólksbíl. Hann er líka fyrsti raf bíll sem undirritaður hefur prófað sem að spólar ekki við snögga inngjöf. Stýrið veitir ekki mikla tilfinningu, en hægt er að velja um þrjár akstursstillingar á stýri sem gefa ekki svo mikinn mun. Auk þess er hægt að segja það sama um endurhleðsluna á bremsum sem er með þrjár still- ingar, sem gefa ekki mikinn mun í akstri. Það er eins og vanti aðeins upp á fjöðrun bílsins sem mætti vera stífari, svo að ekki er eins skemmtilegt að keyra þennan eins og margan raf bílinn. Á móti kemur að bíllinn er í léttara lagi af raf bíl að vera. Loks verður ekki komist hjá því að nefna sérstak- lega afskiptasaman akreinavara sem hendir bílnum til á akrein ef að ökumaður vogar sér hálfan metra frá vegbrún. Milljón króna munur Í samanburði við nýrri raf bíla er helst að MG ZS EV líði fyrir saman- burð á drægi, en ekki verði. Helstu keppinautar hans væru nýkominn Peugeot e-2008 eða Hyundai Kona með minni rafhlöðunni. Drægi MG-bílsins er 263 km með 44 kWst rafhlöðu en Peu- geot e-2008 er með 320 km drægi og Hyundai Kona með 39 kWst rafhlöðunni 289 km. MG ZS EV er aðeins fyrir 50 kW hleðslustöð sem þýðir að hann er 40 mínútur að fara upp í 80 prósent hleðslu á CCS-hleðslustöð. Verðið er hins vegar MG bílnum í hag og vel það. Hann kostar frá 3.990.000 kr. og Luxury bíllinn 4.390.000 kr. sem er ansi gott. Hyundai Kona kostar 5.290.000 kr. í Comfort-útgáfu með minni rafhlöðunni og Peugeot e-2008 kostar frá 4.650.000 kr. í sinni ódýrustu útgáfu. Hægt er að fyrirgefa honum nokkra smá- galla fyrir þennan mun á verði, en hann er um milljón krónum undir sambærilegri samkeppni þessara keppinauta. Um vel búinn bíl er að ræða í MG ZS EV og má nefna rafdrifið ökumannssæti og opn- anlegt glerþak. 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.