Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét S. Einarsdóttir fv. sjúkraliði og forstöðumaður, Norðurbrú 1, Garðabæ, sem lést 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ, föstudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu en verður einnig streymt á slóðinni: www.utformse.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Atli Pálsson Hallgrímur Atlason Guðbjörg Jónsdóttir Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason Atli Atlason Elin Svarrer Wang barnabörn og barnabarnabörn. Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Hrefna Gísladóttir lést á Hrafnistu, sunnudaginn 26. júlí sl. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Andrésdóttir Grímheiður Andrésdóttir Jóhann Bogason Kristjana Friðbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Við erum með smábúskap, sextíu og fjórar ær, og höfum bara selt kjötið í gegnum hefðbundið kerfi sláturleyfishafa. En hluti af skrokknum er lítið nýttur af almenningi sem yfirleitt kaupir sér bara læri, hrygg og súpukjöt, eins og gengur, svo okkur langar að reyna að auka virði kindanna.“ Þannig byrjar Freyja Magnúsdóttir á Eysteins- eyri að útskýra fyrir mér drauma þeirra hjóna um að framleiða matvæli úr van- metnu hráefni. „Við höfum verið að gera rúllupylsur úr slögum, bara upp á gamla mátann og salta og reykja. Svo hef ég líka búið til kæfu og þessar afurðir hafa mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa smakkað. Erum með frystiklefa hér og getum tekið það kjöt heim úr sláturhúsinu á Blönduósi sem við viljum. En við erum ekki að fara út í neina stórframleiðslu, horfum bara til svæðisins hér í kring og ferðamanna.“ Freyja segir sérstakri aðstöðu hafa verið komið upp fyrir kjötmetið en framleiðsla afurðanna sé ekki komin á rekspöl enn. „Það vantar eitt leyfi en ég á von á að það fáist á næstu dögum. Enn sem komið er höfum við bara gefið ætt- ingjum, vinum og kunningjum það sem við erum að gera og þeim hefur líkað vel. Maturinn okkar er ekki með neinum aukaefnum, eina kryddið sem ég nota er salt og pipar, það er eina aðkeypta efnið.“ Freyja kveðst allan sinn búskap hafa búið til súrmat. „Ég lærði til verka hjá tengdamóður minni og mömmu og bý að því. Hef aldrei keypt slátur. Við borð- um þetta og fólkið í kringum okkur,“ segir hún en sér hún fyrir sér sölu á súrmat líka? „Ég þarf að skoða hvort ég þurfi frekara leyfi til þess því þá væri ég að meðhöndla soðinn mat. Við förum mjög rólega í þetta, enda er þetta ekki eitthvað sem maður verður ríkur af.“ Það er ekki bara kjötmetið sem þau hjón vinna úr af sínum kindum heldur súta þau gærurnar líka og selja í heilu lagi. „Ef ég er ekki nógu ánægð með gær- urnar klippum við þær niður til að nýta á annan hátt og erum að koma okkur upp vinnuaðstöðu fyrir það áhugamál á smiðjuloftinu.“ Í lokin lætur hún þess getið að fyrir- tækið Tungusilungur í Tálknafirði sé í eigu fjölskyldunnar, við það starfi faðir hennar, tvær systur og sonur. „Við erum aðallega í útflutningi á ferskri bleikju en reykjum líka fisk og fengum verðlaun á þessu ári í fagkeppni matreiðslumeist- ara.“ gun@frettabladid.is Okkur langar að reyna að auka virði kindanna Hjónin Freyja Magnúsdóttir og Marinó Bjarnason á Eysteinseyri í Tálknafirði eiga kindur og vilja auka verðmæti þess hluta kjötsins sem ekki selst í búðum með því að framleiða afurðir sjálf. Bleikja frá þeim fékk verðlaun í fagkeppni matreiðslumeistara. Hjónin Marinó og Freyju langar að skapa sér aukin verkefni og verðmæti heima hjá sér á Eysteinseyri í Tálknafirði. Prufueintök af framleiðslunni á Eysteinseyri sem hefur verið til einkanota til þessa. Enn sem komið er höfum við bara gefið ættingjum, vinum og kunningjum það sem við erum að gera og þeim hefur líkað vel. Maturinn okkar er ekki með neinum aukaefnum 4 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.