Fréttablaðið - 13.08.2020, Page 8
Meðal helstu áhugamála
Harris er póker en hún þykir
slyngur spilari.
BANDARÍKIN Kamala Devi Harris,
55 ára öldungadeildarþingmaður
frá Kaliforníu, er frambjóðandi
Demókrataf lokksins til varafor-
seta Bandaríkjanna. Joe Biden for-
setaframbjóðandi tilkynnti val sitt
á þriðjudag og kom það fæstum á
óvart. Hann hafði áður gefið það út
að hann myndi velja konu og þótti
Harris líklegust.
Tímasetning tilkynningarinnar
kemur heldur ekki á óvart. Vika er
í landsfund Demókrataf lokksins
og val á varaforsetaefni gefur fram-
bjóðendum ávallt svolítið trukk,
líkt og fundurinn sjálfur. Biden
hefur verið að dala örlítið í könn-
unum undanfarið, en hefur ennþá
afgerandi forystu. Vonast er til að
hún verði enn meiri eftir landsfund-
inn sem að þessu sinni er haldinn í
Milwaukee, stærstu borg Wiscons-
in, sem er eitt af helstu baráttufylkj-
unum í kosningunum. Fundurinn
verður þó með óhefðbundnu sniði
og að stærstum hluta fjarfundur.
Ættuð frá Indlandi og Jamaíka
Valið á Harris brýtur blað í stjórn-
málasögu Bandaríkjanna því hún er
fyrsta svarta konan í framboði fyrir
annan hvorn stóra flokkinn. Hún er
einnig fyrsta asíska konan í fram-
boði, en móðir hennar er indversk
að uppruna og faðir hennar frá
Karíbaeyjunni Jamaíka. Harris er
hins vegar fædd í borginni Oakland
og alin upp í Kaliforníu og Quebec í
Kanada en foreldrar hennar skildu
þegar hún var sjö ára gömul.
Harris stefndi á lögfræði og nam
við Howard háskólann í Washing-
ton og Kaliforníuháskólann í San
Francisco. Árið 1990 hóf hún störf
sem saksóknari í Oakland og á
næstu árum vann hún sig upp met-
orðastigann í kerfinu.
Mikill stuðningur innan flokks
Árið 2003 bauð hún sig fram til
borgarsaksóknara San Francisco
og naut stuðnings margra stór-
bokka í Demókrataflokknum. Þar
á meðal öldungadeildarþingmanns-
ins Diane Feinstein, þingmannsins
og núverandi forseta neðrideildar
Nanci Pelosi, og borgarstjórans
Willie Brown sem jafnframt er fyrr-
verandi sambýlismaður Harris.
Í kosningabaráttunni fékk Harris
þunga sekt fyrir að hafa eytt langt
umfram leyfilegt hámark í aug-
lýsingar og viðurkenndi sök í því
máli. Engu að síður sigraði hún
kosningarnar og sjö árum síðar
var hún kjörin aðalsaksóknari
Kaliforníufylkis. Athygli vekur að
meðal þeirra sem styrkt hafa fram-
boð Harris í gegnum tíðina eru
Donald Trump Bandaríkjaforseti
og Ivanka Trump dóttir hans.
Harris var orðuð við embætti
ríkissaksóknara Bandaríkjanna
og stöðu hæstaréttardómara, en
ákvað frekar að taka beinan þátt í
stjórnmálum á þinginu. Þegar hún
tilkynnti um framboð til öldunga-
deildarinnar árið 2016 fylktu allir
stórbokkarnir í Demókrataflokkn-
um í Kaliforníu sér á bak við hana
og kannanir sýndu yfirburðafylgi,
sem hún á endanum hlaut í kosn-
ingunum. Mótframbjóðandi henn-
ar var Loretta Sanchez, þingmaður
Demókrata, en Repúblikanar höfðu
þá gefist upp á Kaliforníu.
Ýmis mál hafa komið upp í emb-
ættistíð Harris sem saksóknara sem
hafa valdið titringi. Meðal annars
aðgerðaleysi hennar gagnvart vís-
indamanni á rannsóknarstofu lög-
reglunnar sem hafði stolið fíkni-
efnum. Um 600 dómsmál glötuðust
vegna þessa starfsmanns. Harris
þótti þó almennt hörð í horn að
taka og sakfellingarhlutfall hækk-
aði um meira en 10 prósent.
Rimmur við Biden
Árið 2014 giftist Harris Douglas
Emhoff, lögfræðingi sem starfar
fyrir skemmtanaiðnaðinn í Kali-
forníu. Saman eiga þau engin börn
en hann á tvö úr fyrra hjónabandi.
Meðal helstu áhugamála Harris er
póker en hún þykir slyngur spilari.
Í janúar 2019 tilkynnti Kamala
Harris um framboð sitt til forseta
Bandaríkjanna. Hún þótti standa
sig vel í kappræðum og mældist
með allt að 20 prósenta fylgi. Meðal
annars skaut hún föstum skotum á
Joe Biden, en hældi Bernie Sanders.
Þegar á leið dró úr fylgi hennar, sér
í lagi eftir harðar kappræður við
Joe Biden í ágúst, og festist í 5 til 8
prósentum. Þá var ljóst að forvalið
yrði kapphlaup milli Biden, Sand-
ers og Elizabeth Warren. Í desember
2019, áður en fyrsta forvalið í Iowa
fór fram, dró Harris framboð sitt til
baka.
Sumir hafa líkt Harris við eins
konar „k venkyns Obama“ en
hún kann illa við það. Framboð
hennar hefur eðli málsins sam-
kvæmt byggst á réttlætismálum og
umbótum í dómskerfinu, fremur
en til dæmis heilbrigðismálum sem
Obama var þekktur fyrir.
Snemma fóru skýrendur að orða
hana við framboð til varaforseta
með Biden og í apríl síðastliðnum
sagðist hún vilja það. Í kjölfarið
var hún talin líklegust til þess að
hreppa tilnefninguna. Með valinu
á Harris vonast Biden til þess að fá
f leiri konur á kjörstað og sérstak-
lega úr minnihlutahópum. Það gæti
haft töluverð áhrif í hinu svokallaða
ryðbelti, Pennsylvaníu, Michigan og
Wisconsin, en einnig í Suðurríkj-
unum, þá helst Norður-Karólínu og
Georgíu. Kaliforníu þarf hann ekki
að hafa áhyggjur af.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Hafnar því að vera kvenkyns Obama
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, valdi Kamölu Harris sem meðframbjóðanda. Harris sóttist eftir að verða forsetaefni en
dró framboð til baka í desember. Hún á umdeildan feril sem saksóknari en er nú annar öldungadeildarþingmaður Kaliforníufylkis.
Höfðar ekki til unga fólksins á sama hátt og Bernie Sanders
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands,
segir að valið á Harris hafi alls ekki komið á óvart.
Frekar hversu margar konur hafi verið til skoðunar.
„Hún hefur gríðarlega mikla reynslu af framboð-
um og ólíkt hinum sem komu til greina hefur hún
gegnt framkvæmdavaldsstöðu. Það er einn helsti
styrkurinn sem hún hefur,“ segir Silja. „Hún hefur
einnig reynst sterk í yfirheyrslum í þinginu, hugsar
hratt og verður vafalaust góð í kappræðum.“
Aðspurð um veikleika segir Silja að Harris höfði
ekki jafnmikið til ungs fólks og til dæmis Bernie
Sanders geri. Það sé einnig svolítil þversögn fólgin
í því að vera fyrsta blökkukonan sem býður sig
fram til þessa embættis en jafnframt ekki vera
mjög tengd baráttumálum eins og þeim sem Black
Lives Matter standa fyrir. „Hún var mjög harður
saksóknari og tók þátt í að viðhalda fangelsismenn-
ingu í Kaliforníu sem kemur sérstaklega hart niður á
svörtu fólki,“ segir Silja.
Samkvæmt Silju hefur varaforsetaframbjóðand-
inn í raun lítil áhrif á útkomu kosninganna. Harris
verði þó óumdeilanlega í sterkri stöðu til að sækjast
eftir embætti forseta í framtíðinni, ef Biden verður
kjörinn í nóvember.
„Það er nokkuð táknrænt að hún sé fædd um það
leyti sem löggjöfin um kynþáttajafnrétti var sett,
en þá fengu svartar konur mjög víða kosningarétt í
fyrsta skipti.“
Val Joes Biden á Harris sem varaforsetaefni kom fáum á óvart þrátt fyrir harðar rimmur þeirra í kappræðum. Engu að síður er það talið brjóta blað í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. MYND/EPA
1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð