Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 18
Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR Náðst hefur á mynd dulbúin útgáfa næsta raf bíls Kia sem kallast ein- faldlega CV og er væntanlegt f lagg- skip merkisins. Er bílnum ætlað að sýna næstu kynslóð raftækni Kia, meðal annars nýja hleðslutækni ásamt nýjum undirvagni, sem er sérhannaður fyrir raf bíla. Kia CV byggir á grunni Imagine-tilrauna- bílsins sem sýndur var á bílasýn- ingunni í Genf í fyrra. Af því sem er sýnilegt á myndinni má sjá að bíllinn verður með svipuðu Coupé-byggingarlagi og hlaðbaks-afturenda og tilrauna- bíllinn. Kia CV verður fyrsti bíll Kia/Hyundai til að nota E-GMP- undirvagninn og fær hann rafhlöðu sem gefur honum um það bil 500 km drægi og 20 mínútna hleðslu- tíma. Mun rafbúnaðurinn notast við svipað 800 volta rafkerfi og er í Porsche Taycan sem notast getur við 350 kW hleðslustöðvar. Að sögn yfir- manns hjá Kia í Evrópu er einnig von á GT útgáfu sem mun geta keppt við Taycan Turbo S, með upptak undir þremur sekúndum í 100 km hraða. Njósnamyndir af rafjepplingi Kia Það er rafmögnuð framtíð sem blasir við BMW líkt og öðrum bílaframleiðendum. Á næstu misserum verða 25 nýir rafbílar kynntir hjá framleiðandanum. Eru það bæði nýir bílar og raf- magnaðar útgáfur fyrri gerða. BMW-bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að ný, rafdrifin útgáfa X1 sé á leiðinni. Bíllinn fær nafnið iX1 og verður líklega hluti af næstu kynslóð X1-línunnar, þar sem stutt er síðan hann fékk and- litslyftingu. Mun bíllinn koma á markað fyrir 2023 þar sem BMW hefur sagt að hann sé hluti af þeim 25 nýju raf bílum sem panta má frá BMW Group innan þessa tímaramma. Mun nýr iX1 koma á endurhönnuðum UKL undirvagni en sá er í notkun á Mini Electric, en fá stærri og öflugri rafhlöðu en hann notar. Verður ný lína X1 boðinn í tvinnútfærslum og einnig sem tengiltvinnbíll líkt og stefnan er með næstu kynslóðir 5-línu og 7-línu. BMW hefur einnig tilkynnt að næsta kynslóð 5-línunnar verði einnig fáanleg sem 100% raf bíll, og að hans sé að vænta seint á því 25 bíla tímabili sem fram undan er fyrir 2023. Fyrstu bílarnir af þessum 25 verða næsta útgáfa iX3, i4 og iNEXT sem koma á markað á næsta ári. Loks er von á rafdrif- inni 7-línu árið 2022 með fimmtu kynslóð eDrive-raftækninnar, en fyrsti bíllinn búinn eDrive verður iX3-rafjepplingurinn. Kerfið parar saman rafmótor, skiptingu og annan raf búnað í einu stykki sem að einfaldar alla samsetningu bílsins og minnkar þyngd hans. Rafmögnuð framtíð BMW Fyrstu bílarnir af þessum 25 verða næsta útgáfa iX3, i4 og iNEXT sem koma á markað á næsta ári. Er bílnum ætlað að sýna næstu kynslóð raftækni Kia. Meðal fyrstu hinna 25 rafbíla sem kynntir verða á næstu árum er nýr BMW i4 sem keppa á við Tesla Model 3. Það sést vel að bíllinn líkist Imagine hugmyndabílnum frá því í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.