Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 24
SUMA DAGA FINNST MÉR ÉG EINMITT SJÁ SAMBÆRILEGA TILHNEIGINGU OG ÞÁ SEM COETZEE TEKUR HÉR TIL UMFJÖLLUNAR Í SJÓN- VARPSFRÉTTUNUM Á KVÖLDIN, JAFNT INNLENDUM FRÉTTUM SEM ERLENDUM.Beðið eftir barbörunum, hin rómaða skáldsaga Nóbelsverðlaunahöf-undarins J. M. Coetzee, er komin út í íslenskri þýði ng u hjá Unu útgáfuhúsi. Þýðendur eru tveir, Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Spurður um þýðingarsöguna segir Rúnar Helgi: „Hinir ungu og metnaðarfullu útgefendur hjá Unu útgáfuhúsi höfðu haft uppi á þýð- ingu Sigurlínar Davíðsdóttur á bók- inni, þýðingu sem hún las í útvarp fáeinum árum eftir að bókin kom út árið 1980. Sigurlína uppgötvaði nefnilega Coetzee að minnsta kosti fimmtán árum á undan mér, sem fór ekki að lesa hann og þýða fyrr en Disgrace, eða Vansæmd eins og bókin heitir í þýðingu minni, hreppti Booker-verðlaunin árið 1999. Í ljósi þess að ég hafði áður snarað tveimur bókum eftir Coetzee báðu hinir ungu forleggj- arar mig að liðsinna sér við að búa söguna til prentunar. Það gerði ég í samvinnu við Sigurlínu og niður- staðan varð sú að við yrðum bæði skráð fyrir verkinu.“ Ófögur en heillandi mynd Beðið eftir barbörunum er marglof- uð bók. Hvað er það sem gerir hana svo góða og eftirminnilega? „Coetzee dregur hér upp ófagra en sérkennilega heillandi mynd af því hvernig mannlegir breyskleikar leiða til óeðlilegrar valdbeitingar. Í bókinni kemur þetta einkum fram gagnvart „hinum“, þeim sem eru öðruvísi og við hræðumst oftar en ekki, en líka gagnvart eigin fólki, ef það þykir ekki rekast nógu vel. Sem Suður-Afríkumaður fæddur árið 1940 hefur Coetzee lifað sögu- legt skeið, sem markast af nýlendu- stefnu Evrópumanna og hatrammri aðskilnaðarstefnu. Hann hefur greint ástandið á sinn hátt og skap- að hliðarheim til þess að kristalla það sem hann taldi sig sjá. Sá hlið- arheimur er í formi tilbúins bæjar á mærum þar sem dómari nokkur hefur lifað í sátt og samlyndi við sitt fólk, sem og svokallaða barbara. Sum óhæfuverkin sem Coetzee lýsir eiga sér samsvörun í sögu Suður- Afríku. En það er ekki síst fyrir það hvað dómarinn er mannlegur, í senn réttsýnn og breyskur, sem birt- ist helst í samskiptum hans við unga barbarastelpu, að sagan verður jafn nístandi og raun ber vitni. Stílgald- ur höfundar á reyndar líka sinn þátt í því og ég vona að hann hafi komist til skila í þýðingu okkar.“ Hvert er að þínu mati meginefni þessarar skáldsögu? „Mér finnst Coetzee beina sjón- um að því að óöryggi okkar, sem mannvera í viðsjárverðum heimi, hafi tilhneigingu til að kalla fram svörun, sem er ekki endilega í sam- ræmi við tilefnið. Í bókinni sjáum við hvernig óörugg stjórnvöld búa beinlínis til andstæðing úr hinum svokölluðu barbörum, en hugtakið er auðvitað sprottið úr nýlendu- stefnunni. Það gera þau meðal annars á grund- velli óáreiðanleg ra sögusagna og vegna skorts á þekkingu á þessu fólki. Dómarinn reynir að koma vit- inu fyrir sendimenn stjórnvalda en fær þá heldur betur að finna til tevatnsins, eins og oft vill verða með þau sem andæfa harðstjórum eða línu dagsins, jafnvel þótt þau hafi lög að mæla. Þetta er með öðrum orðum greining á meðferð og misnotkun valds í fjölmenning- arlegum heimi og suma daga finnst mér ég einmitt sjá sambærilega til- hneigingu og þá sem Coetzee tekur hér til umfjöllunar, í sjónvarpsfrétt- unum á kvöldin, jafnt innlendum fréttum sem erlendum.“ Dæmigerð Coetzee-bók Þú þekkir verk þessa höfundar vel, svipar þessari bók til annarra verka hans, eða sker hún sig frá þeim á ein- hvern hátt? „Þetta er að mínu viti dæmigerð Coetzee-bók frá fyrrihluta ferilsins, áður en hann flutti til Ástralíu um aldamótin. Hér er hann knúinn áfram af þeim mynstrum órétt- lætis og of beldis sem hann hefur séð fyrir framan sig í heimalandinu á tímum aðskilnaðarstefnunnar, en hún er í rauninni skilgetið afkvæmi nýlendustefnunnar. Það er fyrir þessi skrif sem hann fær Nóbels- verðlaunin árið 2003 ef marka má tilkynningu Sænsku akademíunn- ar. Trúlega hafa langdvalir í öðrum löndum gert Coetzee kleift að sjá ástandið með öðrum augum en til dæmis Nadine Gordimer, sem einn- ig hlaut Nóbelsverð- lau nin f y r ir sk r if sín um aðskilnaðar- stefnuna. Fljótlega eftir að Nelson Man- dela kemst til valda og stefnan líður undir lok, fer Coetzee að reyna sig við önnur viðfangsefni, svo sem sjálfssögur og réttindi dýra.