Fréttablaðið - 13.08.2020, Síða 17
AF KÖGUNARHÓLI
G unnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, skrifar um kröfu þeirra í Bændablaðið 16.
júlí, að fá viðræður við stjórnvöld um
tollamál. Hann hnykkir á kröfunni með
þessu orðum:
„Það þarf að gerast áður en samið
verður við Breta á grundvelli Brexit um
heimildir til að flytja inn aukið magn af
búvörum.“
Ekki kemur á óvart að bændur óski
eftir viðræðum við ríkisstjórnina. En
hitt eru nokkur tíðindi að á dagskrá
kunni að vera að semja við Breta um
aukinn innflutning á búvörum. Land-
búnaðarráðherra hefur þagað þunnu
hljóði um það.
Engin markmið eða umræða
Þessi frásögn í Bændablaðinu beinir
kastljósinu að því að ríkisstjórnin hefur
hvorki kynnt stefnu né markmið í við-
ræðum við Breta.
Í skilnaðarviðræðum Breta og Evr-
ópusambandsins hafa báðir aðilar birt
stefnu og samningsmarkmið. Eins er
með viðræður Breta og Bandaríkjanna.
Áður en þær hófust kynntu ríkisstjórn-
ir beggja landa stefnu og markmið.
Oft afla ríkisstjórnir sér umboðs frá
þjóðþingum áður en mikilvægar við-
ræður við aðrar þjóðir hefjast. Í nútíma
lýðræði heyrir þetta til sjálfsagðra
hluta, en virðist ekki henta ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur.
Stórkostleg tækifæri
Ekkert ríki hefur stigið jafn stórt skref
til baka í samningsbundnum sam-
skiptum við Ísland eins og Bretland. Að
Írlandi fráskildu kemur Brexit einna
verst niður á Íslandi.
Eigi að síður fullyrðir ríkisstjórnin í
sífellu að Brexit skapi Íslandi stórkostleg
tækifæri. Að sönnu er ekki bent á þau. Og
aðrir hafa ekki komið auga á þau, nema
að því er varðar makrílinn. Ríkisstjórnir
allra annarra ríkja á innri markaði
Evrópusambandsins viðurkenna skaðleg
áhrif þessarar ákvörðunar Breta.
EFTA-ríkin hafa gert bráðabirgða-
samninga við Breta, sem takmarkast
við vöruviðskipti. En hvað vill Ísland
til lengri tíma? Telur ríkisstjórnin að
einfaldur fríverslunarsamningur sé
fullnægjandi? Eða sýnist henni að setja
eigi markið hærra og endurheimta fjór-
frelsið í tvíhliða samningum?
Í viðræðum við Bandaríkin eru
Bretar að gefa eftir varðandi reglur um
meðferð matvæla. Hver er stefna ríkis-
stjórnarinnar í viðræðum við Breta um
þau efni? Ætlar ríkisstjórnin að tryggja
einstaklingum og fyrirtækjum sömu
neytendavernd og sömu samkeppnis-
vernd og er á innri markaðnum?
Bretar sjá þetta sem veikleika
Þessar einföldu spurningar sýna hversu
mikilvægt það er að hafa markmið í
samningum sem þessum og það fari
fram pólitísk umræða um þau.
Meðan ríkisstjórnin talar bara um
stórkostleg tækifæri án þess að skil-
greina stefnu og markmið er hætt við
að viðsemjendurnir upplifi það sem
rangt stöðumat og hagnýti sér það.
En svo kann að vera að ríkisstjórnin
kjósi meðvitað að tala eins og úti á
þekju um ný tækifæri þegar tækifærum
fækkar. En hvers vegna ætti hún að vilja
það? Trúlega vegna þess að stjórnar-
flokkarnir koma sér ekki saman um
hver stefnan á að vera.
Málið er þá einfaldlega leyst með
því að móta ekki stefnu og setja ekki
markmið. Þetta er ástand, sem ríkis-
stjórnin kallar pólitískan stöðugleika.
Eins líklegt er þó að viðsemjendurnir
líti á þá sjálfsgreiningu sem pólitískan
veikleika.
Lag til að bæta
stöðuna í makr ílsamningum
Ný staða kemur upp varðandi makríl-
samningana um áramót þegar Bretar
taka til sín samningsumboðið, sem
Evrópusambandið hefur farið með.
Þótt formlegar viðræður um makríl
og viðskipti séu aðskildar hlýtur ríkis-
stjórnin að líta á hagsmunina í heild
og ræða þannig við Breta. Nú er lag til
að fá viðurkenningu Breta á hlutdeild
Íslands í makrílveiðunum strax um
næstu áramót. Er sú krafa ekki örugg-
lega rædd fyrst á hverjum fundi? Hver
hafa viðbrögðin verið?
Vegna upplýsinga forystumanna
bænda um mögulega aukinn inn-
flutning búvara frá Bretlandi má spyrja
hvort sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra hafi lagt línur um forgang
hagsmuna ef svo fer að á það reyni?
Má ræða spurningar af þessu tagi?
Eða ógna þær pólitískum stöðugleika?
Bændur og Brexit
Þorsteinn
Pálsson
En svo kann að vera að ríkis-
stjórnin kjósi meðvitað að tala
eins og úti á þekju um ný tæki-
færi þegar tækifærum fækkar.
LÍKA Á
SUMRIN!
Auglýsing í Fréttablaðinu er
ávallt jafn verðmæt
júní júlí ágúst
88% af lesendum dagblaða* á
höfuðborgarsvæðinu á aldurs-
bilinu 18-49 ára lesa Fréttablaðið
daglega allan ársins hring
*meðallestur þeirra sem lesa bara Fréttablaðið og þeirra sem lesa Fréttablaðið og
Morgunblaðið. Heimild: Prentmælingar Gallup apr. - júní og júlí - sept. 2019.
– mest lesna dagblað landsins, líka á sumrin
Landsmenn lesa Fréttablaðið
allan ársins hring 88%
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0