Fréttablaðið - 13.08.2020, Page 24

Fréttablaðið - 13.08.2020, Page 24
Það eina sem ég get sagt er að ég er upp með mér að vera talin sexí. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Mila fæddist í Chernivtsi í Úkraínu 14. ágúst 1983 og á einn eldri bróður. Þegar Mila var sjö ára ákváðu foreldrar hennar að flytja til Los Angeles svo börnin ættu sér bjartari framtíð en í gömlu Sovétríkjunum, en sú ákvörðun kostaði þau góð störf heima og háskólagráður sem ekki voru metnar vestanhafs. Á öðrum degi nýrrar tilveru í Los Angeles hóf Mila nám við Rosewood-grunnskólann og kunni þá einungis móðurmál sitt, rússnesku. Hún segist hafa grátið daglega fyrsta skólaárið því hún skildi hvorki tungumálið, menn- inguna né fólkið. Mila var níu ára þegar pabbi hennar skráði hana í leiklistartíma hjá Beverly Hills Studios. Þar hitti hún Susan Curtis sem seinna varð umboðsmaður hennar. Eftir sína fyrstu áheyrnarprufu fékk Mila hlutverk í Barbie-sjónvarpsaug- lýsingu en fyrsta hlutverk í sjón- varpsþætti fékk Mila í Days of our lives árið 1994. Nokkrum mán- uðum síðan lék hún lítið hlutverk í Strandvörðum, þá ellefu ára. Skrökvaði um aldur sinn Mila varð heimsfræg í hlutverki Jackie Burkhart í sjónvarpsþátt- unum vinsælu That ´70s Show, sem sýndir voru á árunum 1998 til 2006. Í aðdraganda þáttanna var þess krafist að leikarar sem sæktu áheyrnarprufur væru orðnir átján ára en Mila, sem þá var fjórtán ára, sagðist alveg að verða átján. Þótt upp hafi komist um skrökið var Mila talin sú langbesta fyrir hlut- verkið og hlaut fyrir leik sinn verð- laun sem besta unga leikkonan í gamanþáttum árin 1999 og 2000. Mila léði Meg Griffin einnig rödd sína í teiknimyndaseríunum Family Guy. Fyrsta stóra kvikmyndahlut- verkinu landaði Mila árið 2008, þegar hún lék Rachel í rómantísku gamanmyndinni Forgetting Sarah Marshall. Hún hlaut svo mikið lof fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Black Swan, meðal annars Mar- cello Mastroianni-verðlaunin sem besta unga leikkonan og tilnefn- ingar til Golden Globe sem besta leikkonan í aukahlutverki. Meðal annarra vinsælla mynda Milu Kunis má nefna Ted á móti Mark Sovéskir töfrar sigruðu heiminn Leikkonan Mila Markovna Kunis mælir 37 ár af ævi sinni á morgun. Hún er talin ein af mestu þokkagyðjum heims enda með útlit sem vekur eftirtekt og einstakan sjarma á skjánum. Mila orðin 17 ára á verðlaunahátíð- inni Teen Choice Awards árið 2000. Ástir tókust með Milu og Ashton Kucher sem giftu sig sumarið 2015. Mila með samleikurum sínum í That ´70s Show, þá nýorðin fjórtán ára. Svona lítur Mila Kunis út í dag, geislandi fögur á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Utah fyrr á árinu. MYNDIR/GETTY Mila var árum saman í ástarsam- bandi með Makaulay Culkin. andlit Christian Dior vorið 2013 og sendiherra Gemfields sem framleiðir lúxusvarning úr eðal- steinum. Hún þjáðist af krónískri lit- himnubólgu árið 2011 sem olli tímabundinni blindu en með skurðaðgerð var hægt að komast fyrir sjúkdóminn. Eftir stendur að vinstra augað er brúnt og það hægra grænt. Leikkonan átti í áralöngu ástar- sambandi við barnastjörnuna Macaulay Culkin á árunum 2002 til 2011. Hún byrjaði að hitta sam- leikara sinn, Aston Kucher úr That ´70s Show árið á eftir en þau gengu í hjónaband 2015 og eiga saman tvö börn. Wahlberg, Friends with benefits á móti Justin Timberlake, Book of Eli á móti Denzel Washington og Bad Moms. Með grænt og brúnt auga Sjarmi Milu Kunis er óumdeildur. Hún hefur í áraraðir vermt lista yfir fegurstu og kynþokkafyllstu konur heims, en áður en að því kom lét hún hafa þetta eftir sér: „Maður verður að byggja ferilinn á einhverju öðru en því að vera FHM Topp 100-stelpan. Útlitið lætur á sjá einn daginn og hvað stendur þá eftir?“ Seinna, þegar hvert karla- tímaritið á fætur öðru setti hana á lista yfir þokkafyllstu konur heims, sagði Mila: „Það eina sem ég get sagt er að ég er upp með mér að vera talin sexí.“ Stíll Milu er kvenlegur. Hún var Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Nýjar umbúði r 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.