“ Fyllt upp í eyður Hvernig er staðan hér á landi þegar kemur að þýðingum á klassískum nútímaverkum, eins og þessari bók? Koma nægilega mörg slík verk út? „Ef við erum dugleg að þýða samtímaverk og veljum þau vel, mætti ætla að minni þörf yrði fyrir að frumþýða klassísk verk ára- tugum eftir að þau komu út. Auð- vitað verða þó alltaf gloppur og göt vegna þess að samtíminn er ekki óskeikull í mati sínu. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður og sumar eðlilegar. Í fámennu landi þarf líka stundum að bíða í áratugi eftir að rétti þýðandinn stígi fram. Við erum vissulega eftirbátar landa eins og Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs, þar sem þýðingar á þessari og öðrum bókum Coetzees komu út fljótlega eftir að hann sendi þær frá sér. Þó finnst mér mesta furða hvað íslenskir útgefendur og þýðendur eru duglegir að fylla upp í eyðurnar með aðstoð Miðstöðvar íslenskra bókmennta og gera okkur þannig kleift að njóta endingargóðra verka með sambærilegum hætti og íbúar stærri landa.“ Mannverur í viðsjárverðum heimi Skáldsaga Nóbelsverðlaunahöfundarins J. M. Coetzee, Beðið eftir barbörunum, er komin út á íslensku. Rúnar Helgi Vignisson liðsinnti við að búa söguna til prentunar. Þetta er með öðrum orðum greining á meðferð og misnotkun valds, segir Rúnar Helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, leikur á tónleikum Orgelsumars 2020 í Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 12.30. Hann leikur fjögur verk, Passacaglia BuxWV 161, eftir Dieterich Buxtahude, Ioniza- tions eftir Magnús Blöndal, Adagio úr Orgelsónötu eftir Gísla Jóhann Grétarsson og Passacaglia BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach. Eyþór Ingi Jónsson lauk kantors- prófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1998, undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Fríðu Lárusdóttur og f leiri. Á árunum 1999-2007 nam hann við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistar- deild og síðar við konsertorgan- istadeild. Aðalorgelkennari hans var prófessor Hans-Ola Ericsson. Kórstjórnarprófessorinn var Erik Westberg. Hann hefur sótt meist- arakúrsa og einkatíma hjá mörgum af þekktustu orgelleikurum og kór- stjórum samtímans. Eyþór kennir orgelspuna, orgel- leik, kórstjórn og orgelfræði við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Lista- háskóla Íslands. Hann heldur líka reglulega námskeið og fyrirlestra. Hann hefur haldið hátt í 100 ein- leikstónleika hérlendis og erlendis. Einnig hefur hann leikið með fjölda innlendra og erlendra tónlistar- manna, bæði á tónleikum og í upp- tökum. Eyþór hefur bæði leikið ein- leik með Sinfóníu hljómsveit Norðurlands og Verkefnahljóm- sveit Mich aels Jóns Clarke, sem og stjórnað báðum hljómsveitunum. Hann stjórnaði líka Barokksveit Hólastiftis á meðan hún starfaði. Eyþór starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu. Eyþór hefur einbeitt sér annars vegar að flutningi tónlistar frá 17. öld og hins vegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir orgel og kór. Undanfarið hefur hann einbeitt sér að flutningi þjóðlagatónlistar með ýmsum flytj- endum, mest með eiginkonu sinni, Elvý G. Hreinsdóttur. Eyþór hefur pantað og/eða frumflutt tugi tón- verka eftir íslensk og erlend tón- skáld. Hann er einn af forkólfum Barokksmiðju Hólastiftis. Eyþór var bæjarlistamaður Akur- eyrar 2011-2012. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn. Vegna hertra sóttvarnareglna eru einungis 100 miðar í boði. Eyþór Ingi í Hallgrímskirkju Eyþór Ingi Jónsson, organisti. UNDANFARIÐ HEFUR HANN EINBEITT SÉR AÐ FLUTNINGI ÞJÓÐLAGATÓNLISTAR MEÐ ÝMSUM FLYTJENDUM. 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.