Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 6
Við leggjum áherslu
á að vera til staðar
fyrir þá sem upplifa skort og
valdaleysi.
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Samkvæmt íslenskri
rannsókn minnkaði fæð-
ingarþyngd hjá börnum
fæddum eftir hrunið.
COVID -19 Barry Bogin, banda-
rískur prófessor við Loughborough
háskólann í Bretlandi, varar við
því í tímaritinu American Journal
of Human Biology að COVID-19
faraldurinn gæti valdið minni
fæðingarþyngd hjá þeim börnum
sem mæður ganga nú með. Ekki
þá vegna veirunnar sjálfrar heldur
streitueinkenna sem hafi þau áhrif
að fóstrin nærast verr.
Hann rannsakaði þetta í kringum
bankahrunið 2008 í samstarfi við
spænskan vísindamann, þar sem
notuð voru gögn frá Íslandi, Portú-
gal, Grikklandi og Japan. „Ríkis-
stjórnir og heilbrigðisstarfsfólk
verður að tryggja að félagslegur,
fjárhagslegur og tilfinningalegur
stuðningur verði til staðar, fyrir
alla,“ segir í greininni. Einnig að það
gæti tekið allt að tvær kynslóðir að
meta líffræðilegar afleiðingar far-
aldursins á mannkynið.
Hér á landi var gerð ítarleg rann-
sókn á fæðingarþyngd eftir banka-
hrunið. Kom þá í ljós að aukning
varð í léttburafæðingum hjá þeim
konum sem eignuðust börn frá apríl
til júní árið 2009. Hjá konum sem
voru á fyrsta þriðjungi meðgöng-
unnar þegar hrunið skall á.
Rannsóknir eftir árásirnar á Tví-
buraturnana 11. september 2001 og
ýmsar náttúruhamfarir sem orðið
hafa, sýna svipaðar niðurstöður.
Meðgöngutíminn er ekki styttri en
fóstrin vaxa hægar og eru léttari.
Védís Helga Eiríksdóttir, verk-
efnisstjóri hjá Embætti landlæknis,
sem kom að íslensku rannsókninni
á sínum tíma, segir ekki öruggt að
það sama gerist nú, en engar upp-
lýsingar liggi fyrir á þessari stundu.
„Við getum ekki sagt til um hvað
gerist nú. Þetta er öðruvísi streitu-
valdur,“ segir hún, en einnig er sá
munur á COVID-19 og hruninu að
hið síðarnefnda skall á með mun
styttri fyrirvara. – khg
Léttburafæðingum getur fjölgað
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem
úthlutað verður árið 2021 í samræmi við ákvæði laga
nr. 57/2009.
Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2020.
Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:
launasjóður hönnuða
launasjóður myndlistarmanna
launasjóður rithöfunda
launasjóður sviðslistafólks
launasjóður tónlistarflytjenda
launasjóður tónskálda
Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um feril umsækjenda,
listrænt gildi verkefnis og rökstudda tímaáætlun. Einnig skulu
fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil svo og verðlaun og
viðurkenningar. Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar
ákvörðun um úthlutun starfslauna.
Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar. Umsóknir eru
einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina
samstarf sérstaklega. Eingöngu er tekið við rafrænum
fylgigögnum.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn
aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu
hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. 4. gr. laga
um listamannalaun nr. 57/2009.
Vakin er athygli á því að áfram verður hægt að fella
starfslaun sviðslistamanna inn í atvinnuleikhópaumsóknir.
Aðgangur að umsókn, eyðublöð fyrir framvinduskýrslu
ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna
á vefslóðinni www.listamannalaun.is.
Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga
og Óskar Eggert Óskarsson á skrifstofu Rannís,
listamannalaun@rannis.is.
Stjórn listamannalauna, ágúst 2020
Umsóknarfrestur 1. október
Listamannalaun
2021
Til sölu,
Njarðarbraut 20,
260 Njarðvík
Tjarnargata 12 ehf. og Reykjanesbær auglýsa til
sölu byggingu að Njarðarbraut 20, 260 Njarðvík.
Verið er að vinna nýtt deiliskipulag á svæðinu
og er byggingin samkvæmt því víkjandi.
Óskað er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda
um nýtingu á svæðinu. Sérstaklega verður horft
til samspils áætlana við markmið fyrirhugaðs
deiliskipulags. Tilboðum skal skila inn eigi síðar
en mánudaginn 7. september 2020.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum
netfangið fasteignir@reykjanesbaer.is
REYKJAVÍK „Ég er nokkuð undrandi
á þessum niðurstöðum vegna þess
að mín pólitík og pólitík Miðflokks-
ins hefur gengið mjög vel. Þannig að
ég tel mig og f lokkinn eiga mikið
inni,“ segir Vigdís Hauksdóttir, odd-
viti Miðf lokksins í borgarstjórn,
um niðurstöður könnunar á fylgi
f lokka í borginni sem greint var frá
í blaðinu í gær.
Samkvæmt könnuninni, sem
Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið, myndu f lokkarnir í
meirihluta borgarstjórnar bæta
við sig þremur borgarfulltrúum
þó að Samfylkingin tapi fylgi. Mið-
flokkurinn mælist með tæp fimm
prósent en fékk rúm sex prósent í
kosningunum.
„Við erum svolítið í víglínunni og
eigum mikið dulið fylgi hjá hinum
þögla kjósanda sem kannski vill
ekki gefa sig upp. Við verðum oft
fyrir aðkasti vegna skoðana okkar
en ég hef náttúrulega beitt mér mjög
hart í spillingarmálum í Reykjavík,“
segir Vigdís.
Oddvitar Vinstri grænna og
Viðreisnar eru öllu ánægðari með
niðurstöður könnunarinnar en
báðir f lokkarnir bæta við sig fylgi
frá kosningum.
„Þetta eru auðvitað góðar fréttir
fyrir meirihlutann. Maður er þakk-
látur fyrir allan þennan stuðning,
en ég held líka að borgarbúar séu
ánægðir með það sem við erum að
gera,“ segir Líf Magneudóttir, odd-
viti Vinstri grænna.
Það sé mjög ánægjulegt að sjá svo
góða niðurstöðu þrátt fyrir þann
harða og óvægna áróður sem rek-
inn hafi verið gegn meirihlutanum.
Borgarbúar sjái í gegnum borgar-
fulltrúa sem reyni að slá ryki í augu
fólks.
„Maður fær bara þessi fjögur ár
til að sýna sig og sanna. Ég held að
við séum að uppskera svolítið af
okkar verkum í þessari könnun.
Þessi pólitíski stormur um að hér
sé allt á heljarþröm virðist bara vera
stormur í vatnsglasi,“ segir Líf.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti
Viðreisnar, segir að meirihlutinn
líti á þessa könnun sem hvatningu
til að halda áfram að skipuleggja
græna borg.
„Það var bara mjög gleðilegt að
vakna við sólina og þessar fréttir. Ef
þetta væru einhverjar niðurstöður
úr kosningum værum við með þrjá
fulltrúa, en þetta er svona meira
stöðutaka en eitthvað annað.“
Meirihlutinn hafi haft mikið í
fanginu á kjörtímabilinu varðandi
borgarþróunarmál.
„Núna erum við hálfnuð með
kjörtímabilið en þetta er mjög sam-
heldinn og góður meirihluti. Hann
er líka sammála um stóru málin
þótt pólitíska litrófið sé augljóslega
svolítið breitt,“ segir Þórdís Lóa.
Sanna Magdalena Mörtudóttir,
oddviti Sósíalistaflokksins, segist
nokkuð ánægð með niðurstöð-
urnar en f lokkurinn bætir við sig
frá kosningum og er nálægt því að
ná inn öðrum borgarfulltrúa.
„Við viljum bara halda áfram að
styrkja okkur og ná til fólks. Það er
okkar markmið og þetta er brýning
um að halda áfram. Það er gott að
sjá að við erum eini f lokkurinn í
minnihlutanum sem bætir við sig
samkvæmt könnuninni.“
Hún segist ekki vilja festast inni í
Ráðhúsinu í engum samskiptum við
borgarbúa. „Við leggjum áherslu á
að vera til staðar fyrir þá sem upp-
lifa skort og valdaleysi. Við viljum
ekki vera svona hefðbundinn flokk-
ur sem er erfitt að ná í,“ segir Sanna.
Samkvæmt könnuninni myndi
Flokkur fólksins missa sinn eina
fulltrúa. Kolbrún Baldursdóttir,
oddviti flokksins, segist hafa fundið
fyrir mikilli jákvæðni frá fólki á
kjörtímabilinu.
„Kannski í ljósi þess hvernig mín
tilfinning og upplifun er, kom þetta
mér pínu á óvart. Fyrir mig gengur
þetta út á að hlusta á fólkið. Ég hitti
mikið af fólki og fæ mikið af póstum
frá fólki,“ segir Kolbrún.
Hún segist vilja vera miðill frá
fólkinu og inn í borgina. „Síðan
mun þetta auðvitað bara fara í dóm
fólksins. Ef fólki finnst ég ekki hafa
verið að vinna vinnuna mína eða
ná árangri verð ég bara að taka því.“
sighvatur@frettabladid.is
Oddvitar missáttir við
niðurstöður könnunar
Niðurstöður nýrrar könnunar um fylgi flokka í borgarstjórn sýna töluvert
breytta mynd frá síðustu kosningum. Fréttablaðið leitaði viðbragða fimm
oddvita vegna niðurstaðna könnunarinnar sem birtar voru í blaðinu í gær.
Þrír af fjórum flokkum í meirihluta borgarstjórnar bæta við sig fylgi frá kosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI