Fréttablaðið - 13.08.2020, Page 32
Það er metaðsókn að Háskól-anum á Bifröst í haust, skólanum sem þurfti litlu
að breyta til að halda áætlun
vegna COVID-19 í vor og hefur nú
fullkomin tök á veiruástandinu.
Vélarnar hafa verið ræstar,
kennarar og starfsfólk er komið til
vinnu og allt er klárt fyrir móttöku
400 nýnema,“ segir Margrét Jóns-
dóttir Njarðvík, rektor Háskólans
á Bifröst.
Hún segir augljóst að fjarnám
hafi fengið mikla viðurkenningu
undanfarna mánuði.
„Tímarit eins og The Economist
segir að í stað misgóðrar stað-
kennslu geti nú allir fengið
heimsins bestu kennslu á netinu
og líka ómetanlegan tíma fyrir
kennslu í litlum umræðuhópum,
nokkuð sem nemendur kunna best
að meta af öllu. Undir því stendur
Háskólinn á Bifröst svo sannar-
lega og laðar til sín fólk sem kýs
sveigjanleika, fólk sem vill geta
stundað nám samhliða vinnu og
fólk sem vill f lytja út á land, á einn
fallegasta stað landsins. Til okkar
sækir líka fólk sem vill fara í mast-
ersnám og fá fyrirlesturinn heim í
stofu og fólk sem vill fara í BS-nám
eða drífa sig loksins í aðfaranám
að háskólanámi,“ upplýsir Mar-
grét sem tók við stöðu rektors við
Háskólann á Bifröst þann 1. júní
síðastliðinn.
Ný skapandi námsbraut
Bifröst hefur vandað námsfram-
boð fyrir alla og í haust bætast við
umræðutímar í öll námskeið.
„Mesta aðsóknaraukningin er í
mastersnám og þar eru vinsælustu
námslínurnar Forysta og stjórnun,
Opinber stjórnsýsla og Menning-
arstjórnun. Þá er alltaf góð aðsókn
í viðskiptafræði og mikil aðsókn
í nýja námsbraut í skapandi
greinum,“ segir Halldóra Lóa Þor-
valdsdóttir kennslustjóri.
Hún bætir við að nám á Bifröst
hafi einstakan sjarma þar sem
nemendur hittist á vinnuhelgum
þar sem þeir mynda tengsl og
njóta einhverrar fegurstu náttúru
Íslands.
„Þessi námsumgjörð hentar
sérlega vel í nútímanum þar sem
margir nemendur blanda saman
vinnu og námi. Einnig hefur Bif-
röst laðað til sín þá sem vilja prófa
að búa úti á landi, þá sem vilja
einfalt líf og ódýra leigu. Fjölskyld-
urnar á háskólasvæðinu standa
saman og styðja við bakið á hver
annarri, skiptast á að passa börnin
og læra saman. Þeir sem hafa búið
Háskólaþorpið
á Bifröst er í
miðju Grá-
brókarhrauni
Borgarfjarðar
og þaðan er
stutt í óbeislaða
náttúru allt um
kring.
Þær Halldóra Lóa Þórhallsdóttir kennslustjóri og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, hlakka mikið til komandi skólaárs. MYNDIR/JAMES EINAR BECKER/HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Nemendur í Háskólanum á Bifröst tengjast órjúfanlegum vináttuböndum.
Háskóli í heimsklassa í
undurfagurri náttúruparadís
Háskólinn á Bifröst skartar einstökum sjarma, heillandi námslínum, líflegu skólaþorpi og metn-
aðarfullu skólastarfi sem laðar að fólk úr öllum áttum. Þar er mannlífið blómlegt og nemendur
eignast góða vini fyrir lífstíð. Enn er opið fyrir umsóknir en metaðsókn er að skólanum í haust.
á Bifröst eiga það svo allir sameig-
inlegt að fá glampa í augun þegar
tíminn á Bifröst er rifjaður upp,“
segir Halldóra Lóa í undurfögru
landslagi Bifrastar í Borgarfirði.
Margur spyr sig hvernig sé með
vináttu hjá nemendum sem eru í
fjarnámi við Háskólann á Bifröst.
Myndast góð tengsl?
„Heldur betur,“ svarar Margrét
rektor, „því nemendur vinna
saman í hópavinnu á netinu og
hittast utan kennslustunda fyrir
utan ógleymanlegar og kröftugar
vinnuhelgar. Bifröst gerir kröfur
til nemenda sinna og þeir sem
vaxa saman tengjast órjúfanlegum
vináttuböndum.“
Enn opið fyrir umsóknir
Bifröst verður með nýnema-
daga sína á netinu vegna heims-
faraldursins en tekur jafnframt á
móti nýnemum í litlum tuttugu
manna hópum þar sem skólinn er
kynntur fyrir þeim.
„Þá verða allar vinnuhelgar á
netinu þar til ástandinu linnir,
nokkuð sem við vonum að verði
brátt. Vegna ástandsins höfum
við enn opið fyrir umsóknir
því við vitum að fólk er enn að
missa vinnuna og gæti því viljað
söðla um og fara í nám,“ segja
þær Halldóra Lóa og Margrét,
fullar tilhlökkunar fyrir komandi
skólaári.
Nánari upplýsingar um allt sem
viðkemur háskólanámi á Bifröst á
bifrost.is.
8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