Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Mmm ... Fullkomið millimál!Besta uppskeran núna! MENNTAMÁL Óvíst er hvernig til- högun skólastarfs verður í haust vegna fjölgunar COVID-19 tilfella. Skólastjórar framhaldsskóla búast jafnvel við að þurfa að grípa til fjar- kennslu á ný, en á grunnskólastig- inu er róið að því að halda starfinu óbreyttu fyrir nemendurna. Framhaldsskólar hefjast f lestir upp upp úr miðjum ágúst en grunn- skólar að jafnaði viku síðar. Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir kennara nú undirbúa önnina, hvort sem um verði að ræða stað- eða fjar- kennslu. „Við bíðum aðeins eftir því hvernig mál þróast, en ég hef látið kennara vita að mögulega verði byrjað á fjarkennslu,“ segir hann. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzl- unarskólans, segir að verið sé að teikna upp sviðsmyndir sem miði við skilaboð almannavarna um fjölda í hverju rými og hvort tveggja metra reglan verði í gildi. „Ef ekki verður hægt að hefja kennslu með hefðbundnum hætti, þá verður farið í fjarkennslu með svipuðu sniði og á síðustu önn,“ segir hann. Sambland af stað- og fjarkennslu komi einnig til greina. Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir unnið að skipulagi grunnskólastarfsins í samvinnu við stjórnendur. „Meginmarkmiðið er að tryggja að starfið haldist óbreytt fyrir börnin og unglingana,“ segir Sigrún. „Í því samhengi verður höfuðáhersl- an lögð á smitgát milli starfsfólks í daglegu starfi og milli foreldra og starfsfólks.“ Eigi þetta meðal annars við um aðgengi að sameiginlegum skóla- og frístundarýmum. Fundað var í neyðarstjórn Reykja- víkurborgar í gær, en frekari tilmæli um skólastarf hafa ekki borist frá almannavörnum. Núverandi tak- markanir gilda til 13. ágúst en eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri. „Maður veit aldrei hvað gerist, hvort þurfi að hafa eitthvað raf- rænt og annað í stofu, en það verð- ur leitast eftir að halda náminu óbreyttu,“ segir Sigrún. Í vor þurfti að skammta bekkjum tíma. Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnar- fjarðar, á von á að sveitarfélögin samræmi aðgerðir. Fundað hafi verið í gær og fundur verði aftur í vikunni. „Þá búumst við við því að línurnar verðir orðnar skýrari,“ segir hann. – khg, bþ Óvissa með skólastarf í haust Fundahöld og undirbúningur er nú í gangi fyrir skólaveturinn. Skólastjórar framhaldsskóla gera allt eins ráð fyrir fjarkennslu á ný. Grunnskólar vonast til að geta haldið starfinu óbreyttu fyrir nemendur sjálfa. Ef ekki verður hægt að hefja kennslu með hefðbundnum hætti þá verður farið í fjarkennslu með svipuðu sniði og á síðustu önn. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans SJÁVARÚTVEGUR Helgin reyndist farsæl á makrílslóð. Að sögn Ómars Sigurðssonar, skipstjóra á Aðalsteini Jónssyni SU-11, voru fjölmörg skip að fá allt upp í 300 tonn í hverju kasti. „Þessir blettir sem menn hitta á hverfa oft eftir rúmlega sólarhring, svo þarf að fara að leita aftur,“ segir Ómar. Theodór Þórðarson, skipstjóri á Venus NS-150, segir göngur makr- ílsins breyttar frá fyrri árum. Hins vegar sé engan bilbug að finna á miðunum: „Það verður reynt við þetta fram í rauðan dauðann,“ segir Theodór. – thg / sjá síðu 4 Helgin gjöful á makrílveiðum Það verður reynt við þetta fram í rauðan dauðann. Theodór Þórðarson, skipstjóri á Venus NS-150 Stór sprenging varð við höfnina í Beirút í Líbanon í gær og varð gríðarleg eyðilegging á svæðinu. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu voru minnst fimmtíu manns látnir og þúsundir slasaðar er Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Vísa þurfti fjölda slasaðra frá sjúkrahúsum borgarinnar því þau voru yfirfull. Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni. Sjá síðu 8 MYND/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.