Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 10
ÁSTAND HEIMSINS Stór hópur fólks tók þátt í mótmælum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Hong Kong. Mótmælin voru fyrir framan kínverska sendiráðið í borginni og báru mótmælendur grímur. Á meðan margir Evrópu- búar njóta sólar og sumars mokuðu þessir menn djúpan snjó sem fallið hafði við Zug- spitze, hæsta fjall Þýskalands, í gær. Sam- kvæmt þýsku veðurstofunni féllu 20 sentí- metrar af snjó á svæðinu í gær- morgun. MYNDIR/GETTY Tata Traoré, starfsmaður Grand Rex-kvikmyndahússins í París, læsti dyrum bíósins í gær og verða þær ekki opnaðar aftur fyrr en í fyrsta lagi þann 26. ágúst næstkomandi. Aldrei fyrr hefur kvikmyndahúsinu, sem tekur 2.800 manns í sæti, verið lokað í svo langan tíma, en það var til að mynda opið á meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði. Mikill viðbún- aður var hjá þýsku lög- reglunni í gær, eftir að þrír grímuklæddir, vopnaðir menn rændu Volk- bank-bankann í Berlín. Ræn- ingjarnir voru með byssur og varð einn ör- yggisvörður við bankann fyrir skoti og særðist á öxl. Fjöldi slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða berst við að ná tökum á miklum skógareldum sem geisa í Abruzzo- héraði á Ítalíu. Bæði þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar við slökkvistörf sem staðið hafa yfir dögum saman. 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.