Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 28
Víða um heim eru gerðar þær kröfur að fólk klæðist and-litsgrímum vegna heimsfaraldursins. COV I D -19 va r í rénun hér á landi en það virðist þó að einhverju leyti vera að breytast og er nú frekar kallað eftir því að við Íslendingar tökum okkur til og berum grímur. Margir kjósa að nota margnota grímur, umhverfisins vegna. Mörg íslensk fyrirtæki og hönnuðir standa nú í ströngu við að panta eða sauma grímur. Hér má sjá nokkur dæmi um hvað til boða stendur fyrir þá sem vernda sig sjálfa en umfram allt aðra með grímunotkun. steingerdur@frettabladid.is Margnota grímur fyrir okkur sjálf, aðra og umhverfið Þrátt fyrir að grímunotkun hafi ekki verið mikil í vor má búast við að það sé nú að breytast, sér í lagi eftir að aukin krafa var gerð um slíkt hérlendis. Það er um að gera að velja sé einhverja fallega og margnota, fyrir mann sjálfan, aðra og umhverfið. johannasaeberg Hinn ungi og efnilegi hönnuður Jóhanna María Sæberg gerir grímur. Sumar eru handmálaðar og aðrar sérhannaðar. Hildur Yeoman er með grímur gerðar úr sínum sérhönnuðu efnum til sölu í búð sinni við Skólavörðustíg. Verslunin Rokk og rómantík á Laugavegi stendur nú í ströngu við að sauma fleiri grímur. Þær verða til sölu í búðinni strax í dag, að sögn verslunarstjórans Karlottu Halldórsdóttur, og koma í fleiri litum þegar á líður. Á heimasíðu FashionNova er hægt að panta og fá sendar til landsins flottar margnota grímur. Í Hókus Pókus hefur verið hægt að fá áþekkar grímur en þær eru væntanlegar aftur á næstu dögum. 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.