Fréttablaðið - 15.08.2020, Blaðsíða 8
Rokið var það
mikið að enginn
heyrði í okkur.
Ellen Glynn
Hin virtu norrænu neytendasamtök Kuluttaja (finnsk), Råd & Rön (sænsk) og
Tænk (dönsk) hafa gert úttektir á bakstursofnum frá ýmsum framleiðendum.
Siemens ofnarnir komu best út og fengu toppeinkunn fyrir almenn gæði sín. Bravó!
Af því tilefni bjóðum við nokkra framúrskarandi ofna á tilboðsverði.
Gildir til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast.
Bakstursofn BakstursofnBakstursofn
HB 578ABS0S, iQ500 HB 672GBS1S, iQ700HR 675GBS1S, iQ700
Orkuflokkur A. Brennslusjálfhreinsun.
Átta ofnaðgerðir.
Orkuflokkur A+. Brennslusjálfhreinsun.
Átta ofnaðgerðir. Kjöthitamælir.
Orkuflokkur A+. Með gufu.
Brennslusjálfhreinsun. 13 ofnaðgerðir.
Fullt verð: 169.900 kr. Fullt verð: 189.900 kr.Fullt verð: 249.900 kr.
Tilboðsverð: Tilboðsverð:Tilboðsverð:
129.900 kr. 149.900 kr.189.900 kr.
OrkuflokkurOrkuflokkur
Bakstursofnarnir hjá
Smith & Norland eru
sannkallaðir sigurvegarar.
Orkuflokkur
1. sæti 2. sæti
ÍRLAND Tvær ungar, írskar konur,
Sara Feeney og Ellen Glynn, lifðu
af að vera týndar á rúmsjó í 15
klukkutíma. Þær höfðu farið af
stað á svokölluðum „paddle board“
brettum en misst stjórnina og rekið
í burtu.
„Þær eru í áfalli og voru heppnar
að veðrið var hlýtt,“ segir sjómað-
urinn Patrick Oliver sem fann þær
á fimmtudag, við sjónvarpsstöðina
RTÉ. En þegar hann heyrði tilkynn-
ingu um að konurnar væru týndar
fór hann strax af stað að leita ásamt
Morgan syni sínum, sem er 18 ára.
Út frá vindátt og straumum gat
hann sigtað út svæðið sem þær
reyndust vera á.
Konurnar, sem eru 17 og 23 ára
frænkur, héldu af stað frá strönd-
inni Furbo í Galway-sýslu á vestur-
strönd Írlands á miðvikudags-
kvöld. Helen Feeney, móðir Söru,
var með þeim þegar þær réru út, en
þegar þær komu síðan ekki til baka
hringdi hún í landhelgisgæsluna.
Hófst allsherjarleit klukkan 22 á
miðvikudagskvöld með bátum og
þyrlum. Fjölmargir sjálf boðaliðar
tóku einnig þátt.
Hvorug kvennanna var í blaut-
búningi, en til allrar lukku voru
þær í björgunarvestum. Sara var
þaulvön á bretti, en Ellen nær
óreynd. En „paddle board“ bretti
hafa notið síaukinna vinsælda,
meðal annars hér á Íslandi.
Í samtali við RTÉ lýsir Ellen því
hvernig það tók aðeins nokkrar
mínútur fyrir þær að missa stjórn-
ina. Þær fuku langt, langt frá landi
og vissu ekkert hvar þær voru. Allt
í einu var vindurinn orðinn mjög
mikill og öldurnar mun hærri.
Framan af hafi þær þó haldið rónni
og verið fullvissar um að þeim yrði
bjargað. Meira að segja skiptust
þær á að sofa á brettunum.
„Við vissum að við kæmumst
ekki sjálfar til baka þannig að við
náðum að binda brettin saman.
Við reyndum að róa til baka en
öldurnar voru svo sterkar að við
vorum fastar á sama stað,“ segir
Ellen. „Við öskruðum í von um að
mamma Söru myndi heyra og kalla
fyrr eftir aðstoð. Vindurinn var það
sterkur að enginn heyrði í okkur.“
Ellen og Sara sáu ljós báta í
myrkrinu og öskruðu á þá. En það
var sama sagan, enginn heyrði.
Þrumuveður og ofsaregn skall á
og þeim varð f ljótt mjög kalt. „Við
ákváðum að það væri enginn til-
gangur með að missa stjórn á okkur.
Við yrðum að vera jákvæðar og þá
myndi allt bjargast,“ segir Ellen.
Um morguninn hafði þær rekið
enn lengra út og ölduhæðin var
orðin enn meiri. Þær fóru að
nálgast eyjar sem kallast Aran og
reyndu að róa þangað án árangurs.
Þær fundu hins vegar humargildru
sem þær gátu fest við brettin. Þrátt
fyrir sjálfsbjargarviðleitnina og
hið jákvæða viðhorf, misstu þær
stundum trúna á að verið væri að
leita að þeim.
Það var nálægt eynni Inis Oírr í
Aran klasanum sem Oliver feðgar
fundu Ellen og Söru. Þeir hjálpuðu
þeim um borð og sigldu til eyjar-
innar þar sem þyrla sótti þær og
fór með á spítala á meginlandinu.
Helen sagðist vera að eilífu þakk-
lát feðgunum fyrir björgunina og
að konurnar væru ekki illa haldnar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fastar úti á hafi í 15 klukkutíma
Tveimur írskum konum var bjargað nálægt eynni Inis Oírr eftir að hafa hrakist úti á hafi í 15 klukkutíma.
Þær höfðu farið út á svokölluðum „paddle“ brettum á miðvikudag en vindurinn feykt þeim lengst á haf út.
„Paddle“ bretti hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. MYND/GETTY
REYKJAVÍK Grjóthrúgurnar á Eiðs-
granda eru manir, ekki grjóthrúg-
ur. Þetta kom fram í svari Þórólfs
Jónssonar, deildarstjóra náttúru og
garða, við fyrirspurn Sjálfstæðis-
f lokksins til skipulags- og sam-
gönguráðs.
Grjóthrúgurnar hafa frá upphafi
valdið íbúum við strandlengjuna
töluverðum ama. Í svari Þórólfs
segir að hrúgurnar verði lagaðar,
þær lækkaðar og lagaðar betur að
landinu. „Manirnar eru ekki grjót-
hrúgur heldur er þetta uppgröftur
úr stígnum og lag af möl yfir. Það
var verið að vinna verkið í kappi
við veturinn og vannst ekki tími til
að huga nægilega vel að frágangi,“
segir í svarinu. „Ákvörðun um
mölina var ekki mikið ígrunduð og
manirnar höfðu ekki verið hann-
aðar heldur unnar beint í landið.
Manirnar urðu óþarf lega háar og
sérstaklega ein mönin sem er of há
og of brött og lokar sýn úr Reka-
granda.“ – bb
Grjóthrúgurnar
verði lagaðar
Grjóthrúgurnar hafa valdið ama.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð