Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 2
Veður
Sunnan 5-10 í dag með vætu af og
til, en þurrt að kalla norðaustan- og
austanlands. Hiti 10 til 16 stig, en
allt að 22 stig austan til á landinu.
SJÁ SÍÐU 30
Flott stökk á Miðbakkanum
Það var fjör á Miðbakkanum í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Á annan tug barna og ungmenna voru þar stödd til að leika listir sínar á
hjólum, hjólabrettum og hlaupahjólum, þar á meðal þetta f lotta og fagmannlega hjólastökk. Flestir voru léttklæddir, enda hlýtt úti og þurrt. Hjóla-
brettasvæðið á Miðbakkanum opnaði í júní síðastliðnum og hefur garðurinn vakið mikla lukku á góðviðrisdögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MINJAR Segja má að COVID-19 hafi
bjargað Hegningarhúsinu, er álit
múraranna Olgeirs Gestssonar og
Gunnlaugs Ketilssonar frá Aðal-
múr sem nú vinna að endurbótum
á gamla fangelsinu á Skólavörðustíg.
„Húsið míglak og löngu kominn
tími á að gera eitthvað,“ segir Olgeir.
Af vef Stjórnarráðsins segir hann að
megi ráða að verkefnið eigi að auka
vinnu á tímum COVID-19.
„Það var því lán í óláni að COVID-
ið kom því miðað við mína reynslu
af ríkinu er ekkert gert fyrr en í óefni
er komið,“ útskýrir Olgeir.
Þeir Gunnlaugur og Olgeir eru
báðir af múraraættum. Langa-
langafi Gunnlaugs vann sem snikk-
ari við byggingu Alþingishússins á
nítjándu öld og langafi hans varð
múrari árið 1904. Og afi Olgeirs
vann við byggingu Þjóðleikhússins.
Nú vinna þeir Gunnlaugur og
Olgeir að því að þétta steinhlaðinn
sökkulinn undir Hegningarhúsinu
með steypu sem síðan verður varin
með sérstöku frostþolnu efni.
Meðal annarra verka sem múrar-
arnir þurfa að vinna er viðgerð á
fúgum víða í grjóthleðslu hússins.
Vandinn er að finna rétta efnið í fúg-
una svo upprunalega útlitið haldist.
„Ég gerði blöndu sem arkitektinn
var alveg sáttur við,“ segir Olgeir
sem í blönduna notaði tvær gerðir
af sementi, sand úr byggingavöru-
verslun og svo sérvalinn sjávarsand.
Olgeir segir áhugavert að takast
á við verkefni sem sé ekki hefð-
bundið. „Þetta er eitthvað sem er
ekki kennt í Iðnskólanum og það er
gaman að fá að taka þátt í einhverju
sem er algjörlega út úr kassanum,“
útskýrir hann.
Hegningarhúsið sem hlaðið er úr
íslensku grjóti var tekið í notkun
árið 1871. Undir lokin þjónaði bygg-
ingin sem móttökufangelsi þar til
því var lokað 1. júní 2016. Olgeir
hefur kynnt sér sögu hússins.
„Það var forvitni mín um fortíðina
sem ýtti mér út í það. Ég vildi fá að
vita hvernig þeir gerðu þetta í upp-
hafi,“ segir Olgeir sem kveður heim-
ildir um það því miður ekki vera
góðar. „Verklýsing var ekki til – það
var bara sagt: reistu hús og þá mættu
einhverjir berserkir og reistu hús.“
Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi
verði í framtíðinni í Hegningarhús-
inu. Olgeir segist vilja sjá þar safn
eða minnisvarða um liðna tíma og
að húsinu verði komið í uppruna-
legt horf.
„Fólk fengi að ganga um og skoða
klefana og dómsalinn uppi. Úti í
fangelsisgarðinum væri lítil kaffi-
tería þar sem fólk gæti sest niður og
kynnt sér betur sögu hússins,“ lýsir
Olgeir Gestsson. gar@frettabladid.is
Veiran sögð lán í óláni
fyrir Hegningarhúsið
Múrararnir Olgeir Gestsson og Gunnlaugur Ketilsson takast á við óvenjulegt
verkefni við endurbætur á Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Þeir segja ekki
hafa verið seinna vænna að hefja viðgerðir: þakið sé ónýtt og húsið mígleki.
ára Steypa á að þétta sökkulinn á Hegningarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Múrararnir G. Ketilsson og Olgeir
Gestsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
Það var bara sagt;
reistu hús og þá
mættu einhverjir berserkir
og reistu hús.
Olgeir Gestsson, múrari hjá Aðalmúr
COVID-19 Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar gríðarlegt áfall fyrir
ferðaþjónustuna. Segir hann að
áhrifin verði víðtæk og hafi afleið-
ingar til lengri tíma.
„Þetta mun auka atvinnuleysi því
að fólki sem hefði haft vinnu í vetur
verður sagt upp núna um mánaða-
mótin í stórum stíl,“ segir Jóhannes.
„Miðað við samtöl mín í dag og í gær
má gera ráð fyrir að tvö til þrjú þús-
und manns gætu misst vinnuna.“
Mikillar svartsýni gætir innan
ferðaþjónustunnar. Sjá rekstrarað-
ilar fram á af bókanir þar sem fáir
ferðamenn vilji í sóttkví. – ab
Ákvörðunin
mikið áfall
COVID -19 Frá og með mið viku-
deginum 19. ágúst verða allir
komu far þegar skimaðir tvisvar
við komuna til Ís lands. Fyrri sýna-
taka verður á landa mærum, að því
búnu ber komu far þegum að fara í
sótt kví í fjóra til fimm daga þangað
til niður staða er fengin úr seinni
sýna töku. Þetta ákvað ríkisstjórnin
á fundi sínum í gær.
Ákvörðunin byggir á einum
möguleikanna sem lagður var til í
minnisblaði Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis um aðgerðir á
landamærunum, var þetta leiðin
sem Þórólfur taldi áhrifaríkasta til
sóttvarna.
Ákvörðunin var tekin í ljósi þess
hvernig COVID-19 faraldurinn
hefur þróast hér á landi og á heims-
vísu þar sem staðfestum tilfellum
fer fjölgandi. Þá sé enn verið að
kljást við hóp sýkingu sem upp
kom hér á landi án þess að vitað
sé hvernig það af brigði veirunnar
barst inn í landið.
Katrín Jakobs dóttir for sætis ráð-
herra sagði á blaðamannafundi
í gær að úti lokað væri að lofa því
að hægt yrði að losna við veiruna.
Nýjasta dæmið um það væri stað-
an á Nýja-Sjá landi þar sem smit
greindist að nýju þrátt fyrir harðar
aðgerðir á landamærum.
Allir far þegar á leið til landsins
þurfa að borga fyrir fyrri skimun-
ina og verður miðað við sama fyrir-
komu lag og hefur verið, seinni
skimunin verður hins vegar gjald-
frjáls. Hefur það komið til skoð-
unar af hálfu ríkisstjórnarinnar að
hækka skimunargjaldið. – ab
Allir sem koma
verða skimaðir
Forsætisráðherra segir útilokað að
lofa að losna megi við veiruna.
Jóhannes
Þór Skúlason,
framkvæmda-
stjóri SAF
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð