Fréttablaðið - 13.08.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0
ALVÖRU MATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
FERÐALÖG Ferðamálastofa svipti
ferðaskrifstofuna Farvel starfsleyfi
18. desember síðastliðinn eftir að
fyrirtækið hafði í fjórtán mánuði
hunsað að bregðast við kröfu um
hækkaða tryggingu. Við fall Farvel
sátu fjölmargir eftir með sárt ennið
vegna ferða sem aldrei voru farnar.
„Tryggingin sem Farvel var með
dugði fyrir broti af fargjöldum við-
skiptavina,“ segir Eiríkur Jónsson,
fyrrverandi formaður Kennarasam-
bands Íslands og einn þeirra sem
hafði greitt inn á ferð hjá Farvel.
Eiríkur segir athæfi forsvarsmanns
Farvel saknæmt. „Það var kallað eftir
því að fólk greiddi inn á ferðir sínar
þegar ljóst var í hvað stefndi,“ segir
Eiríkur. Hann hafi greitt ferðina
með greiðslukorti og því fengið hana
endurgreidda að mestu.
„Þeir sem millifærðu inn á reikning
fyrirtækisins töpuðu nánast öllu slíku.
Ég veit af fjölskyldu sem millifærði um
3 milljónir en fékk aðeins 10 prósent
frá Ferðamálastofu,“ segir Eiríkur sem
kveður erindi vegna linkindar Ferða-
málastofu gagnvart Farvel hafa verið
sent Umboðsmanni Alþingis. Ferða-
málastofu bárust 76 kröfur í trygg-
ingasjóð vegna Farvel. Meðal endur-
greiðsla var um 10 prósent.
„Þetta er eitt dæmi þess að við
mælum hiklaust með því að fólk
greiði slíkar ferðir með greiðslu-
kortum,“ segir Helena Þ. Karlsdóttir,
forstöðumaður hjá Ferðamálastofu.
Aðspurð af hverju ekki hafi verið
fyrr gripið inn í gagnvart Farvel segir
Helena að slíkar stjórnsýslulegar
ákvarðanir taki einfaldlega tíma.
„Þetta er mjög öfgakennt dæmi og
sem betur fer sjaldgæft að slíkir við-
skiptahættir eigi sér stað. Við teljum
að þarna hafi saknæmt athæfi átt sér
stað og bíðum nú niðurstöðu lög-
reglurannsóknar.“ segir Helena Þ.
Karlsdóttir. – bþ
Lögreglan rannsakar ásakanir
um saknæmt athæfi hjá Farvel
Tugir Íslendinga sátu eftir með sárt ennið við gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Farvel vegna ferða sem greitt
var inn á en aldrei voru farnar. Fjölskylda ein tapaði yfir þremur milljónum króna. Málið er rannsakað af
lögreglu. Óskað er eftir að Umboðsmaður Alþingis skoði meinta linkind Ferðamálastofu gagnvart Farvel.
Iðandi líf er jafnan í gömlu höfninni í Reykjavík. Um borð í bátnum Neista var maður í gær að huga að ýmsum verkum sem vinna þarf í f leyjum sem róið er til fiskjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við teljum að þarna
hafi saknæmt
athæfi átt sér stað.
Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðu-
maður hjá Ferðamálastofu
BANDARÍKIN Kamala Harris er
varaforsetaefni Joe Biden í forseta-
kosningum vestra í haust. Hin 55 ára
Harris er lögfræðingur og er marg-
reynd úr bandarískri stjórnsýslu.
Val á henni kom ekki alls kostar á
óvart þó þau Biden hefðu tekist hart
á þegar Harris freistaði þess að hljóta
útnefningu Demókrata sem forseta-
efni, en hún dró sig út úr þeirri bar-
áttu í desember á síðasta ári.
Valið brýtur blað í bandarískri
stjórnmálasögu því hún er bæði
fyrsta svarta konan í framboði fyrir
annan stóru f lokkana en einnig
fyrsta asíska konan í framboði til
varaforseta, en móðir hennar er ind-
versk að uppruna og faðir frá Jama-
íka. – khg / sjá síðu 8
Valið brýtur blað
Kamala Harris