Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 6
Ég kann ekkert að hanna né byggja upp ferðamannastaði. Ég bý bara hérna og reyni að gera hvað ég get meðfram bú- skapnum. Marteinn Óli Aðalsteinsson, bóndi á Klausturseli griað sumar Þe a verður FLJÓTSDALSHÉRAÐ Einn vinsælasti ferðamannastaður sumarsins er Stuðlagil á Jökuldal á Fljótsdalshér- aði. Þó að náttúruperlan hafi verið þarna frá því elstu menn muna þá kom dýrð hennar ekki fyllilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkar voru virkjaðir. Þá lækkaði vatnsborð Jöklu um rúma 7 metra og Stuðlagil blasti við. Ferðamenn hafa í raun tvo val- kosti til þess að virða dýrðina fyrir sér. Annars vegar er að skoða gilið frá bænum Grund þar sem nú er hægt að njóta perlunnar frá sér- stökum útsýnispalli sem opnaður var rétt fyrir verslunarmannahelgi. Hinn valmöguleikinn er um 5 kílómetra ganga, aðra leiðina, frá bænum Klausturseli. Sú leið nýtur ekki síst vinsælda því þaðan er hægt að komast ofan í sjálft gilið þegar vatnsrennsli Jöklu leyfir. Samkvæmt talningu í júlí hafa um 15 þúsund gestir lagt leið sína að bænum Grund eða um 500 gestir á dag að meðaltali. Aðsóknin er þó ekki mjög jöfn. „Íslendingar elta veðrið mjög mikið. Í góðu veðri hópast fólk hingað en í slæmu veðri sér maður meira af erlendum ferða- mönnum,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigandi á Grund. Segja má að náttúruperlan hafi fallið í fangið á henni og öðrum landeigendum. „Skyndilega kvikn- aði áhugi gesta á þessum stað og fjöldi heimsókna jókst hratt. Það varð mikið áreiti um tíma þegar gestir voru að banka upp á og biðja um leyfi til þess að skoða gilið og fá afnot af klósettaðstöðu,“ segir Stefanía. Varla hafi komið til greina að aðhafast ekki neitt því átroðning- urinn varð strax slíkur að landið lá undir skemmdum. „Við fengum því ráðgjöf og höfum unnið þetta út frá því að í framtíðinni muni um 90-100 þúsund manns á ári heim- sækja þennan stað. Við fengum svo styrk til þess að byggja upp bílaplan fjarri bænum okkar og til að byggja upp útsýnispall sem mun þurfa lítið viðhald. Við urðum að aðhafast eitt- hvað til þess að verja landið okkar,“ segir Stefanía. Gallinn er sá að enn sem komið er fer mikil vinna í skipulagningu svæðisins en engar tekjur verða eftir af komu ferðamannanna. „Við sköffum um 10 hektara lands undir bílastæði og vegi auk þess sem þetta er unnið í áhugamennsku,“ segir Stefanía. Það sé stórt skref að ráðast í dýrar framkvæmdir og það verði ekki gert nema að vel athug- uðu máli. Marteinn Óli Aðalsteinsson, bóndi á Klausturseli, segir að engin formleg talning á gestum hafi farið fram hjá þeim en að hans tilfinning sé sú að gestir séu fleiri í ár en í fyrra. Á dögunum fékk hann styrk til þess að útbúa almennilega göngustíga að náttúruperlunni og ætti það að stytta vegalengdina eitthvað. „Ég er ekkert kominn lengra heldur en það og að setja upp klósettaðstöðu. En þetta er talsverður átroðningur og það er alveg rétt að það eru engar tekjur af þessum ferðamönnum,“ segir Marteinn og hlær þegar hann er spurður hvort það sé ekki örugg- lega hótel á teikniborðinu. „Ég kann ekkert að hanna né byggja upp ferðamannastaði. Ég bý bara hérna og reyni að gera hvað ég get meðfram búskapnum.“ Hann segir hins vegar að Vega- gerðin þurfi að fara að taka sig á. „Vegurinn hingað inn eftir er orð- inn afar lélegur. Hann dugði fyrir þessar nokkru hræður sem búa í sveitinni en núna er hann löngu sprunginn. Það hefur verið rætt um það í talsverðan tíma að bæta úr þessu en ekkert gerist. Það er afar brýnt að hraða því,“ segir Marteinn. bjornth@frettabladid.is Fengu náttúruperluna í fangið Straumur ferðamanna að Stuðlagili á Jökuldal hefur aldrei verið meiri. Mikil vinna fer í að byggja upp ferðamannastaðinn og halda honum við en enn sem komið er verða litlar tekjur eftir í sveitinni. Dýrð Stuðlagils kom ekki fyllilega í ljós fyrr en Kárahnjúkavirkjun var gangsett. