Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.08.2020, Qupperneq 6
Við erum að taka tillit til umsagna svona eins og þol er. Halla Signý Kristjánsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í velferðar- nefnd og framsögumaður málsins HÚS NÆ ÐIS M ÁL Velferðarnefnd Alþingis mun á fjarfundi í dag taka upp þráðinn þar sem frá var horfið með frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán. Frumvarpinu, sem er hluti af aðgerðum stjórn- valda vegna lífskjarasamninga, er ætlað að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á hús- næðismarkaðinn. Upphaf lega stóð til að afgreiða málið síðastliðið vor en ákveðið var að fresta því til hausts. Alþingi mun koma saman til framhaldsfunda í lok mánaðarins en þá verður einnig lögð fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 og fjallað um breytingar á fjármálastefnu fyrir árin 2018- 2022. „Ég tel að við eigum ekki langt í land með að klára málið út úr nefndinni. Áður en við fórum í frí kynntum við áherslur meirihlutans fyrir nefndinni þannig að nefndar- menn hafa fengið tíma til að melta þetta,“ segir Halla Signý Kristjáns- dóttir, fulltrúi Framsóknarflokks- ins í velferðarnefnd og framsögu- maður málsins í nefndinni. Hún segir að sumarið hafi meðal annars verið nýtt til að viðra tillög- urnar við ráðuneytið. Gestakomum í nefndinni lauk í júní og segir Halla Signý að nú verði farið yfir áherslur nefndarmanna. „Við ætlum okkur núna að fara yfir það og taka annan snúning áður en við sendum þessar breyt- ingatillögur til umsagnar hjá hags- munaaðilum.“ Halla Signý segist vilja kynna lokatillögur meirihlutans fyrir nefndinni áður en hún ræði inni- hald þeirra frekar. „Grunnmarkmið frumvarpsins heldur sér að mestu leyti en svo eru líka tæknilegar breytingar og útfærslur sem við leggjum til. Við erum í raun að taka tillit til athuga- semda sem komu fram. Það er þó aldrei hægt að gera öllum til geðs en við erum að taka tillit til umsagna svona eins og þol er,“ segir Halla Signý. Umsagnaraðilar gerðu ýmsar athugasemdir við einstaka þætti frumvarpsins þótt f lestir hafi lýst yfir stuðningi við markmið þess. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á að málið verði afgreitt. „Við bíðum mjög spennt eftir því að sjá hvað kemur út úr vinnu nefndarinnar. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur,“ segir Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, 1. varaforseti ASÍ. Verkalýðshreyfingin hefur þó gagnrýnt nokkra þætti frumvarps- ins og þá helst að sett séu tekjumörk á þá sem geta nýtt sér úrræðið. „Ég geri ráð fyrir því að það sé verið að taka tillit til þess. Þegar við vorum að vinna í þessu þá var þetta ekki hluti af því uppleggi. Það mun skipta miklu máli að það verði gert og hvernig það verður gert. Þetta þarf að vera almennara úrræði fyrir f leiri hópa,“ segir Kristján Þórður. Þá minnir hann á að afgreiðsla málsins tengist kjarasamningun- um og endurskoðun þeirra í haust. „Þess vegna er það gríðarlega mikil- vægt að þetta klárist núna þegar þingið kemur aftur saman.“ sighvatur@frettabladid.is Telur stutt í að nefndin afgreiði hlutdeildarlánin Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán verður til umfjöllunar á fundi velferðarnefndar í dag. Farið verður yfir breytingatillögur meirihlutans. Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á afgreiðslu málsins í haust. Hlutdeildarlán eiga að aðstoða ungt fólk og tekjulágt að komast á húsnæðismarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is ÍÞRÓTTIR Búlgarinn Aleksandar Antonov sem fékk f lest stig í Fant- asy-deild ensku Úrvalsdeildarinnar á heimsvísu, hefur verið dæmdur úr leik. Hann fékk tilkynningu um það frá Úrvalsdeildinni að aðgangi hans hefði verið eytt þar sem hann hefði brotið reglur leiksins. Breski miðillinn The Guardian greinir frá því að ástæðan sé rasísk ummæli Antonov um leikmann sem talinn er vera Raheem Sterling. Ummælin eiga að hafa fallið í spjalli á netinu við vini. Antonov segist í myndbandi sem var birt á YouTube hafa sent Úrvals- deildinni útskýringar á málinu. Hann segist ekki vera rasisti heldur hafi ummælin fallið vegna pirrings með frammistöðu leikmannsins. Antonov segir að í þessu spjalli sé hann að grínast við vini sína um fót- bolta. Það hafi ekki verið ætlunin að móðga leikmenn enda myndi hann aldrei segja slíka hluti beint við þá. Brottvísun Antonov þýðir að Englendingurinn Joshua Bull hefur verið krýndur sigurvegari. Bull hlaut 2.557 stig en Antonov endaði með 2.575 stig en alls voru þátttakendur rúmlega 7,6 milljónir. Þess má geta að norski stórmeistar- inn Magnus Carlsen endaði í tíunda sæti en hann var um tíma efstur. Bull, sem er stærðfræðingur og starfar við krabbameinsrannsóknir við Oxford háskóla, vildi ekki tjá sig við The Guardian um ástæður þess að Antonov hefði verið dæmdur úr leik. – sar Sigurvegarinn í Fantasy á heimsvísu dæmdur úr leik fyrir rasísk ummæli Rasísk ummæli um Raheem Sterling urðu til þess að sigurvegarinn í Fan- tasy var dæmdur úr leik. MYND/EPA EVRÓPA Ítalir eru líklegastir af stóru þjóðum Evrópusambandsins til að yfirgefa ESB ef hagsæld Breta reyn- ist meiri utan sambandsins eftir útgönguna en fyrir. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð af var Redfield and Wilton Strategies fyrir Euronews. Kemur í ljós að rúmlega 45 prósent Ítala séu tilbúnir að styðja útgöngu úr ESB, reynist efnahagur Bretlands í góðu ástandi eftir fimm ár. Könnuð var afstaða þriggja ann- arra þjóða: Frakka, Spánverja og Þjóðverja. Nokkur stuðningur reyndist vera við útgöngu, hvort tveggja í Frakklandi og á Spáni. Stuðningur Frakka reyndist 38 pró- sent og Spánverja 37 prósent. Stuðningurinn við útgöngu úr Evrópusambandinu reyndist hins vegar nokkru minni meðal Þjóð- verja, eða 30 prósent. Svipað hlutfall þeirra taldi lík- legt að Bretar myndu hafa það betra utan ESB en innan. Könnunin var gerð 17. til 18. júlí og náði til 1.500 manns í hverju landi. – ab Ítalir líklegastir til að yfirgefa ESB Gianluigi stofnaði flokk á Ítalíu sem berst fyrir útgöngu úr ESB. MYND/EPA 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.