Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Nú þegar stefnir í þungan vetur fyrir stjórnsýslu landsins er óskandi að Alþingi setji vandvirkni á oddinn. Í þessum yfirlýsingum um forrétt- indastöðu er ekki verið að gera neitt annað en að gjaldfella sjálfsögð mannrétt- indi. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Oft er talað um forréttindi hinna og þessara hópa samfélagsins í fjölmiðlum. Konur hér á landi eru taldar njóta forréttinda samanborið við konur í öðrum heimshlutum. Samkynhneigðir eru taldir njóta forréttinda samanborið við aðra hinsegin ein- staklinga. Fólk virðist ekki vera gjaldgengt í umræðu dagsins nema að það hefji mál sitt á því að afsaka þá forréttindastöðu sem það er sagt njóta. Það er áhugavert að huga að þessu í tilefni hinsegin daga. Í þessum yfirlýsingum um forréttindastöðu er ekki verið að gera neitt annað en að gjaldfella sjálfsögð mannréttindi. Mannréttindi sem við eigum öll að njóta óháð kyni, kynhneigð og ann- arri stöðu í samfélaginu. Konur hafa í aldir barist fyrir grundvallar- mannréttindum sem þær njóta loks samkvæmt lögum í hinum vestræna heimi. Það tók sam- kynhneigða á Íslandi áratugabaráttu að ná fullum lagalegum réttindum. Þöggun, kúgun og útskúfun var hlutskipti samkynhneigðra. Það kostaði blóð, svita og tár að tryggja sjálfsögð mannréttindi, eins og að ekki mætti neita fólki um vinnu eða henda því út úr leiguhúsnæði, vegna kynhneigðar. Verst var útskúfun sam- félagsins. Margir féllu í valinn fyrir eigin hendi í þessari baráttu. Það að tala um að samkynhneigðir eða konur njóti forréttinda í íslensku samfélagi er fádæma firra. Konur og samkynhneigðir njóta einfald- lega mannréttinda sem allir borgarar samfélags- ins eiga fullan rétt á að njóta. Mikið verk er enn að vinna til að tryggja jafna félagslega stöðu kvenna og karla, samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra og grundvallar mannréttindi alls hinsegin fólks. En við megum ekki falla í þá gryfju að telja mannréttindi til forréttinda. Það að njóta grundvallarmannrétt- inda á að vera sjálfsagður hlutur, en ekki teljast til forréttinda. Forréttindi og firring Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Frosti í felum Þegar Kóvið upphaf lega nam hér land, voru ýmsir sem höfðu skoðun á því hvernig skyldi bregðast við. Það hefur svo sem ekki breyst. Einn sem lét nokkuð að sér kveða í því sam- bandi var Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður. Þann 19. mars síðastliðinn skrifaði hann forsætisráðherra opið bréf og lýsti þeim „skelfilegu mistökum“ sem hér væru að eiga sér stað með því að freista þess að f letja kúfinn í veiru- sýkingum eða teygja á faraldr- inum. Allt væri hér á leiðinni vestanað og loka yrði landinu. Allt fór þó á besta veg og viðureignin við veiruna tókst vel. Alla vega hingað til. Frosti talaði fyrir daufum eyrum og lítið hefur til hans spurst síðan. Enda varla tilefni til? Inni í tjaldi Miðað við fyrri ár voru fáir í tjöldum um liðna verslunar- mannahelgi og margir sem sakna þess að heyra dropana falla á tjaldhimininn og sjá litlu lækina bruna undan þyngdar- af linu niður af tjaldinu. Það er ekki alveg sama stemningin að heimsækja sýnatökutjaldið við Orkuhúsið þó rigningin sé eins og lækirnir. Móttökurnar eru þó hlýlegar, þó hluti þeirra sé að fá pinna aftur í heila og ofan í kok. En það er ekkert útigrill, engin tónlist og allir farnir að sofa á skikkanlegum tíma. Í vor kallaði formaður Dómarafélagsins eftir því að sumarið yrði nýtt til að undirbúa betur ráðstafanir sem grípa gæti þurft til í haust, verði faraldurinn enn í fullu fjöri. Tilefnið var löggjöf sem tryggja átti að mál gætu áfram fengið meðferð fyrir dómi, þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Þannig var ákveðið að skýrslutökur og önnur meðferð mála gæti farið fram með notkun fjarfundabúnaðar. Frumvarpið var unnið af dómstólasýslunni, en eyðilagt af allsherjarnefnd Alþingis áður en það var samþykkt af Alþingi, með breytingu sem kvað á um að aðeins aðilar máls heyrðu það sem fram færi en ekki aðrir. Með þessari ónýtu löggjöf, sem enn er í gildi, var skilyrði stjórnarskrárinnar um opinbera málsmeðferð varpað fyrir róða röksemdalaust með smávægilegri en afdrifaríkri orðalagsbreytingu. Formaður Dómarafélagsins, sem einnig er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann myndi ekki geta beitt umræddri löggjöf enda bundinn af stjórnarskránni. Hann lýsti vonbrigðum með að ekkert samráð var haft við Dómarafélagið við meðferð málsins. Þrátt fyrir að hafa gleymt að ræða við dómara um fyrrnefnda lagasetningu vita bæði þingmenn og ráð- herrar hversu mikilvægt samráð við helstu haghafa er, eins og kom skýrt fram í vor þegar greidd voru atkvæði um frumvarp Pírata um afnám refsinga við vörslu neysluskammta. Frumvarpinu var hafnað, ekki síst á þeim grundvelli að skort hefði samráð við samningu þess. Þess var einnig getið við umræður um fyrrnefnt frum- varp Pírata að nauðsynlegt væri, í þágu vandaðrar laga- setningar, að leita til refsiréttarnefndar um breytingar á refsilöggjöfinni. Ekki þarf þó að leita langt aftur í tímann til að rifja upp lagasetningu sem hent var upp á örfáum dögum af hálfu sprunginnar ríkisstjórnar til að sefa reiði almennings sem risið hafði upp vegna upplýsinga um að hataðir einstaklingar hefðu fengið uppreist æru í gölluðu og ógegnsæju kerfi. Á síðustu dögum kjörtímabils þeirrar skammlífu ríkisstjórnar var réttur dómfelldra manna til að fá uppreist æru felldur brott og með honum mögu- leikar þeirra á að endurheimta borgaraleg réttindi sín. Beðið var með hina hlið málsins þar til eftir kosningar. Við samningu hins hraðsoðna frumvarps var ekkert samráð haft við refsiréttarnefnd sem vissi ekki af frum- varpinu fyrr en búið var að leggja það fram. Ákvæði laga um skilyrði fyrir ýmsum borgaralegum réttindum, hvernig menn glata mannorði sínu og endurheimta það, hafa verið lengi í gildi. Það hefði þurft vandaða ígrundun og yfirlegu áður en rokið var til og þeim breytt. Hér verður ekki tekin afstaða til þess hvort þær breyt- ingar sem nú hafa verið gerðar á þessu fyrirkomulagi eru betri en þær sem fyrir voru. Aðdragandi breytinganna og pólitísk meðferð þeirra var hins vegar ekki til eftir- breytni. Nú þegar stefnir í þungan vetur fyrir stjórnsýslu landsins er óskandi að Alþingi setji vandvirkni á odd- inn, enda geta mistök í lagasetningu haft afdrifaríkar afleiðingar. Þegar um er að ræða mikilsverð réttindi ein- staklinga ríður sérstaklega á að vanda til verka. Vandvirkni 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.