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA KAREN NEYTENDUR Innan við tíu erindi hafa borist til Ferðaábyrgðasjóðs frá því að opnað var fyrir lánaumsóknir 22. júlí að sögn Skarphéðins Steinars- sonar, framkvæmdastjóra Ferða- málastofu. Jóhannes Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðu fyrirtækja í greininni misjafna. Greiðslur úr Ferðaábyrgða- sjóði séu lán en ekki styrkur og því horfi hluti fyrirtækjanna til útgáfu inneigna frekar en endurgreiðslu, sé kostur á því. Ferðaábyrgðasjóður, sem heyrir undir Ferðamálastofu, á að auðvelda ferðaþjónustuveitendum og skipu- leggjendum pakkaferða að endur- greiða viðskiptavinum vegna ferða sem voru afpantaðar eða blásnar af vegna heimsfarsóttarinnar COVID-19. Skarphéðinn segir að töluvert af gögnum þurfi að fylgja umsóknum til sjóðsins og því sé ekki að furða að umsóknir fari hægt af stað. Umsókn- arfrestur er til 1. september. Ríkið f jármagnar sjóðinn og Landsbankinn sér um útgreiðslur og innheimtur. Vextir eru 3,15 til 3,65 prósent. Þeir sem fá fyrirgreiðslu hjá sjóðnum mega aðeins ráðstafa henni til endurgreiðslna til ferðamanna. Jóhannes nefnir að hluti fyrir- tækja í ferðaþjónustu sé eftir sem áður vel stæður og hafi í mörgum tilfellum endurgreitt öllum við- skiptavinum. Hins vegar séu vaxta- kjör á lánum sjóðsins hagfelld og því kunni fyrirtæki í þeirri stöðu að endurfjármagna hluta skulda með láni frá Ferðaábyrgðasjóði, upp að því marki sem viðskiptavinum hefur verið endurgreitt. „Í annan stað eru það fyrirtæki sem eru í miklum vanda og geta lítið greitt til baka. Þriðji hópurinn eru svo þau sem falla mitt á milli þeirra verst og best stæðu, geta endurgreitt hluta en ekki allt. Það er þessi þriðji hópur sem mun væntanlega taka sér góðan tíma í að vega og meta sína val- kosti – hvort sótt verði um lán til að endurgreiða eða leysa það gagnvart viðskiptavinum með öðrum hætti.“ Heldur hefur hallað á ógæfuhlið- ina í farsóttarmálum á síðastliðnum tveimur vikum og óttast nú margir hertar aðgerðir stjórnvalda. Ef bak- slag verður við opnun landamæra Íslands er hugsanlegt að fresturinn til 1. september verði framlengdur, segir Skarphéðinn. Samkvæmt lögunum getur ráðherra ferðamála framlengt umsóknarfrestinn án lagasetningar. Jóhannes nefnir að töluvert minna sé af bókunum nú en þegar öllu var skellt í lás í mars: „Höggið af annarri bylgju nú yrði því miklu minna en í mars með tilliti til þessara endur- greiðslna,“ segir Jóhannes. – thg Færri en tíu leitað í Ferðaábyrgðasjóð Yfir 70 þúsund skimanir á landamærunum frá því 6.júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID-19 Tónlistarhátíðinni Músík- tilraunum 2020 hefur verið af lýst vegna COVID-19 og er það í annað skipti í 36 ár sem hátíðin fer ekki fram. „Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Mús- íktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki hátíðarinnar. „Allt frá upphafi Músíktilraun- anna 1982 hafa þær einungis fallið einu sinni niður en það var árið 1984 vegna verkfalls kennara sem í ljósi núverandi aðstæðna virkar frekar lítilfjörlegt.“ Vonast er til þess að hátíðin verði á sínum stað á næsta ári. „Við komum bara enn sterkari til leiks inn í tón- listarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni.“ – kdi Veiran leggur Músíktilraunir Músíktilraunir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Rúmlega fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir hrað- akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir og um verslunar- mannahelgina. Sá sem hraðast fór ók á 134 kílómetra hraða á klukku- stund og var hann einnig grunaður um ölvun við akstur. Annar ökumaður í sama umdæmi mældist á 110 kílómetra hraða og gaf í eftir að lögregla hafði afskipti af honum. Hann mældist síðar á 115 kílómetra hraða. Þá stöðvaði lögreglan þrjá ein- staklinga sem sátu undir stýri án ökuréttinda og þar af einn sem aldr- ei hafði öðlast ökuréttindi. Sekt við akstri án gildra ökuréttinda nemur 40 þúsund krónum. – bdj Fimmtíu teknir fyrir hraðakstur Sá sem hraðast fór ók á 134 kílómetra hraða á klukkustund. 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.