Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 25
VÍSINDARANNSÓKNIR
HAFA LÍKA SÝNT
FRAM Á AÐ SAMA SÓNATA, EF
HLUSTAÐ ER Á HANA Í UM TÍU
MÍNÚTUR Á KVÖLDIN DAGLEGA,
LEIÐRÉTTIR TÍMABUNDNA
TRUFLUN Á RAFVIRKNI HEILA Í
FLOGAVEIKISJÚKLINGUM.
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
5G er framtíðin, en margir hafa áhyggjur. Alls konar samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum í tengslum við 5G og COVID-19, f lestar þeirra
fjarstæðukenndar. Þær komast þó
ekki nálægt hugmyndinni um að
tónlist sé vitlaust stillt og hafi verið
það í áratugi, bara til að æsa upp
almúgann.
Í dag eru tónar stilltir eftir
ákveðnu kerfi. Tónninn A, sem er
staðsettur nánast í miðju hljóm-
borðs á píanói, er til dæmis 440 rið á
sekúndu. Þannig var það ekki alltaf.
A var yfirleitt bara 432 rið, og jafnvel
neðar. En samsæriskenningasmiðir
halda því fram að Jósef Göbbels,
áróðursmeistari Þriðja ríkisins, hafi
sett lög um hærri stillingu tónlistar,
því hann hafi „réttilega“ talið að
þannig myndi hún skapa meiri þjóð-
félagsóróa og gert fólk móttækilegra
fyrir áróðri nasismans.
„Gefur hraustlegt og gott útlit“
Þetta er auðvitað vafasamt, en hver
veit? Tónlist hefur áhrif á andlega
heilsu, og margt bendir til að hún
hafi líka töluvert að segja um þá
líkamlegu. Þetta kom meðal ann-
ars fram í heilsubloggi Harvard-
háskóla fyrir nokkrum árum. Þar
segir að tónlist geti dregið úr þörf
fyrir róandi lyf í aðgerðum á borð
við ristilspeglun. Og fólk sem hefur
misst málið vegna skaða í vinstra
heilahveli – þar sem tungumála-
stöðin er – geti öðlast það aftur í
gegnum tónlist. Það að syngja á
rætur sínar að rekja í hægra heila-
hvelinu, svo þeir sem þjást af skaða
á tungumálastöðinni geta sungið
hugsanir sínar og smám saman
sleppt laglínunni. Þannig ná þeir
tökum á tali á ný. Músíkþerapía er
greinilega vaxandi fag.
Mozart eykur greind
Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á
að tónlist getur hjálpað fólki sem
þjáist af heilabilun, Parkinsons og
svefnleysi. Róandi, klassísk tónlist
uppi í rúmi er mun áhrifaríkara
svefnlyf en hljóðbók. Ein áhuga-
verðustu tengsl tónlistar við heilsu
eru þó hin svokölluðu Mozart-
áhrif. Í ljós hefur komið að þeir sem
hlusta á sónötu fyrir tvö píanó í
D-dúr K. 448 rétt áður en þeir eiga
að leysa ákveðnar heilaþrautir,
standa sig betur en aðrir. Vísinda-
rannsóknir hafa líka sýnt fram á að
sama sónata, ef hlustað er á hana í
um tíu mínútur á kvöldin daglega,
leiðréttir tímabundna truflun á raf-
virkni heila í f logaveikisjúklingum.
Ein rannsóknin fór svona fram:
Ellefu börn, þjáð af tegund f loga-
veiki sem svarar illa lyfjagjöf, áttu
að hlusta á sónötuna á hverju kvöldi
fyrir svefn í sex mánuði. Þau höfðu
öll verið veik í að minnsta kosti ár
og fengið minnst tvö f logaveikilyf
reglulega. Rafvirkni heila þeirra var
mæld hálfu ári áður en rannsóknin
fór fram, og svo einu sinni í mánuði
þar til henni lauk. Engu var breytt
varðandi lyfjagjöf. Eftir rannsókn-
ina voru átta af ellefu börnunum
ýmist alveg laus við flog eða höfðu
sýnt markverðar framfarir. Hin þrjú
börnin þjáðust þó áfram af f logum.
Heilandi endurtekningar
Ekki er ljóst af hverju akkúrat þetta
verk hefur svona góð áhrif á heil-
ann. Þar sem tveir píanóleikarar
spila hvor á sitt píanóið er meira
um endurtekningar en gengur
og gerist hjá Mozart. Tónlistin er
byggð upp eins og samtal, einn
píanóleikari setur fram hendingu
og hinn svarar með því að endur-
taka hana í eilítið öðruvísi sam-
hengi. Ef til vill virka þessar endur-
tekningar róandi og heilandi. Í öllu
falli er þetta skemmtileg tónlist
með himneskum laglínum. Í henni
er regla og heiðríkja, skýrt form og
auðgreind framvinda. Það skeður
eitthvað þegar hún er sett á fóninn.
Ég vona svo sannarlega að ný
bylgja COVID-19 verði ekki til þess
að tónlistarlífið lamist aftur vikum
saman. En ef svo skyldi fara er bara
að skella sér á Spotify og hlusta á
Mozart. Hver veit nema hann styrki
ónæmiskerfið, næri og styrki, gefi
hraustlegt og gott útlit, og bæti
meltinguna; svona eins og Maltöl á
víst að gera!
Jónas Sen
Mozart gefur heilbrigt og gott
útlit og bætir meltinguna
Jónas Sen skrifar um tengsl tónlistar við heilsu. Rannsóknir
sýna að tónlist getur verið afar hjálpleg á mörgum sviðum.
Wolfgang Amadeus Mozart.
Þetta píanó er á tónlistarsafni í Prag, en Mozart lék á það árið 1787.
Mozart ásamt systur sinni, Nannerl, og föðurnum Leopold. Myndin á veggnum er af móður Mozarts, Önnu Maríu.
Lilja Eggertsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Auður Gunnarsdóttir sópr-an og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari koma fram á
hádegistónleikum næstkomandi
fimmtudag, 6. ágúst, í Fríkirkjunni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 12.00
og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Ekki
er tekið við greiðslukortum.
Yfirskrift tónleikanna er Lögin úr
leikhúsinu. Fjölmörg lög eru á efnis-
skrá og þar á meðal má nefna Klem-
entínudans úr Sjálfstæðu fólki, Aní-
mónusöng úr Ronju ræningjadóttur,
Dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í
Hálsaskógi, Over the Rainbow úr
Galdrakarlinum í Oz, So in Love úr
Kiss me Kate og The White Cliffs Of
Dover.
Auður Gunnarsdóttir hefur haldið
fjölda ljóðatónleika hér heima, í
Þýskalandi og vestanhafs og komið
fram með Sinfóníuhljómsveit
Íslands og ýmsum sinfóníuhljóm-
sveitum í Þýskalandi. Jafnframt
hefur Auður sungið inn á nokkra
geisladiska. Auður hefur verið til-
nefnd til Íslensku tónlistarverðlaun-
anna og Grímunnar fyrir verk sín.
Lilja Eggertsdóttir er listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar „Á
ljúfum nótum í Fríkirkjunni“ og var
einnig einn af stofnendum og með-
limum í kammerhópnum Stillu. Árið
2017 stofnaði hún kvennakórinn
Concordia, sem meðal annars tekur
þátt í árlegum styrktartónleikum
tónleikaraðarinnar um jólin.
Lögin úr leikhúsinu í Fríkirkjunni í Reykjavík
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0